Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 34
Sigríður Zoega, szoega@landspitali.is FAGMENNSKA í HJÚKRUN Hugtakið fagmennska Fagmennska er hugtak sem við þekkjum öll og leggjum ákveðna merkingu í. Hugtakið birtist okkur í auglýsingum margra aðila, s.s. rafvirkja, málara o.fl. stétta. En hvað er fagmennska? Af einhverjum orsökum er orðið ekki að finna í íslenskri orðabók en hins vegar er þar að finna orðið fagmaður og er það skilgreint sem sérfræðingur eða maður sem hefur sérfræðiþekkingu á einhverju. í því liggur einmitt kjarni málsins: Fagmaður er sá sem hefur sérstaka þekkingu á ákveðnu efni eftir sérhæft nám og hefur hlotið formlegra viðurkenningu opinberra aðila, sbr. hjúkrunarleyfið sem heilbrigðisráðherra veitir hjúkrunarfræðingum. Væntingar og kröfur Það felur í sér ákveðna stöðu að tilheyra fagstétt því fagmenn búa við sjálfræði í störfum sínum og þeir njóta virðingar sökum sérþekkingar og hæfni. Fagmennskunni fylgir að sama skapi mikil ábyrgð því menn vænta mikils af fagstéttum, s.s. um gæði þjónustunnar, öryggi, færni og þekkingu. Almenningur ber traust til fagmanna því þeir eru sérfræðingar sem hafa hlotið mikla þjálfun, þeir lúta ákveðnum siðareglum og meginskyldur þeirra eru við almenning og samfélagið í heild. Þær kröfur eru gerðar til fagstétta að meðlimir þeirra hafi áhuga á faginu, þekki allar hliðar þess og séu færir um að mynda samband við notendur þjónustunnar. í sáttmála lækna segir að fagmennska sé grundvöllurinn að tengslum læknavísind- anna við samfélagið. „Fagmennska krefst þess að hagsmunir sjúklinga séu settir ofar hagsmunum læknisins, að settir séu staðlar um hæfni og heiðarleika og að samfélaginu sé veitt sérfræðiráðgjöf um heilbrigðismál." Ég tel að slíkt hið sama eigi við um hjúkrunarfræðinga enda segir í siðareglum okkar að hjúkrunarfræðingur eigi umfram allt skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkrunar og að hjúkrunarfræðingur hafi frumkvæði að og sé virkur þátttakandi í stefnumótun og eflingu heilbrigðisþjónustunnar. Fagmennska í hjúkrun En hvernig birtist fagmennska? Fyrir nokkrum árum var ég stödd í fjölmennri veislu þar sem fólki var raðað handa- hófskennt til borðs. Við hlið mér sat virtur arkitekt og reynist hann hinn skemmtilegasti borðherra. Þegar dálítið var liðið á borðhaldið tek ég eftir því hvar arkitektinn er farinn að lyfta upp dúknum á borðinu og strjúka bæði borðplötuna og stólfæturna. Ég horfði spyrjandi á manninn sem horfði afsakandi á mig og sagði að hann gæti bara ekkert að þessu gert, hann væri arkitekt og því færi hann alltaf ósjálfrátt að snerta á hlutum. Ég kinkaði skilningsrík kolli en sagði manninum að hann væri heppinn að ég væri ekki haldin þessari sömu þörf því ég væri þvagfæra- hjúkrunarfræðingur! Fagmennska í hjúkrun byggist ekki síst á virðingu fyrir skjólstæðingnum og umhyggju fyrir velferð hans. í raun má segja að umhyggja sé kjarninn í fagmennsku hjúkrunarfræðinga því hún felur í sér að hagsmunir skjólstæðingsins séu hafðir að leiðarljósi í allri meðferð en jafnframt felur umhyggja í sér þekkingu og færni sem endurspeglast í því að hjúkrunarfræðingurinn veit hvað hann er að gera. Rannsóknir á undanförnum árum hafa einmitt sýnt að sjúklingar meta það einna mest í fari hjúkrunarfræðinga að þeir viti hvað þeir eru að gera. Sú staðreynd þarf ekki að koma á óvart því margir skjólstæðingar hjúkrunarfræðinga eru varnarlausir og þurfa því að reiða sig á þekkingu og getu hjúkrunarfræðingsins. Hlutverk hjúkrunarfræðinga sem málsvara sjúklinga er ekki síður mikilvægur þáttur í þessu sambandi enda er skýrt kveðið á um þetta hlutverk í siðareglum stéttarinnar. Sjúklingar þurfa að geta treyst því að einhver hafi yfirsýn yfir þeirra mál og sé tilbúinn að tala máli þeirra í því flókna umhverfi sem einkennir heilbrigðiskerfi nútímans. Hjúkrunarfræðingar eru hér í lykilstöðu þar sem þeir eru yfirleitt til staðar allan sólarhringinn og ef vel er að verki staðið myndast gjarnan traust meðferðarsamband milli hjúkrunar- fræðings og sjúklings. Þekking og hæfni Þekking er órjúfanlegur hluti fagmennsk- unnar enda grundvallast tilvist fagstéttar á sérþekkingu hennar eins og ég nefndi hér áðan. Fagmenn eiga að hafa getu til að leysa vandamál og yfirfæra fræðilega þekkingu á dagleg störf. Það sem er þó ekki síður mikilvægt er að auk þess að búa yfir ákveðinni þekkingu ber okkur sem fagstétt jafnframt að búa til þekkingu, nokkuð sem hefur því miður verið gagnrýnt í fjölmiðlum að undanförnu. Um þessar mundir fagnar hjúkrunarfræðin á íslandi því að 30 ár eru liðin frá því að fyrstu háskólamenntuðu hjúkrunarfræðingarnir útskrifuðust. Þeim ber að þakka sem á sínum tíma börðust fyrir því að menntun hjúkrunarfræðinga færi fram í háskóla því ég tel óhætt að fullyrða að þekkingarþróun í hjúkrunarfræði hér á landi væri skemmra á veg komin ef þetta skref hefði ekki verið stigið. Ég tel að grunnmenntun hjúkrunarfræðinga hér á landi sé góð og sú jákvæða þróun hefur átt sér stað að sífellt fleiri leita í framhaldsnám í hjúkrun, jafnt í diplóma- sem meistara- og doktorsnám. í Ijósi umræðunnar í fjölmiðlum að undanförnu kunna einhverjir að segja að háskólamenntun hafi ekki verið stéttinni til framdráttar og að hjúkrunarfræðingar færist sífellt fjær skjólstæðingum sínum. Æ meiri tími fari í skriffinnsku og fræðistörf sem komi niður á hjúkruninni. Hér má t.d. vitna í móður mína sem hváði við þegar ég sagðist ætla í hjúkrun og benti mér snyrtilega á að hjúkrunarfræðingar gerðu fátt annað en að sitja og skrifa allan daginn og safna siggi á rassinn! Hmmmmm, ekki hef ég nú orðið vör við þessa siggsöfnun enn sem komið er en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Að öllu gamni slepptu tel ég hins vegar að bæði aukin menntun hjúkrunarfræðinga sem og virk 32 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.