Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 26
Cecilie Björgvinsdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA, verkefnastjóri kjara- og réttindamála á skrifstofu FÍH, cissy@hjukrun.is HVAÐ BER AÐ HAFA í HUGA VIÐ RÁÐNINGU í STARF? Þegar við hjúkrunarfræðingar erum að ráða okkur í starf er því miður allt of algengt að við látum úthluta okkur launum í stað þess að gera kröfur um laun. Við spyrjum hvaða laun séu í boði í stað þess að vera búin að verðleggja okkur og gera okkur í hugarlund hvaða laun við teljum eðlileg fyrir eðli og umfang starfsins. í Ijósi þess skorts sem er á hjúkrunarfræðingum er samningsstaða okkar góð og því er mikilvægt er að þekkja hvað ber að hafa í huga við þessar aðstæður. Kynnið ykkur launatöflu kjarasamningsins sem á við þá stofnun sem þið eruð að ráða ykkur til. Næst þarf að skoða hvaða svigrúm stofnanasamningur stofnunarinnar hefur til launaröðunar. Mátið ykkur því næst inn í launarammann, annars vegar launaflokkinn og hins vegar persónubundnu þættina. Verið búin að gera upp við ykkur hvaða laun eru viðunandi fyrir þetta ákveðna starf og hversu eftirsóknarvert starfið er. Eruð þið tilbúin til þess að ganga í burtu og ráða ykkur annars staðar fáið þið ekki uppsett laun? Ef ykkur finnst erfitt að átta ykkur á hvaða kjarasamningur er í gildi á þeirra stofnun getið þið leitað til félagsins eftir aðstoð. Félagið gerir miðlæga kjarasamninga við eftirfarandi vinnuveitendur: fjármálaráðherra (rfkið), LN (Samband íslenskra sveitarfélaga), Reykjavíkurborg, Samtök fyrirtækja í heilbrigðisrekstri, sjálfseignarstofnanir, Tryggingastofnun og almenna markaðinn (fáir samningar). Gerið skriflegan ráðningarsamning við vinnuveitandann þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar: • Nafn, heimilisfang og kennitala stofnunar. • Nafn, heimilisfang og kennitala starfsmanns. • Vinnustaður. • Eðli starfs, starfsheiti, stutt útlistun á umfangi og ábyrgðarsviði. • Launakjör - gott að vísa í kjarasamning svo að laun taki samningsbundnum hækkunum. • Vinnutímaskipulag, starfshlutfall (dagvinna, vaktavinna, bakvaktir). • Ráðning, þ.e. hvort ráðning ertímabundin eða ótímabundin. • Upphaf ráðningar, starfslok ef um tímabundna ráðningu er að ræða. • Lífeyrissjóður sem greitt er í sem og viðbótarlífeyrissparnaður. • Stéttarfélag. • Orlofsréttur - hægt að vísa í kjarasamning (þ.e. tekur laun skv. kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ...) • Gagnkvæmur uppsagnarfrestur. • Réttur til launa í barnsburðarleyfi - hægt að vísa í kjarasamning. (Réttur til launa í barnsburðarleyfi byggist á lögum 95/2000.) • Réttur til launa í veikindum - hægt að vísa í kjarasamning. (Réttur til launa í veikindum byggist á reglugerð nr. 411/1989.) Það er gríðarlega mikilvægt að gera skriflegan ráðningarsamning við vinnuveitandann. Á honum byggjast öll ykkar réttindi. Gera skal slíkan samning í tvíriti og þið haldið undirrituðu eintaki af Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.