Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 16
Sigrún Gunnarsdóttir og Helga Bragadóttir, sigrungu@lsh.is
HVAÐ ER STARFSÞRÓUN OG FYRIR HVERJA ER HÚN?
Að huga að starfsþróun hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra
Starfsþróun er ferli til að efla hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga til faglegrar
þróunar og eykur árangur og ánægju þeirra í starfi. Starfsþróun felur í sér sjálfsmat
og markmiðasetningu hvers og eins, tækifæri til þjálfunar og menntunar og
viðurkenningu á sérhæfingu. Sýn og stefna um starfsþróun hjúkrunarfræðinga
og ljósmæðra á LSH var sett fram árið 2005.
Inngangur
Á árinu 2005 vann hópur hjúkrunar-
fræðinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi
(LSH) að stefnu um starfsþróun
hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra á
sjúkrahúsinu. Vinnuhópurinn leitaði
upplýsinga í fræðilegum heimildum,
rýnt var í fyrri skýrslur, greinargerðir
og verkefni sem tengjast starfsþróun
hjúkrunarfræðinga á LSH. Tekið var mið
af niðurstöðum nýlegrar rannsóknar
á starfsumhverfi og starfsánægju
hjúkrunarfræðinga á LSH og mati þeirra
á gæðum þjónustunnar. Vinnuhópurinn
leitaði til hjúkrunarfræðinga á LSH um
reynslu og viðhorf þeirra til starfsþróunar.
Niðurstöður vinnuhópsins leiddu til
þess að sýn og stefna um starfsþróun
hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra á LSH
var sett fram. í framhaldi af settri stefnu
ákvað hjúkrunarstjórn LSH að framfylgja
stefnunni og var gerð áætlun um það.
Markmið þessarar greinar er að varpa Ijósi
á það hvað starfsþróun hjúkrunarfræðinga
og Ijósmæðra felur í sér og benda á
árangursríkar leiðir til starfsþróunar.
Greinin byggist á fræðilegri umfjöllun
um starfsþróun og þeirri hugsun sem
beitt var við gerð stefnu um starfsþróun
fyrir hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður á
LSH. Til einföldunar í skrifum þessum er
orðið hjúkrunarfræðingur notað yfir bæði
hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður.
Starfsþróun hjúkrunarfræðinga
Starfsþróun er samfellt ferli til að efla
hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga til
faglegrar þróunar og eykur árangur og
ánægju þeirra í starfi. Starfsþróun felur í
sér sjálfsmat og markmiðasetningu hvers
og eins, tækifæri til þjálfunarog menntunar
og viðurkenningu á sérhæfingu. Líta má á
starfsþróun frá sjónarhóli vinnuveitanda og
frá sjónarhóli starfsmanns. Annars vegar
er vinnuveitandi ábyrgur fyrir því að skapa
umgjörð og tækifæri til starfsþróunar
samkvæmt markmiðum stofnunar. Hins
vegar er það ábyrgð hjúkrunarfræðinga
að skilja og meta umhverfi sitt, vera
meðvitaðir um eigin áhugasvið, styrkleika
og takmarkanir og gera sér raunhæfa
áætlun til framtíðar. Starfsþróun er hluti af
starfi hjúkrunarfræðinga og er veigamikill
liður í stjórnun heilbrigðisstofnana og
mannauðsstjórnun hjúkrunarfræðinga til
að tryggja gæði þjónustunnar, stuðla að
starfsánægju hjúkrunarfræðinga og festu
þeirra í starfi. Hjúkrunarfræðingar þera
ábyrgð á eigin starfsþróun sem miðast
við áhuga þeirra, sérsvið og markmið
þjónustunnar (Donner og Wheeler,
2001 a; Kleinknecht og Hefferin, í Donner
og Wheeler, 2001 b).
Heilbrigðisstofnanir gera kröfur til
starfsþróunar og skipulag þeirra þarf
að fela í sér hvatningu og tækifæri til
starfsþróunar. Auknar kröfur eru gerðar
til þekkingar og þjálfunar starfsmanna og
kröfur um gæði og öryggi þjónustunnar
verða æ mikilvægari. Hraðar breytingar í
heilbrigðisþjónustunni undanfarin ár hafa
áhrif á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga.
Meðal breytinga, sem orðið hafa, eru
viðfangsefni stjórnenda, t.d. vegna
aukinnar skráningar og meira eftirlits
(McKee og Healy, 2002). Samhliða
breytingum á eðli og umfangi starfs
hjúkrunarfræðinga hefur skortur á
hjúkrunarfræðingum til starfa aukist
Sigrún Gunnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, PhD, lektor
við hjúkrunarfræðideild Háskóla
íslands og rannsakandi og
ráðgjafi um stjórnun á Landspítala
Helga Bragadóttir,
hjúkrunarfræðingur, PhD, lektor
við hjúkrunarfræðideild Háskóla
íslands og þróunarráðgjafi á
Landspítala
14
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007