Fréttablaðið - 29.04.2017, Qupperneq 66
18 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 LAUGARDAGUR
Sölumaður óskast
Við leitum að framsæknum og metnaðarfullum einstaklingi
í starf sölumanns.
Vinnutími er frá kl. 9 – 18 alla virka daga og annan hvern
laugardag frá kl. 11 – 15 (1. sept - 1. júní)
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sölustörfum
• Frumkvæði og dugnaður
• Færni í mannlegum samskiptum
• Góð þjónustulund
• Metnaður og jákvæðni
• Skipulagður
Um framtíðarstarf er að ræða
Umsóknir um menntun og fyrri störf berist: elias@pog.is
Öllum umsóknum verður svarað
Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2017
Um Þörungaverksmiðjuna
Þörungaverksmiðjan rekur þurrkverksmiðju á Reykhólum, þar sem
þang og þari eru þurrkuð í mjöl í háum gæðaflokki.
Bæði framleiðsla og hráefnisöflun fyrirtækisins hafa lífræna vottun.
Meginhluti framleiðslunnar er seldur á erlendum mörkuðum, þar
sem hún er m.a. nýtt í framleiðslu í lyfja- og snyrtivöruiðnaði auk
framleiðslu á fóðurbæti, áburði og fleiru.
Þörungaverksmiðjan
óskar að ráða fólk til
verksmiðjustarfa
Unnið er á vöktum við framleiðslu á lífrænt vottuðu mjöli.
Gerðar eru strangar kröfur um öryggi og gæði.
Réttindi og hæfni til að nota vinnuvélar eru kostur.
Störfin geta hentað hvort sem er konum eða körlum
á öllum aldri.
Hafið samband við Hlyn í síma 834 3289 eða sendið
okkur línu á info@thorverk.is
Spennandi störf í Hvalfjarðarsveit
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar
Aðstoðarskólastjórar
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar er starfræktur á tveimur
starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá og Skýja-
borg í Melahverfi.
Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra í Skýja-
borg og aðstoðarskólastjóra í Heiðarskóla. Umsóknarfrestur um
störfin er til og með 12. maí nk. Nánari upplýsingar um helstu
verkefni, ábyrgð, hæfniskröfur, umsóknarfyrirkomulag o.fl. er að
finna á http://www.hvalfjardarsveit.is.
Eftirtalin störf eru einnig laus til umsóknar;
• Deildarstjóri og leikskólakennari á leikskólasvið.
• Tónmennta- og leiklistarkennari á grunnskólasvið.
• Iðjuþjálfi / þroskaþjálfi á leik- og grunnskólasvið.
Nánari upplýsingar um helstu verkefni, ábyrgð, hæfniskröfur, um-
sóknarfyrirkomulag o.fl. er að finna á http://www.hvalfjardarsveit.is.
Fræðslufulltrúi
Krabbameinsfélagsins
www.krabb.is
Við leitum að metnaðarfullum
og frumlegum einstaklingi með
víðtæka þekkingu og reynslu af
fræðslu- og heilbrigðismálum.
Starfið er mjög fjölbreytt, gefandi
og skemmtilegt.
Helstu verkefni:
• Umsjón með fræðsluefni, námskeiðum
og fræðslu á heimasíðu
• Virk þátttaka í miðlun fræðslu
• Stefnumótun í fræðslumálum í samstarfi
við fræðsluráð
• Námskeið fyrir aðildarfélög og aðra
• Þátttaka í átaksverkefnum eins og
Mottumars og Bleiku slaufunni
Krafist er meistaragráðu á sviði lýðheilsu-
fræða. Góð hæfni til að tjá sig í mæltu og
rituðu máli á íslensku og ensku. Við leggjum
áherslu á hæfni í samskiptum og teymisvinnu.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Sturluson
framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins,
kristjan@krabb.is.
Um er að ræða 75% starf. Umsóknir
sem tilgreini menntun og fyrri störf
ásamt greinargerð um hæfni og
ástæður fyrir umsókn sendist á
krabb@krabb.is.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til og með 11. maí.
Kerecis er öflugt frumkvöðlafyrirtæki sem þróar og
framleiðir lækningavörur sem notaðar eru til með hönd
lunar á vefjaskaða í mönnum t.d. á þrálátum sárum og
bruna. Innan Kerecis starfar öflugur hópur sérfræðinga
sem náð hefur góðum árangri í þróun á lækningavörum.
Kerecis rekur starfsstöðvar á Ísafirði, Reykjavík og á
Washington DC svæðinu í Bandaríkjunum.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist til hr@kerecis.com fyrir 5. maí nk.
Starfið snýr að bókun, afstemmingu og skýrslu gerð fyrir
Kerecis á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Helstu verkefni:
• Bókhald, afstemmingar og innheimta
• Skýrslugerð
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntun og reynsla:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af bókhaldi
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Góð færni í tölvunotkun
Við leitum að einstaklingi sem:
• Er nákvæmur og skipulagður í vinnubrögðum
• Sveigjanlegur vinnutími í boði
• Býr að góðum samskiptahæfileikum
• Getur hafið störf fljótt
Um er að ræða hálft starf, staðsett á Ísafirði.
Fulltrúi
Sérfræðingurinn vinnur að skráningum á lækningavörum
Kerecis. Bæði frumskráningum hjá FDA og skv. CE reglu
verki Evrópusambandsins og jafnframt hjá skráningar
yfirvöldum í öðrum löndum þar sem oft er byggt á sam
þykki frá FDA eða CE merkingu.
Helstu verkefni:
• Greining á skráningarkröfum fyrir nýjar vörur
• Vinna með þróunarteymum í framleiðslu
prófunargagna
• Samsetning skráningargagna og textagerð
• Samskipti við skráningaryfirvöld
Menntun og reynsla:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Starfsreynsla í lyfjaskráningum og textagerð
• Afburðar enskukunnátta. Færni í öðrum tungu málum
kostur.
Við leitum að einstaklingi sem hefur í fyrri störfum:
• Verið nákvæmur í vinnubrögðum
• Átt auðvelt með að forgangsraða
• Sýnt hæfilæka í teymisvinnu
Vinnustaður er starfsstöð félagsins á Ísafirði.
Skráningarsérfræðingur
(Regulatory Officer)
www.kerecis.com
2
9
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
C
2
-C
E
4
8
1
C
C
2
-C
D
0
C
1
C
C
2
-C
B
D
0
1
C
C
2
-C
A
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K