Fréttablaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.04.2017, Blaðsíða 36
Þessi árlega hópkeyrsla er orðin eins konar vorhátíð bifhjóla-fólks,“ segir Njáll Gunn- laugsson, formaður Sniglanna, en samtökin hafa staðið fyrir slíkum hópakstri í nærri þrjá áratugi, nán- ast frá stofnun Sniglanna. Hópurinn sem mætir hefur þó stækkað mikið undanfarin ár og nú stefnir í að um þúsund mótorhjól af öllu tagi af ýmsum stöðum á landinu fylli götur borgarinnar á mánudaginn. „Hópkeyrslan verður með sama sniði og undanfarin ár. Hjólin safnast saman á Laugavegi upp úr klukkan 11 og leggur hópurinn af stað klukkan 12.30. Ekið er niður Bankastrætið og Lækjargötu til vinstri, inn Vonarstrætið og upp Suðurgötuna. Hringbraut er svo ekin í vestur og Ánanaustin yfir á Geirsgötu, fram hjá Hörpu,“ lýsir Njáll og bendir bifhjólafólki á að sýna sérstaka aðgæslu, bæði vegna framkvæmda sem þar standa yfir sem og hópa ferðamanna sem ekki viti af viðburðinum. „Hópurinn þræðir svo Sæbraut að Kringlu- mýrarbraut þar sem hún beygir inn á Kirkjusandinn frá Sundlaugar- vegi,“ segir Njáll en þetta verður í síðasta sinn sem endastöðin verður á Kirkjusandi vegna fyrirhugaðra framkvæmda þar. Húllumhæ á Kirkjusandi „Á Kirkjusandi verður skemmtileg dagskrá. Gestum og gangandi er boðið að skoða mótorhjólin og svo verða ýmsar skemmtilegar uppá- komur. Til dæmis ætlar Pólverjinn Damien Sarapuk að sýna listir sínar á götuhjóli og vonir standa til að nokkrir íslenskir strákar á klifurmótorhjólum mæti á svæðið. Sú dagskrá hefst klukkan 13.30.“ Njáll bendir á að þeir sem komi á bíl geti lagt á malarplaninu næst Laugarnesvegi. „Bestu staðirnir fyrir þá sem vilja fylgjast með hópkeyrslunni eru við Sæbraut og þá sérstaklega á hljóðmönunum nálægt Sólfarinu.“ Mikil vinna liggur að baki skipu- lagningu svo stórs hópaksturs en Njáll segir um 40 til 50 manns koma að vinnunni, bæði við undirbúning og á daginn sjálfan. „Við munum til dæmis njóta aðstoðar bifhjóla- klúbbsins Gaflara úr Hafnarfirði við stjórn akstursins en gæslumenn og -konur verða á öllum þeim gatna- mótum þar sem farið er um auk þess sem hópurinn fær lögreglu- fylgd.“ Hópaksturinn hefur gengið vel síðustu ár en Njáll biður ökumenn þó að sýna bifhjólafólkinu tillitsemi meðan á akstrinum stendur. „Auk þess vorum við svo heppin í ár að hópkeyrslan var tilefni til gerðar verkefnaáætlunar í vinnu- hópi nema í verkefnastjórnun hjá Háskólanum í Reykjavík. Úr var greinargóð skýrsla og áætlunargerð sem mun nýtast til frambúðar.“ Vilja breyta umferðarlögum Hópakstrinum þann 1. maí er fyrst og fremst ætlað að minna aðra ökumenn á að bifhjólin séu komin á göturnar, en einnig til að skerpa á þeim fjölmörgu baráttumálum sem samtökin berjast fyrir. „Sniglar hittu nýskipaðan ráð- herra samgöngumála, Jón Gunn- arsson, fyrir nokkrum vikum og fóru yfir hagsmunamál sín. Á síðastliðnum árum hafa Sniglar eytt miklu púðri í að fá drögum að umferðarlögum breytt til hagsbóta fyrir bifhjólafólk og náð góðum árangri í þeim efnum. Þess vegna er okkur farið að lengja eftir að þau líti dagsins ljós en ráðherra lofaði að fari að sjá til sólar í þeim efnum og að þau verði að öllum líkindum lögð fram á haustþingi,“ segir Njáll. Betri tryggingar og breytt skoðunarhandbók Tryggingamál hafa lengi verið bifhjólafólki hugleikin. „Sífellt er verið að skilgreina skilmála tryggingarfélaganna, eins og að bifhjólafólk megi ekki lána hjólin sín og svo framvegis. Þá þarf engan að undra þótt við spyrjum hvort breyta megi öðrum þáttum í trygg- ingarskilmálum. Sem dæmi má nefna að margir eiga fleiri en eitt mótorhjól, og ef viðkomandi má ekki lána hjólið sitt þarf hann þá nokkuð að borga slysatryggingu ökumanns og eiganda nema einu sinni, en ekki af öllum hjólunum? Sú trygging er stærsti hluti trygg- ingariðgjaldsins og skiptir eig- endur bifhjóla verulegu máli.“ Njáll nefnir einnig endur- skoðun skoðunarhandbókar fyrir mótorhjól sem bið hefur orðið á. „Við lýsum yfir vilja okkar til að setjast niður með Samgöngustofu til að klára þessi mál. Má þar nefna tillögu um minni gerð skráningar- merkja sem passar betur aftan á mótorhjólin en þessi stóru merki sem eru í sömu stærð og á mörgum bílum í dag.“ Er illa við víravegrið Sniglar hafa verið í góðu samstarfi við Vegagerðina á undanförnum árum og samið meðal annars handbækur um bifhjólavænt vegumhverfi og skilað skýrslu um núllsýn á Þingvallavegi en þar varð dauðaslys í fyrra þegar ungur bif- hjólamaður lét lífið eftir árekstur við vegrið. „Okkur er farið að lengja eftir áþreifanlegum aðgerð- um eins og undirakstursvörnum. Tökum sem dæmi Kambana þar sem notast er við víravegrið í alltof þröngum aðstæðum. Bifhjólafólki er mjög illa við víravegrið þar sem stólpar þeirra eru mjög illa varðir og við viljum helst ekki sjá þau á vegunum. Það er því algjört lág- mark að notast við undiraksturs- varnir á stöðum sem þessum að okkar mati.“ Ekkert prófsvæði í höfuðborginni Njáll bendir á að aksturskennslu- svæði fyrir mótorhjól verði engin á höfuðborgarsvæðinu þegar Kirkju- sandur verður lagður af sem próf- svæði. „Eina skipulagða kennslu- og prófsvæði fyrir mótorhjól verður þá á Akureyri. Það finnst okkur að sjálfsögðu ótækt og nauðsynlegt að gera úrbætur í þeim efnum með öryggi próftaka í huga.“ Mörg önnur mál eru í deiglunni hjá Sniglum, líkt og réttindamál og hinar svokölluðu gangstéttar- vespur. „Við viljum hvetja fólk til að skoða heimasíðuna okkar á sniglar.is og þar má meðal annars finna samantekt á baráttumálum okkar síðustu þrjá áratugina. Besta leiðin til að styrkja samtökin er að ganga í þau en á forsíðunni er umsóknarform. Einnig verða haldnir vikulegir fundir á miðviku- dagskvöldum klukkan 20 í félags- heimili Sniglanna í Skeljanesi, yst í Skerjafirði.“Leiðin sem hópakstur Sniglanna mun fara þann 1. maí. Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann, atli.bergmann@365.is, s. 512 5457 Njáll Gunnlaugsson, formaður Sniglanna, segir baráttumál bifhjólasamtak- anna fjölmörg. MyNd/Eyþór Framhald af forsíðu ➛ Slysum á bifhjólamönnum hefur fjölgað. Bifhjólamenn héldu fund á fimmtudagskvöld þar sem Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, lagði fram tölur um slys hjá bif- hjólamönnum. Þar kom fram að á síðasta ári jókst fjöldi slasaðra og látinna bifhjólamanna og er það um 42% fjölgun á milli ára. Árið 2016 urðu 47 slys á bifhjólamönn- um en þau voru 33 árið 2015. Átján manns létust í umferðinni á síðasta ári og af þeim voru tveir bifhjólamenn. Skráðum þungum bifhjólum hefur fjölgað mikið á undan- förnum árum. Bifhjólamönnum sem slasast alvarlega eða látast á slíkum hjólum hefur fækkað hlut- fallslega ef tekið er mið af heildar- fjölgun þeirra sem aka slíkum hjólum. Í útreikningum Sam- göngustofu kemur fram að flest slysin verða í júní, júlí og ágúst. Af þeim 78 sem slösuðust á léttu bif- hjóli á árunum 2007-2016 voru 16 sem slösuðust alvarlega eða létust, það er 21%. Hlutfallið er hærra, eða 41% þegar kemur að þungum bifhjólum en samtals slösuðust 626 ökumenn þungra bifhjóla en 259 þeirra slösuðust alvarlega eða létust. Á fundinum var brýnt fyrir ökumönnum bifhjóla að vera vel útbúnir, sjáanlegir og tillitssamir. Aftur fjölgun á slysum hjá bifhjólamönnum ALLIR ÚT AÐ HJÓLA MEÐ TUDOR TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR Eitt mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja 2 KyNNINGArBLAÐ 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 L AU G A r dAG U r 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C 2 -D 8 2 8 1 C C 2 -D 6 E C 1 C C 2 -D 5 B 0 1 C C 2 -D 4 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.