Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 12
Inga Teitsdóttir hjúkrunarfræðingur, kennslu- og fræðasviði SKVÞ, ingat@landspitali.is Sigríður Sigurðardóttir gæðastjóri, kennslu- og fræðasviði SKVÞ, siggasig@landspitali.is Sigríður Magnúsdóttir yfirtalmeinafræðingur, endurhæfingarsviði, siggatal@landspitali.is Ágústa Benný Herbertsdóttir gæðastjóri, lyflækningasviði 1, agustab@landspitali.is MÁLí MYNDUM tilraunaverkefni í sjúklingafræðslu á Landspítala Vorið 2006 kom upp sú hugmynd á kennslu- og fræðasviði Landspítala að gera tilraun með myndræn boðskiptaspjöld til samskipta við sjúklinga sem eiga erfitt með að tjá sig eða skilja talað mál. Tilgangurinn með þessu tilraunaverkefni var að auðvelda sjúklingnum að gera sig skiljanlegan og biðja um aðstoð og starfsfólki að fullnægja þörfum sjúklingsins, draga úr kvíða, auka öryggi og koma í veg fyrir misskilning. Flestir þeir sem starfa við heilbrigðis- þjónustu hafa lent í því að sinna sjúkl- ingum sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig eða skilja ekki hvað við þá er sagt. Orsakir tjáningarvandans geta verið af margvíslegum toga. Um getur verið að ræða sjúkling í öndunarvél eða sjúkling með taugasjúkdóm sem veldur vægu eða algjöru málstoli eða slæmri taltruflun. Ekki má heldur gieyma hinum sívaxandi hópi erlendra sjúklinga sem ekki kann íslensku og talar oft tungumál sem íslendingar skilja ekki. Á síðasta ári leituðu til Landspítala 1380 erlendir sjúklingar af tæplega 90 mismunandi þjóðernum. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga ber að veita þeim, sem eru sjúkratryggðir, túlkaþjónustu, þeim að kostnaðarlausu, en þeir sem eru ósjúkratryggðir þurfa að borga fyrir hana sjálfir. Því miður næst ekki alltaf í túlka á þeim tímum sem þörfin er fyrir hendi og í daglegu lífi á spítalanum eru þeir að sjálfsögðu ekki alltaf til staðar. Samkvæmt upplýsingum á netinu er víða verið að leita lausna á boðskiptaerfiðleikum af ýmsum toga, og fundum við nokkrar greinar um þessi efni. Ljóst er af þeim rannsóknum, sem við fundum, að myndmál aðstoðar fólk við að skilja lyfjafræðilegar upplýsingar og að rata um húsnæði en engar rannsóknir fundust um að myndmál auðveldi tjáningu eða samskipti við sjúklínga að öðru leyti (Dowse og Ehlers, 2005, Mansoor og Dowse, 2003, og Porter, 2006). Vandamálin á LSH eru fyrst og fremst vegna tungumála- eða tjáningarerfiðleika, en í rannsóknunum, sem við fundum, var oft um að ræða einstaklinga með litla eða enga menntun, og sem voru illa læsir eða ólæsir (Dowse og Ehlers, 2001). í ijós kom að ýmis óhefðbundin sam- skiptaform eru notuð á spítalanum, svo sem á gjörgæsludeildum, við sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og hjá talmeinafræðingum. Má þar nefna erlent tölvuforrit (Boardmaker) til að búa til einstaklingsmiðuð samskiptaspjöld og fartölvur með ákveðnum búnaði fyrir MND-sjúklinga. Á einni deild fannst gömul sænsk bók með teiknuðum myndum af ýmiss konar samskiptum á spítala. Að öðru leyti kvaðst starfsfólkið notast við látbragðsleik. Sigríður Sigurðardóttir gæðastjóri og Inga Teitsdóttir hjúkrunarfræðingur önnuðust þetta verkefni fyrir hönd kennslu- og fræðasviðs. Fljótlega fengu þær til liðs við sig Sigríði Magnúsdóttur, yfirtalmeina- fræðing á endurhæfingarsviði, og Ágústu Benný Herbertsdóttur, gæðastjóra á lyflækningasviði 1. 10 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 5. tbl. 83. árg. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.