Fréttablaðið - 29.04.2017, Síða 48

Fréttablaðið - 29.04.2017, Síða 48
Við sendum sms áður en við leggjum af stað þar sem fram kemur áætlaður komu- tími og gps-linkur þar sem hægt er að fylgjast með því hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Það þótti sjálfsagt að krakkar væru í vinnu. Tímarnir hafa breyst og nú er ekkert pláss fyrir unglinga á vinnumarkaðnum. Egill Helgason Elín Albertsdóttir elin@365.is Egill Helgason á góðar minningar frá þeim tíma þegar hann var sendill á hjóli. Það var algengt þegar Egill var á unglingsaldri að strákar væru að vinna í fyrirtækjum sem sendlar. Allir voru þeir á reið- hjólum og ferðuðust um bæinn þveran og endilangan. „Ég var sendill hjá Friðrik Brekkan en hann hannaði og prentaði boli árið 1973. Þetta voru bolir með alls kyns myndum, broskörlum og fleiru. Bolirnir voru aðallega seldir í Hagkaup í Lækjargötu en Friðrik var með vinnuaðstöðu í bílskúr í Blönduhlíð. Ég hjólaði með bolina á bögglaberanum niður í miðbæ,“ rifjar Egill upp. „Friðrik er leið- sögumaður í dag, skemmtilegur karakter. Við vorum tveir strákar í vinnu hjá honum og hlustuðum á Jimi Hendrix og Frank Zappa á meðan við hjálpuðum honum við prentunina og að sendast. Svona bolir voru nýjung á þessum tíma og mjög vinsælir,“ segir Egill en segja má að Friðrik hafi verið framúrstefnulegur í bolagerðinni en alls kyns bolir urðu eftirsóttir á hippaárunum. „Einu sinni var ég að flýta mér mikið á milli staða og þá keyrði leigubíll á mig á Snorrabraut. Ég kastaðist af hjólinu en leigubíl- stjórinn ók mér heim. Um kvöldið kom bílstjórinn til að athuga með mig en þá var ég kominn út í fót- bolta. Það héldu mér engin bönd á þessum aldri,“ segir Egill sem slasaðist ekki alvarlega og kippti sér ekki mikið upp við þessa lífs- reynslu. „Ég vann líka á tímabili sem sendill fyrir tollstjóraembættið. Í því starfi fólst meðal annars að fara út í sjoppu fyrir starfsmenn. Það voru allir sendlar á hjólum á þessum tíma, unglingsstrákar sem fóru um borg og bý. Maður var sendur hingað og þangað í einhverjum erindum, jafnvel þótt ekkert væri að gera í fyrirtækinu. Í minningunni var alltaf gott veður og þetta var skemmtilegur tími. Ég átti gult Raleigh-reiðhjól sem ég notaði í sendlastarfinu. Við félagarnir vorum allir í vinnu á sumrin. Ég man eftir einum sem fékk vinnu á bensínstöð, það þótti okkur félögunum mjög fínt starf og öfunduðum hann mikið. Seinna vann ég við ýmis störf, fiskvinnslu, í blikksmiðju, byggingarvinnu og fleira. Það þótti sjálfsagt að krakkar væru í vinnu. Tímarnir hafa breyst og nú er ekkert pláss fyrir unglinga á vinnumarkaðnum. Ef maður var ekki í vinnu var maður litinn hornauga, álitinn einhver ræfill,“ upplýsir Egill. Sjálfsagt eiga margir sem komnir eru yfir miðjan aldur skemmtilegar minningar frá sendlatímabilinu. Með brosboli á bögglaberanum Sjónvarpsmaður- inn Egill Helgason byrjaði ungur að vinna. Hann var aðeins tólf ára þegar hann starf- aði sem sendill á reiðhjóli og fór um bæinn. „Hægt er að panta til átta á kvöldin á virkum dögum og fá sent heim samdægurs,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, eigandi netverslunarinnar Boxins. Mynd/Anton Brink Það sem aðgreinir okkur frá öðrum netverslunum er sú þjónusta að viðskipta- vinir okkar geta valið tveggja tíma afhendingarhólf. Hægt er að panta til átta á kvöldin á virkum dögum og fá sent heim samdægurs,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, eigandi netverslunarinnar Boxins. „Viðskiptavinurinn veit einnig alltaf hvenær von er á okkur með vörurnar. Við sendum sms áður en við leggjum af stað þar sem fram kemur áætlaður komutími og gps- linkur þar sem hægt er að fylgjast með því hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Tími er dýrmætur, sérstaklega hjá fjölskyldufólki. Báðir foreldrar vinna yfirleitt úti og krakkarnir eru í tómstundum. Því eru stundir sem fólk getur átt saman afar dýrmætar og við viljum ekkert stress. Sam- kvæmt Meniga fer meðalmann- eskja 158 sinnum út í búð á ári og ef við miðum við að hver búðar- ferð taki um klukkutíma með akstri til og frá, eyðum við sex og hálfum sólarhring á ári í búðinni. Með heimsendingarþjónustu okkar erum við því að bjóða fólki upp á tvær vikur aukalega í frí á ári,“ segir Sigurður. „Við settum Boxið á laggirnar í október og höfum byggt hægt og rólega upp. Boxið er sjálfstæð Vörur heim innan tveggja tíma Boxið er ný matvöruverslun á netinu en vefurinn fór í loftið síðasta haust. Verslunin býður allar helstu nauðsynjavörur til heimilisins sem afgreidd- ar eru með einungis tveggja tíma fyrirvara, sé þess óskað. netverslun en flestar vefverslanir í boði eru í samvinnu við versl- unarkeðjur. Boxið er því fyrsta hreinræktaða matvöruverslunin á netinu. Við kaupum vörur af fram- leiðendum og birgjum, allt það helsta fyrir heimilið svo sem kjöt, kjúkling, fisk, mjólkurvörur, græn- meti, snyrti- og hreinlætisvörur. Það er fákeppni á þessum markaði en við viljum meina að við bjóðum upp á öðruvísi þjónustu og bjóð- um upp á samkeppnishæft verð. Við afhendum vörurnar ferskar og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fá útrunnar vörur eða vörur á síðasta söludegi frá okkur,“ segir Sigurður. „Frá því að við opnuðum höfum við vaxið stöðugt og þétt. Við höfum lært í leiðinni og aðlagað okkur þörfum neytandans. Við stefnum á enn meiri vöxt.“ 4 kynninGArBLAÐ 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 L AU G A r dAG U r 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C 2 -B F 7 8 1 C C 2 -B E 3 C 1 C C 2 -B D 0 0 1 C C 2 -B B C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.