Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 15
UNDIRBUNINGUR KJARASAMNINGA FIH Núgildandi kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs rennur út 30. apríl 2008. Undirbúningur að kjaraviðræðum er þegar hafinn hjá félaginu og er stefnt að því að ná nýjum samningi áður en núgildandi kjarasamningur við ríkið rennur út. Laun hjúkrunarfræðinga hafa hækkað minna en meðaltalshækkun BHM þannig að hjúkrunarfræðingar hafa miklar væntingar til komandi samninga. Kjaranefnd, undir forystu Unnar Þórmóðsdóttur, fundar nú vikulega, yfirfer samninga félagsins og samninga annarra stétta. Grundvallarþáttur í gerð kröfugerðar og öðrum undirbúningi kjarasamninga er að vilji félagsmanna sé Ijós. Til að kanna vilja hjúkrunarfræðinga og þeirra hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga var sett fram könnun á vefsvæði félagsins. Könnunin tók m.a. til hugmynda hjúkrunarfræðinga um laun, aðra þætti samningsins og vilja þeirra til aðgerða ef þörf krefur. Morgunverðarfundir með félagsmönnum hafa einnig gefið miklar upplýsingar um hugmyndir og viðhorf hjúkrunarfræðinga til kjara sinna og starfsaðstæðna. Alls komu rúmlega 300 hjúkrunarfræðingar á morgunverðarfundina frá öllum svæðisdeildum félagsins. Fundað hefur verið með trúnaðarmönnum og einnig með 4. árs hjúkrunarfræðínemum í HÍ og er þetta þáttur í undírbúningi kjara- viðræðnanna. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar hafa miklar væntingar til komandi samninga og að niðurstöður þeirra munu hafa mikil áhrif á áframhaldandi störf margra þeirra. Nú þegar hjúkrunarfræðingar verða æ eftirsóttari til starfa utan hinnar hefðbundnu heilbrigðisþjónustu verða launaviðmið önnur en áður. Samkeppni um þessa mikilvægu stétt og þeirra þekkingu er að verða virk. Þau laun, sem greidd eru á einkamarkaði, hafa verið mun hærri en laun á ríkisstofnunum og því augljóst að stjórnvöld verða að hækka laun hjúkrunarfræðinga verulega ef halda á úti því heilbrigðiskerfi sem við þekkjum. Eins og fram hefur komið hefur samanburður á hækkunum grunnlauna hjúkrunarfræðinga og annarra BHM- hópa, sem sömdu í sk. samfloti 2005, leitt í Ijós að laun hjúkrunarfræðinga hafa hækkað minna en meðaltalshækkun BHM-félaganna svo nemur rúmum þremur prósentum. Hjúkrunarfræðingar hafa því augljóslega borið minna úr býtum í gegnum stofnanasamninga en aðrir hópar. Það vekur athygli í þessum samanburði að þeir hópar, sem vinna að stærstum hluta á stofnunum heilbrigð- isráðuneytisins, hafa hækkað minna á samningstímanum en hópar á stofnunum annarra ráðuneyta. Leiða má líkur að því að fjárhagsrammi heilbrigðisstofnana sé þrengri en annarra stofnana, og að öll matskennd ákvæði og heimildarákvæði um hækkanir launa (ákveðin af forstöðumönnum stofnananna) séu síður nýtt á heilbrigðisstofnunum en öðrum ríkisstofnunum. Af þessu þurfa hjúkrunarfræðingar að læra. Við gerð kjarasamningsins árið 2005 var mikil áhersla lögð á afslátt af vinnuskyldu vaktavinnufólks. FÍH lagði fram tillögu um afslátt af vinnuskyldu, tillögu sem byggð var á þeim kerfum sem gilda á hinum Norðurlöndunum. Þar kemur afsláttur alls staðar til, því meiri sem vaktavinnufyrirkomulagið verður flóknara. Afsláttur af vinnuskyldu náðist ekki fram í síðustu samningum en þá var þó undirrituð yfirlýsing um að á samningstímanum skuli fara í „gagngera endurskoðun á málefnum vaktavinnustarfsmanna með það að markmiði að bæta vinnufyrirkomulag þeirra og gera vaktavinnuna eftirsóknarverðari. Sérstaklegaskal skoða kjör og lengd vinnutíma.“ Vinnuhópur, skipaður fulltrúum BHM (formaður FÍH annar þeirra) og BSRB annars vegar og fjármálaráðherra, Reykjavíkurborgar og launanefndar sveitarfélaga hins vegar, hefur unnið að umræddrí endurskoðun á samningstímanum. Hópurinn leitaði m.a. til Rannsóknarstofu í vinnuvernd um gerð rannsóknar á viðhorfum vaktavinnumanna. Rannsóknarskýrslan hefur verið birt undir heitinu Á vaktinni - með sveigjanlegum stöðugleika. Á samningstímanum hafa einnig verið haldin tvö málþing á vegum vinnuhópsins. Nú er unnið að skilgreiningum á vinnutímakafla kjarasamningsins með það að markmiði að einfalda kerfið og draga fram þann hóp sem kalla má hinn „hreina" vaktavinnuhóp. Stefnt er að því að endurskoðun vinnutímakaflans verði lokið fyrir áramót og þá liggi fyrir tillögur um „hvernig gera má vaktavinnuna eftirsóknarverðari". Kröfugerð FÍH mun liggja fyrir í upphafi nýs árs og öll áhersla verður lögð á að ná nýjum samningi áður en núgildandi kjarasamningur við ríkið rennur út. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að fylgjast vel með gangi mála á vefsvæði félagsins, mæta vel á þá fundi sem boðað verður til, taka þátt í könnunum og atkvæðagreiðslum og standa þétt að baki samninganefndar félagsins og stjórnar þess. Nú ríður á að hjúkrunarfræðingar sýni samstöðu í baráttunni fyrir betri og réttlátari kjörum, kjörum sem eru í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.