Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Blaðsíða 43
Hún tók sér fyrir hendur aö rista af honum fjötra. Hún vakti fróðleikslöngun hans, veitti honum tilsögn, útvegaði bækur, glæddi trú hans á lífið og eigin orku, og reyndist honum í öllu sem besta móðir. Hún vakti hann og kom honum af stað (Morgunblaðið, 6. september 1925 [Jakob Kristinsson]). Yfirhjúkrunarkonan varð ekki aðeins trúnaðarvinur Sigurðar Kristófers heldur tendraði menntaþrá hans, kenndi honum dönsku og studdi hann öðrum fremur við ritstörfin. Sigurður Kristófer frumsamdi eða þýddi ríflega 20 bækur á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi og skrifaði auk þess fjölda blaða- og tímaritsgreina (Margrét Guðmundsdóttir, handrit). Helsta stórvirki hans, Hrynjandi íslenskrar tungu, sem gefið var út í Reykjavík 1925, tileinkaði hann Harriet Kjær yfirhjúkrunarkonu „með einlægri virðingu og ástúðar þakklæti". Fröken Harriet Kjær, yfirhjúkrunarkona á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi, hætti störfum árið 1929 og flutti aftur til Danmerkur. Grétar Fells rithöfundur kynntist henni á síðustu starfsárum hennar á íslandi. Hann fullyrti að tungumálið hafi í upphafi reynst henni fjötur um fót. Vanþekking hennar á „íslenskri skapgerð" varð henni einnig nokkur farartálmi fyrst í stað að sögn Grétars sem bætti við þessu til skýringar: „og mun ekki hafa verið laust við, að hún þætti stjórnlynd um of.“ (Grétar Fells, 1951.) Sigrún Magnúsdóttir forstöðukona gaf svipaðri skoðun undir fótinn árið 1951 þegar hún rifjaði upp fyrstu spor fröken Kjær hér á landi og sagði: Sjúkrahúsrekstur var þá að ýmsu leyti með öðrum hætti en nú, agi miklu strangari og sjúklingunum almennt meiri takmörk sett með ailt frjálsræði. Úr slíku umhverfi kom frk. Kjær frá fullkomnum dönskum spítala til okkar fátæka lands, án þess að skilja tungumál okkar eða hugsunarhátt. Hún var mjög reglusöm og stjórnsöm, gekk að starfi sínum með skörungsskap og ávann sér traust læknis, sjúklinga og starfsfólks. Var Lauganesspítalinn til fyrirmyndar, hvað snerti þrifnað og reglusemi (Sigrún Magnúsdóttir, 1951). Yfirhjúkrunarkonan beitti sérfyrirýmsum umbótum áspítalanum og fékk því meðal annars til leiðar komið að sjúklingar fengu betri rúm. Hún virðist þegar frá leið hafa slakað nokkuð á þeim harða aga sem einkenndu sjúkrastofnanir í Danmörku. Fröken Kjær stuðlaði í öllu falli að því að sjúklingar „hefðu sem frjálsastar hendur um ýmislegt það, sem orðið gat þeim til ánægjuauka, en engum til skaða“ (Morgunblaðið, 1. maí 1928). Hún lagði áherslu á að móta heimilislegt andrúmsloft á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi, og aukið frjálsræði þjónaði fyrst og fremst því markmiði. Heimilisfólk Kjær, hjúkrunarnemar, starfsfólk og sjúklingar, hafði ekki aðeins orð á stjórnsemi hennar, reglusemi og þrifnaði heldur var þeim mörgum hugleikið hve vel hún hlúði að persónulegum þroska og hæfileikum heimilismanna. Helga E. Kaaber hjúkrunarkona vann undir handleiðslu Kjær í rúm tvö ár og minntist hennar sem „sinnar bestu rnóður" (Helga E. Kaaber, 1928). Á aldarfjórðungs starfsafmæli Kjær á íslandi árið 1928 birtist grein í Morgunblaðinu en þar segir meðal annars: Hún hefir þó eigi aðeins annast um líkamlega líðan sjúklinga, heldur og leitast við að fullnægja eftir því sem unnt var andlegum þörfum þeirra og þrám. Hefir hún sjálf verið kennari þeirra sumra (Morgunblaðið, 1. maí 1928). Harriet Kjær var ekki aðeins lærimeistari hjúkrunarnema og ófaglærðra starfmanna á spítalanum heldur einnig sjúklinga. Heimildir: Grétar Fells (1951). Harríet Kjær, fyrrverandi yfirhjúkrunarkona í Laugarnesi. Ganglerí 25(2), 118-120. Helga E. Kaaber (1928). 25 ára minningar-afmæli Frk. Harriet Kjær yfir- hjúkrunarkonu á Laugarnesi. Tímarit Félags íslenskra hjúkrunarkvenna 4(2. maí), 2. Margrét Guðmundsdóttir. Saga hjúkrunará íslandi. Handrit. Sigrún Magnúsdóttir (1951). Harriet Kjær fyrrverandi yfirhjúkrunarkona i Laugarnesi. Minningarorð. Hjúkrunarkvennablaðið 27(1), 1-2. Sören Sörenson (1987). Bjargvætturinn. Minning um Sigurð Kristófer Pétursson 1885-1925. Gangleri 67(1), 79-84. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.