Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 11
Jólatréð og kökuveislan í vörutjaldinu. Með mér eru pakistanskir starfsmenn: yfirmenn vörutjalds, ræstingar og bíla svo og skrifstofustjórinn og tveir bílstjórar það hafði ég líka undirbúið á íslandi. Ég var orðin dauðþreytt eftir mikla vinnu, óttann í kirkjunní og umsjón með þessum hátíðahöldum og gaf mér frí til hádegis næsta dag. Jólahald okkar á spítalanum mæltist ekki vel fyrir hjá fólki andsnúnu Vesturlöndum en mér var samt sagt að í lagi væri að halda látlausu tjaldveislu og að litríku Ijósin væru í lagi. Dönsku skopmyndirnar af spámanninum Múhameð, sem höfðu birst í september, ollu óöryggi hjá okkur vestrænu sendi- fulltrúunum. Mér var því ekki rótt og lét taka niður Ijósin og skrautið af jólatrénu strax á þriðja í jólum og bannaði flugelda í húsum okkar á gamlárskvöld. Fáir öfgamenn geta valdið miklum skaða. Sjúklingunum úthlutuðum við fötum sem við höfðum fengið gefins. Starfsmenn höfðu útbúið falleg fatasett fyrir konur, börn og menn sem þeir bundu um með slaufu. Mig minnir að meira hafi verið lagt í mat á afmælisdegi Jinnah (jóladag) en að öðru leyti var ekki um hátíðahöld hjá þeim að ræða enda eru jólin ekki hátíð múhameðstrúarmanna. Ég vardauðþreytt eftir þetta jólahald. Ég veiktist heiftarlega af matareitrun strax að jólum loknum og gat því ekki tekið mér það frí sem ég ætlaði að taka um áramótin til þess að hitta Valgerði hjúkrunarfræðing sem vann í hinu sjúkrahúsi Rauða krossins í Pakistan. Ég náði því ekki að taka neitt frí á þessum þrem mánuðum sem ég var í Pakistan. Ég vona að ég þurfi ekki aftur að vera andlit jólahalds á slíku sjúkrahúsi í múslímsku landi með kristna starfsmenn Kirkjan gamla. Mikið grjót hefði hrunið á mig hefði hún hrunið í jólaskjálftanum í minnihluta og pólitíska spennu í umhverfinu. Ég held að ég hafi gert of mikið úr jólunum fyrir þessa fáu kristnu starfsmenn og mun verða varkárari ef ég kem mér aftur f svona stöðu. Svo lengi læri sem lifir. Gleðileg jól. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.