Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 41
G. Gerður Sæmundsdóttir, ggsaem@landspitali.is
Ritdómur
NÝ SÝN Á HEILABILUN
Fyrr á árinu kom út bókin Ný sýn á heilabilun - einstaklingurinn í
öndvegi eftir breska sálfræðinginn Tom Kitwood. Það er Svava Aradóttir
hjúkrunarfræðingur sem þýðir bókina á íslensku. Það er í sjálfu sér
fagnaðarefni að þýða eitt af verkum þessa merka og vel þekkta
fræðimanns á íslensku. Eins og fram kemur í formála er ekki mikið um
lesefni á íslensku sem snýr að umönnun heilabilaðara og ber því að
fagna framtaki Svövu.
Persónumiðuð umönnun var þróuð í
Bretlandi af Tom Kitwood ásamt hóp sem
nefndur hefur verið Bradford Dementia
Group. Sú aðferð tekur mið af þörfum
einstaklingsins og reynir að skilja orsakir
hegðunarvandans. Lagt er upp úr því að
kynnast Iffssögu viðkomandi og mæta
honum á hans eigin forsendum. Þessi
aðferð gerir kröfur til umönnunaraðila um
að kafa dýpra og leita skilnings.
Bókin kom út á frummálinu árið 1997 en á
þeim árum, sem síðan eru liðin, hafa orðið
gífurleg straumhvörf í allri meðferð. Þær
breytingar, sem hafa orðið, snúa ekki síst
að umönnunarþættinum, einnig hefur öll
lyfjameðferð orðið árangursríkari. Þekking
og skilningur fagfólks á einkennum og
afleiðingum heilabilunarsjúkdóma hefur
batnað til muna. Víðtækar breytingar og
úrbætur í umönnun og aðbúnaði þessa
sjúklingahóps hafa verið miklar. Þeir sem
vel fylgjast með í þessum málaflokki
eru stöðugt að gera úrbætur. Einnig er
almenningur betur upplýstur um einkenni
heilabilunarsjúkdóma.
Áherslur og skrif Tom Kitwood og fleiri
eiga eflaust einhvern þátt í því. En þrátt
fyrir aldur bókarinnar eiga nokkrir kaflar
tvímælalaust erindi til þeirra sem taka
þátt í umönnun heilabilaðra. Má þar
nefna sérstaklega þá sem eru byrjendur
á þessum vettvangi.
Þetta á einkum við kaflana þar sem rætt er
um skort á góðri umönnun og vanrækslu
Kitwood, Tom (2007). Ný sýn á heilabilun:
einstaklingurinn í öndvegi. JPV. íslensk þýðing:
Svava Aradóttir. Á frummáli heitir bókin Dementia
reconsidered: the person comes first, og var hún
fyrst gefin út 1997
sem eykur á tilfinningalegt álag og hættu
á hegðunartruflunum, þessir kaflar ættu
nánast að vera skyldulesning. Þeir eiga
erindi til þeirra sem láta sig velferð og
vellíðan heilabilaðra varða, en því miður
er of oft hætta á vanrækslu gagnvart
þessum viðkvæma hópi.
Textinn er aðgengilegur öllum, það á
svo eftir að koma í Ijós hvernig og hvort
nýyrðin eiga eftir að festast í sessi. Sum
þeirra eru frekar óþjál í munni.
Það er því lítíð af nýjungum í boðskap
bókarinnar. Ég hef þá trú að þar sem
fagleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi
sé nær allt ástundað sem Tom Kitwood
leggur áherslu á. Má þar nefna „að
viðhalda sjálfsmynd persónunnar þrátt
fyrír hnignun á andlegu atgervi" (bls. 147)
með því að þekkja lífssögu. Almennt
gerir fagfólk sér grein fyrir að umönnun
snýst ekki bara um að sinna líkamlegum
þörfum, þekking á lífssögu sjúklinganna
ætti a.m.k. að vera til staðar.
í áranna rás hafa kenningar Kitwoods
fengið góðan hljómgrunn, einkum meðal
þeirra sem vilja leggja sig fram við að
auka gæði umönnunar og lífsgæði
sjúklinga sinna, þeirra sem vilja vera
talsmenn góðrar umönnunar. Aðferðin
er að vísu frekar tímafrek og krefst
mikillar þjálfunar og mannafla. í dag vinna
hjúkrunarfræðingar og aðrar fagstéttir út
frá ýmsum kenningum sem þá gjarnan
er blandað saman til að öðlast betri
skilníng á hinum fjölþættu vandamálum
sem hjúkrun heilabilaðra felur í sér.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
39