Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 20
Helga Bragadóttir og Lilja Stefánsdóttir, helgabra@hi.is KLÍNÍSK FRAMGANGSKERFI í HJÚKRUN OG TENGSL ÞEIRRA VIÐ STARFSÞRÓUN Klínískt framgangskerfi til að ákvarða laun hjúkurnarfræðinga á íslandi hefur nú verið notað frá árinu 1998. Við endurskoðun framgangskerfis hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra á Landspítala-háskólasjúkrahúsi árið 2005 var sjónum beint að hlutverki framgangskerfa sem starfsþróunaraðferðar en ekki eingöngu aðferðartil launaröðunar. Með þetta í huga var gerð úttekt á nýlegum heimildum um klínísk framgangskerfi hjúkrunarfræðinga og starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Greind voru tengsl klínískra framgangskerfa og starfsþróunar í hjúkrun og hvernig nýta megi framgangskerfi sem starfsþróunaraðferð. Inngangur Framgangskerfi til aö ákvarða laun hjúkurnarfræðinga á fslandi hefur nú verið notað frá árinu 1998. Nokkur reynsla er því komin á þá aðferð við að ákvarða laun. Við endurskoðun framgangskerfis hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra á Landspítala-háskólasjúkra- húsi árið 2005 var sjónum beint að hlutverki framgangskerfa sem starfs- þróunaraðferðar en ekki eingöngu aðferðar til launaröðunar. Komu fram ábendingar frá notendum kerfisins um að í raun væri upplagt að nota það við árleg starfsmannaviðtöl og sem viðmið og aðferð til starfsþróunar. Með þetta í huga var gerð úttekt á nýlegum heimildum um klínísk framgangskerfi hjúkrunarfræðinga og starfsþróun hjúkrunarfræðinga. Heimilda var aflað með leit í gagnagrunnum CINAHL og Medline og á veraldarvefnum þar sem lykilleitarorðin voru clinical ladder og career development. Heimildir leiddu í Ijós tengsl framgangskerfa og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga. Tilgangurinn með þessum skrifum er að gera grein fyrir þessum tengslum og beina þannig sjónum hjúkrunarfræðinga að því að framgangskerfi er ekki eingöngu aðferð til að ákvarða laun heldur líka og e.t.v. öðru fremur starfsþróunaraðferð. Rakin er stuttlega saga klínískra framgangskerfa hjúkrunarfræðinga á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og fjallað um hugmyndafræðina að baki framgangskerfum, tilgang þeirra og uppbyggingu og tengsl framgangskerfa og starfsþróunar. Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga á íslandi Með kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs frá árinu 1997 og aðlögunar- nefndarsamningum, sem fylgdu í kjölfarið, opnuðust nýjar leiðir við að ákvarða laun hjúkrunarfræðinga. Markmiðið var m.a. að auka sveigjanleika í launasetningum, draga úr miðstýringu í launaröðun og gera launakerfið skilvirkara þar sem tækifæri gæfist til að taka tillit til þarfa og verkefna ólíkra stofnana og hjúkrunarfræðinganna sem þar störfuðu. Með tilkomu framgangskerfa hjúkrunarfræðinga skyldi launaröðun byggjast á færni og hæfni hvers hjúkrunarfræðings til að sinna störfum sínum í stað þess að laun væru ákveðin eftir lífaldri og starfsaldri (Ásta Möller, 1999). Horft var til annarra landa þar sem framgangskerfi hjúkrunarfræðinga höfðu verið notuð og skipulögðu íslenskar heilbrigðisstofnanirsíneiginframgangskerfi sem tóku tillit til reynslu annarra og eðli stofnananna sem framgagnskerfið átti að nota í. í Tímariti hjúkrunarfræðinga 1999 gera Anna Birna Jensdóttir, þá starfandi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og Jónína Sigurðardóttir, þá starfandi á Land- spítalanum, grein fyrir því hvernig staðið Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur, PhD, lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og þróunarráðgjafi á Landspítala Lilja Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MHA, sviðsstjóri á Landspítala 18 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.