Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Page 32
Guðrún Árný Guðmundsdóttir, gudruna@heilhus.is REYKLAUS.IS - NÝ LEIÐ AÐ BETRA LÍFI ÁN TÓBAKS Rannsóknir hafa sýnt að stærstur hluti reykingarmanna vill hætta að reykja. Mismundandi er hvaða leið hentar hverjum og einum og því er nýtt stuðningsúrræði fagnaðarefni. Nú hefur verið opnuð gagnvirk heimasíða, www.reyklaus.is. Reyksíminn, sem er rekinn af Heilbrigðisstofnun Þingeyinga með styrk frá Lýðheilsustöð, mun hafa umsjón með síðunni. Ljóst er að símameðferðin og síðan munu styrkja hvort annað. Hér á landi hefur töluverður árangur náðst í baráttunni við tóbakið síðastliðin ár. Samkvæmt rannsóknum Lýðheilsustöðvar hefur einstaklingum, sem reykja daglega (15-89 ára), fækkað úr 30,5% árið 1991 í 19,2% árið 2005 og telst þetta mjög góður árangur á evrópskan mælikvarða. Kannanir Lýðheilsustöðvar hafa líka sýnt að fleiri grunnskólanemar ákveða að reykja ekki. fslendingar hafa í mörg ár verið taldir framarlega í tóbaksvörnum. Staðið hefur verið fyrir ýmsum aðgerðum sem taldar eru hafaáhrif áreykingarlandsmanna, t.d. hefur verið lögð mikil áhersla á forvarnir meðal barna og unglinga, verðlagningu tóbaks (skattlagningu), auglýsingabann á tóbak, merkingar á tóbakspökkum, lagasetningu um reyklausa vinnustaði og nú síðast reyklaus veitingahús og skemmtistaði. Og nú hefur heilbrigðisráðherra samþykkt nýjar merkingar á sígarettupakka frá næsta ári. Þegar árangur íslendinga í tóbaksvörnum er borinn nánar saman við aðgerðir í öðrum Evrópulöndum kemur í Ijós að íslendingar hafa staðið sig afar vel í öllu nema því sem snýr að meðferð við tóbaksfíkn. 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.