Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Síða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2007, Síða 53
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Niðurstöður Meðalaldur sjúklinga var 83,0 +/- 7,9 ár. Vannæring var greind hjá 35 (58%) sjúklingum með fullu næringarmati, eða 55% karla og 61 % kvenna. Vannærðir sjúklingar höfðu lægri LÞS, minna albúmín og prealbúmín í blóðsermi, færri eitlafrumur í heild, þynnri húðfellingar yfir þríhöfða (triceps) og minna ummál upphandleggsvöðva, og voru einnig eldri en vel nærðir sjúklingar (sjá töflu 1). Þeir höfðu oftar tapað þyngd ósjálfrátt, minni matarlyst og höfðu í fleiri tilvikum nýlega gengist undir skurðaðgerð heldur en þeir vel nærðu. Ekki var merkjanlegur munur á breytum karla og kvenna nema hvað konur virtust þjást meira af lystarleysi heldur en karlar (47% á móti 23%, p = 0,059). Hæfni stakra breytna til að greina vannæringu hjá öldruðum sjúklingum á sjúkrahúsinu var yfirleitt lág, að undanskildum mælingum á heildarfjölda eitlafrumna þar sem næmi reyndist 77% og sértæki 68%. Aðhvarfslikan Breyturnar LÞS, ósjálfrátt þyngdartap, lystarleysi og nýleg skurðaðgerð voru notaðar í fjölþátta línulega aðhvarfsgreiningu. Eftirfarandi flokkunarbreytur voru notaðar: ósjálfrátt þyngdartap (já = 0, nei = 1), skurðaðgerð nýlega (já = 1, nei = 0), lystarleysi (já = 1, nei = 0). LÞS, ósjálfrátt þyngdartap, lystarleysi og skurðaðgerð voru marktæk spágildi fyrir niðurstöðu úr fullu næringarmati. R2 var 60,1%. Leif var normaldreifð (Kolmogorov-Smirnov-próf: R = 0,915). Aðharfslíkanið hefur áður verið sýnt (Thorsdottir o.fl., 2005). RAi Flestar breyturnar í RAI-mælitækinu skiptu ekki máli fyrir rannsóknarhópinn. Ástæðan er sú að aðeins minnihluti hópsins þurfti á næringu að halda gegnum slöngu í meltingarveg eða í æð og það eru lykilspurningar í RAI. Aðeins 1 til 7 sjúklingar af 60 höfðu þjáðst af næringarvandamáli, sem skilgreint er með RAI, öðru en „Fæða ekki borðuð", en ekki var mikill munur á því vandamáli hjá vel nærðum og vannærðum sjúklingum í þessu úrtaki. Almennar spurningar í RAI (LÞS og breyting á þyngd) sýndu marktæk tengsl við næringarmat eins og þær gerðu í öðrum skimunartækjum. Til að útbúa skimunartæki, sem byggt væri á RAI-breytum, voru LÞS, ósjálfrátt þyngdartap (merkt sem já = 1 og nei = 0) og skurðaðgerð nýlega (merkt sem já = 1 og nei = 0) notuð í margþátta línulega aðhvarfsgreiningu. Ekki er spurt um skurðaðgerð nýlega í RAI-mati en auðveldlega er hægt að spyrja sjúklinginn eða finna svarið á annan hátt. Þessi viðbót við RAI-mat eykurforspárgildi um vannæringu verulega. LÞS, ósjálfrátt þyngdartap og skurðaðgerð Tafla 1. Líkamsmál og klínískar mælingar hjá vannærðum og vel nærðum sjúklingum Sjúklingar (N = 60) Meðaltal ± staðalfrávik p-gildi Aldur (ár) vannærðir (n = 35) 85,6 ± 7,4 0,002 vel nærðir (n = 25) 79,3 ± 7,1 LÞS (kg/m2) vannærðir (n = 35) 22,9 ± 4,7 0,001 vel nærðir (n = 25) 27,2 ± 5,0 Ósjálfrátt þyngdartap vannærðir (n = 35) 46,8% 0,001 (hlutfall þeirra sem svöruðu játandi) vel nærðir (n = 25) 0,0% Albúmín (g/L) vannærðir (n = 35) 31,7 ± 3,0 0,012 vel nærðir (n = 25) 33,9 ± 3,5 Prealbúmín (mg/L) vannærðir (n = 35) 222 ± 67 0,009 vel nærðir (n = 25) 274 ± 78 Heildarfjöldi eitlafrumna (x 109/L) vannærðir (n = 35) 1,51 ± 0,58 0,003 vel nærðir (n = 25) 2,03 ± 0,72 Ummál upphandleggsvöðva (cm) vannærðir (n = 35) 21,6 ± 4,3 0,008 vel nærðir (n = 25) 24,5 ± 3,5 Þykkt húðfellingar yfir þríhöfða (mm) vannærðir (n = 35) 17,0 ± 5,4 0,004 vel nærðir (n = 25) 22,1 ± 7,4 Skurðaðgerð nýlega vannærðir (n = 35) 20,0% 0,017 (hlutfall þeirra sem svöruðu játandi) vel nærðir (n = 25) 0,0% Lystarleysi vannærðir (n = 35) 51,4% 0,014 (hlutfall þeirra sem svöruðu játandi) vel nærðir (n = 25) 20,0% Tímarit hjúkrunarfræðinga - 5. tbl. 83. árg. 2007 51

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.