Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 51
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR þarf það að vera einfalt, ódýrt og auðvelt í framkvæmd (Dougherty o.fl., 1995). Matstæki, sem er einfalt í notkun, getur tryggt að næríngarástand sjúklinga sé metið af þeim sem starfa við hjúkrun og næringarráðgjöf (Mackintosh og Hankey, 2001). Matstækið þarf enn fremur að meta það sem því er ætlað og vera nákvæmt og útbúið í samvinnu við þá sem ætlað er að nota það (Jones, 2002). Allt þetta var haft í huga við gerð íslensks matstækis (SSM) sem hæfir mismunandi sjúklingahópum, þarámeðal öldruðum (Thorsdottir o.fl., 1999, 2001, 2005). Öldrun og næringarástand Fjöldi rannsókna hefur sýnt vannæringu meðal aldraðra sem dvelja á sjúkrahúsum (Corish og Kennedy, 2000) og jafnvel að næringarástandi þeirra getur hrakað á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur (Essama-Tjani o.fl., 2000). Meðal aldraðra, sem lagðir eru inn á sjúkrahús, eru 30-50% vannærðir en vandamálið er ekki alltaf greint (Baxter, 1999; Corish og Kennedy, 2000) . Rannsóknir sýna einnig að næringarástand sjúklinga á hjúkrunarheimilum er svipað þessu. Til dæmis sýndi rannsókn Suominen og félaga (2005) að 29% þeirra sem dvöldu á hjúkrunarheimilum í Helsinki í Finnlandi voru vannærðir og 60% voru í hættu á vannæringu. Einkum eru það aldraðir með heilabilun og háaldraðir sem eru í sérstakri áhættu (Kagansky o.fl., 2005). Ýmsar öldrunarbreytingar verða á meltingarveginum, s.s. breytingaráhreyfinguímeltingarvegi.sýrustigi.ensímframleiðslu, slímhúð og blóðflæði til meltingarvegar. Þessar breytingar geta síðan haft áhrif á frásog lyfja og næringarefna, til dæmis orkuefnanna fitu, amínósýra og glúkósa, og einnig steinefna eins og kalks og járns. Öldrunarbreytingar í meltingarvegi eru þó oftast ekki meginástæða þess að aldraðir verða vannærðir (Ebersole o.fl., 2005). Aðrar utanaðkomandi ástæður eru yfirleitt einnig fyrir hendi, s.s. umhverfis- og félagslegir þættir (Herzberg, 1997), almennt heilsufar, tekjur, fæðuvenjur auk ástands munns og tanna (Ebersole o.fl., 2005). Minnkuð matarlyst hjá öldruðum á sér margar skýringar en hluta þeirra má rekja til öldrunarbreytinga á bragð- og lyktarskyni, aukinnar tilfinningar fyrir því að vera mettur og vægari hvatningar frá miðtaugakerfi til að borða. Þegar sjúkdómar bætast ofan á þessar öldrunarbreytingar getur ástandið leitt til vannæringar (Morley, 2001). Minni máttur í vöðvum, og þá sérstaklega öndunarvöðvum, er fylgifiskur vannæringar hjá öldruðum sem dvelja á sjúkrahúsi (Arora og Rochester, 1982). Við vannæringu skerðist einnig starfsemi ónæmiskerfisins (Chandra, 1997) og breytingar verða á meltingarkerfinu (Reynolds o.fl., 1996). Skert næringarástand getur aukið hættu á blóðsýkingu meðal aldraðra sem fara í skurðaðgerð (Potter o.fl., 1995; Todorovic, 2001), aukið hættu á dauðsfalli (Muhlethaler o.fl., 1995), truflað lyfjaverkun (Neel, 2001) og hækkað sjúkrahússkostnað (Tucker og Miguel, 1996). Enn fremur getur lélegt næringarástand aldraðra aukið hættu á legusárum, sýkingum (Copeman, 2000; Todorovic, 2001), blóðtappa, hjartabilun og þunglyndi (Copeman, 2000). Lélegt næringarástand getur einnig haft áhrif á lífsgæði og sálfélagslega vellíðan aldraðra (Crogan og Pasvogel, 2003). Vegna þeirra margþættu afleiðinga, sem vannæring getur haft fyrir aldraða, er afar brýnt að greina hana tímanlega. Næringarástand á íslenskum öldrunarstofnunum Aldraðir, sem dvelja á hjúkrunarheimilum á íslandi, eru flestir mjög farnir að heilsu og þurfa um 29% íbúanna eftirlit við að matast og 46% þarfnast aðstoðar við að matast (Heilbrigðisráðuneytið, 2006). Niðurstöður úr RAI-mati frá hjúkrunarheimilum sýna einnig að 13% íbúanna drekka ekki nægilegan vökva, 8% svelgist aftur og aftur á fæðu og 21% eiga erfitt með að kyngja. íbúarnir geta einnig átt við önnur vandamál að etja sem gera þeim erfitt að nærast, s.s. vandamál við að tyggja (31 %) og verki í munni (5%) (Heilbrigðisráðuneytið, 2006). Ekki hefurverið gerð rannsókn ávannæringu áíslenskum hjúkrunarheimilum en af framangreindu má draga þá ályktun að mikil hætta er á að þeir sem þar dvelja séu vannærðir eða í áhættuhópi. Hins vegar sýndi íslensk rannsókn, sem gerð var á níunda áratugnum, batnandi næringarástand aldraðra sem lagst höfðu inn á öldrunarstofnanir. Var talið að þetta sýndi þörf þessara einstaklinga fyrir aðstoð við að matast (Inga Þórsdóttir o.fl., 1993). í rannsókn, sem gerð var árið 2003 meðal sjúklinga á öldrunarsviði Landspítala, reyndust næstum 60% þátttakenda vera vannærðir (Thorsdottir o.fl., 2005). í þeirri rannsókn var lagt mat á matstæki sem notuð hafa verið til að meta næringarástand, „The Mini Nutritional Assessment" (MNA) og „The Screening Sheet for Malnutrition" (SSM). Út frá niðurstöðum þeirrar rannsóknar voru valdar breytur notaðar til að útbúa nýtt og hentugra matstæki til að meta næringarástand aldraða sem dvelja á sjúkrahúsi. Tilgangur rannsóknar Tilgangur rannsóknarinnar var að útbúa hentugt tæki til að greina vannæringu hjá öldruðum sem dvelja á sjúkrahúsi. Lagt var mat á matstæki sem notuð hafa verið til að meta næringarástand aldraðra: „The Mini Nutritional Assessment" (MNA), „The Screening Sheet for Malnutrition'1 (SSM) og „Resident Assessment Instrument" (RAI). RAI-mælitækið er nú þegar notað á öllum íslenskum öldrunarstofnunum til að meta heilsufar aldraðara. í þessari rannsókn er athugað hverju þarf að bæta við RAI-mælitækið til að greina vannæringu með nægilegri nákvæmni. Aðferð Þátttakendur Tekið var tilviljunarúrtak 60 sjúklinga sem lögðust inn á öldrunarsvið Landspítala á sex mánaða tímabili árið 2Ö03. Þátttakendur þurftu að vera eldri en 65 ára, en alvarleg heilabilun og það að vera ófær um að taka þátt f líffræðilegu mati (mæla hæð og þyngd) útilokaði þátttöku. Enginn greinarmunur var gerður á því hvort einstakiingurinn var lagður inn af annarri deild Landspítala eða kom að heiman. Útreikningar á styrk rannsóknarinnar sýndu að úrtakið var nógu stórt til að mæla áreiðanlegan mismun líkamsþyngdarstuðuls (LÞS ((Body Mass Index (BMI)) á milli vel nærðra og vannærðra sjúklinga og mun Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.