Fréttablaðið - 29.04.2017, Page 13

Fréttablaðið - 29.04.2017, Page 13
VELLÍÐAN FYRIR ALLA – JÖFNUÐUR OG HEILSA www.reykjavik.is Ráðstefna á vegum Reykjavíkurborgar og Embættis landlæknis miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 12.30–16.30, Tjarnarsalurinn í Ráðhúsi Reykjavíkur Dagur B. Eggertsson Joan Devlin Dina von Heimburg DAGSKR Á 12.00 Skráning og afhending gagna 12.30 Opnun og ávarp Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri 12.40 Healthy Cities - Connecting for Health Joan Devlin, Chief Executive of Belfast Healthy Cities 13.20 Hvers vegna hefur ójöfnuður áhrif á líðan? Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands 13.35 Heilsa og vellíðan barna Margrét Lilja Guðmundsdóttir, félagsfræðingur, sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu og aðjúnkt á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík 13.50 Heilsueflandi samfélag - Vellíðan fyrir alla Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis 14.05 HLÉ - Léttar veitingar 14.20 Velferðarvaktin - Bætt velferð efnalítilla barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátækt Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar 14.40 TINNA - Velferð reykvískra barna Þuríður Sigurðardóttir, verkefnisstýra TINNU Reykjavíkurborg 14.55 Heilsugæslan og heilsa borgarbúa Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, sviðsstjóri skólaheilsugæslu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 15.10 Equity in health and well-being in municipalities - A political choice! Dina von Heimburg, varaformaður Healthy cities í Noregi 15.30 Lýðheilsustefna Reykjavíkurborgar - Jöfnuður Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri 15.50 Pallborð og samantekt Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingiskona, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, Ragna Benedikta Garðarsdóttir dósent við Háskóla Íslands og Vildís Bergþórsdóttir fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslustöðinni í Efra Breiðholti Ráðstefnustjóri: Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi umhverfismál Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, óskaði eftir því á ríkisstjórnarfundi í gær að ráðuneyti hennar, ásamt fjármálaráðuneytinu, fengi heimild til að ganga til viðræðna við fulltrúa Skútustaðahrepps um mögulega aðkomu ríkisins að fráveitumálum sveitarfélagsins. Ríkisstjórnin sam- þykkti tillöguna. Málið teygir sig allnokkur ár aftur í tímann. Mývetningar hafa farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið sé styrkt til þess að gera úrbætur í fráveitumálum – en án árangurs til þessa. Tilefnið er bæði nýjar reglur um hreinsun frá- rennslis en fyrst og síðast áhyggjur manna af lífríki Mývatns og hugsan- legt orsakasamengi við mengun af mannavöldum. Niðurstaða verkfræðistofunnar Eflu, sem vann úttekt á fráveitumál- um sveitarfélagsins, var sú að kostn- aður sveitarfélagsins væri rúmlega 300 milljónir króna. Í sveitarfélag- inu öllu búa um 400 manns og velta þess er í kringum 400 milljónir. Sveitarstjórnarmenn hafa því fyrir löngu kynnt yfirvöldum þá niður- stöðu að sveitarfélagið hefur ekki bolmagn til að taka verkefni sem þetta að sér eitt og óstutt. Það er viðfangsefni viðræðnanna sem nú hefjast að komast að niður- stöðu um það hvort, og hversu stór- an hluta verkefnisins ríkið er tilbúið að axla. Óhemju magn blábaktería í Mývatni árin 2014 og 2015 eru talin skýr merki ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Niðurstöður mæl- inga sýndu þá tólffalt það magn sem talið er óhóflega mikið í leið- beiningum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO). Blábakteríublómar eru náttúru- legir í Mývatni vegna þess hve mikið er af næringarefnum í lindarvatninu sem rennur í það, og er kallað leir- los af Mývetningum. Hins vegar skapaðist það ástand við vatnið þessi sumur að bakteríurnar yfir- tóku lífríkið suma daga. Líkur á því að óhófleg losun nær- ingarefna í Mývatn hafi með þetta að gera eru taldar miklar – og þar komi meðal annars til frárennsli frá þéttbýli, áburðargjöf og iðnrekstur. – shá Ríkið ræðir við Mývetninga um fráveitumál Mývatn hefur verið á válista Umhverf- isstofnunar lengi – hreyfing virðist komin á málið. Fréttablaðið/vilhelM Bretland Skjáþreyta á mögulega þátt í aukinni sölu á prentuðum bókum í Bretlandi, að því er segir á fréttavef The Guardian. Sala á raf- bókum minnkaði um 17% í fyrra og hefur ekki verið minni síðan 2011. Lesendur virðast hafa snúið sér að hefðbundnum bókum á ný því að sala á öllum tegundum prentaðra bóka jókst um nær 9% í fyrra. Haft er eftir framkvæmdastjóra samtaka breskra útgefenda að fólk sé farið að verða þreytt á öllum skjáum sem það horfir á alla vikuna. Prent- aðar bækur séu tilbreyting. – ibs Skjáþreyta dregur úr sölu á rafbókum lesendur í bretlandi eru orðnir þreyttir á rafbókum. NOrDiCPhOtOS/GettY frakkland Jean-Francois Jalkh, sem átti tímabundið að gegna for- mennsku í frönsku Þjóðfylkingunni á meðan á forsetaframboði Marine Le Pen stendur, þurfti í gær að segja af sér vegna ásakana um að afneita helförinni. Jalkh, sem neitar ásökununum, er sagður hafa talað með vafasömum hætti um gasklefa nasista. Greina franskir fjölmiðlar frá því að Jalkh hafi dregið í efa að nasistar hafi notað Zyklon B-gas til þess að myrða gyðinga og aðra í útrýmingarbúðum. Þá er hann sagður hafa verk Roberts Faurisson, sem afneitar helförinni, í hávegum. Í samtali við BFMTV í gær tjáði Le Pen sig um málið. Sagði hún að þessi „rógburður“ hefði haft djúp- stæð áhrif á Jalkh. Steeve Briois, annar varaforseti flokksins, mun nú taka við stjórn hans af Jalkh. – þea Sagður afneita helförinni Marine le Pen segir Jalkh hafa þurft að þola rógburð. Fréttablaðið/ePa f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 13l a u G a r d a G u r 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C 2 -8 9 2 8 1 C C 2 -8 7 E C 1 C C 2 -8 6 B 0 1 C C 2 -8 5 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.