Fréttablaðið - 29.04.2017, Side 72
24 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 LAUGARDAGUR
Staða skólastjóra við Foldaskóla
Skóla- og frístundasvið
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Foldaskóla.
Foldaskóli er elsti hverfisskólinn í Grafarvogi, stofnaður árið 1985. Í skólanum eru um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er
safnskóli unglingadeilda í Hamra-, Húsa- og Foldahverfi og er um helmingur nemenda á því skólastigi. Við skólann er starfrækt
einhverfudeild og sérstök ráðgjafardeild (fardeild) vegna nemenda með atferlis- og geðraskanir sem þjónar grunnskólunum í
Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skólinn er Grænfánaskóli og tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli. Einkunnarorð skólans eru
siðprýði, menntun og sálarheill. Skólinn vinnur í anda uppeldis til ábyrgðar og Olweusaráætlunar gegn einelti. Skólinn hefur á að
skipa vel menntuðu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Við skólann starfar öflugt foreldrafélag og mikið samstarf er
við félagsmiðstöðina Fjörgyn og nærsamfélagið.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Meginhlutverk skólastjóra er að:
• Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu
hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við
aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á
grunnskólastigi.
• Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar
í skólastarfi.
• Stjórnunarhæfileikar.
• Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
• Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna
skólaþróun.
• Lipurð og hæfni í samskiptum.
Umsókn fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að
nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2017. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2017.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið
á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf.
Nánari upplýsingar veita Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, og Ragnheiður E. Stefánsdóttir,
mannauðsstjóri, sími 411 1111. Netföng: gudlaug.sturlaugsdottir@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins. Meginmarkmið bankans er
að stuðla að stöðugu verðlagi. Seðlabankinn skal enn fremur stuðla að fjármálastöðugleika.
Þá sinnir Seðlabankinn jafnframt viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðla-
banka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi.
Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt
starfsumhverfi sem einkennist af fagmennsku, þekkingu, sveigjanleika og jákvæðum sam-
skiptum.
Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is en umsóknarfrestur er til og með 15. maí
2017. Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans.
Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Arnar Freyr Guðmundsson, forstöðumaður upplýsingatækniþjónustu, netfang
afg@cb.is, sími 569-9600 eða Íris Guðrún Ragnarsdóttir, starfsmannastjóri, netfang iris.g.ragnarsdottir@sedla-
banki.is
Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf gagnagrunnsstjóra. Um er að ræða 100% starfshlutfall með
starfsstöð í Reykjavík.
Gagnagrunnsstjóri
Helstu verkefni:
• Uppbygging og umsjón með SQL Server umhverfi
bankans.
• Gagnagrunnshönnun og tæknileg úrlausnarefni.
• Aðgangsstýringar og öryggismál.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Reynsla af uppbyggingu og umsjón með SQL um-
hverfum
• Þekking og reynsla á tólum tengdum SQL Server
• Þekking á viðskiptagreind og uppbyggingu vöruhúsa
er kostur
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Færni í mannlegum samskiptum
Starfið er í upplýsingatækniþjónustu sem er eining innan rekstrar- og starfsmannasviðs bankans og annast þróun,
rekstur og viðhald á tölvukerfi og hugbúnaði bankans.
Seðlabankinn leitar eftir starfskrafti með þjónustulund, metnað, frumkvæði, sjálfstæði, ögun í vinnubrögðum og
áhuga á að takast á við krefjandi verkefni. Bankinn býður upp á gott starfsumhverfi og góða möguleika á endur-
menntun/símenntun.
Smiðir óskast
Stólpi ehf. er traust og rótgróið fyrirtæki sem býður gott
starfsumhverfi og sinnir fjölbreyttum verkefnum.
Við leitum að smiðum með reynslu, helst á aldrinum
35-50 ára,til framtíðarstarfa.
Einnig kemur til greina að ráða samsett teymi.
Vinsamlegast hafið samband með tölvupósti
(fridrik@stolpiehf.is) eða í síma 824 6166
Sæferðir í Stykkishólmi
óska eftir skipstjórnarmanni
og vélstjórum til starfa.
Eftirfarandi stöður í boði:
Yfirstýrimaður á Breiðafjarðarferjunni Baldri
frá 1.júní til 31.ágúst 2017.
Kröfur um réttindi:
• Viðkomandi þarf að hafa alþjóðlegt skipstjórnarskírteini:
STCW II/2 (Yfirstýrimaður 3000bt og minna)
• Gott væri ef viðkomandi hefði lokið Hóp og neyðar-
stjórnunar námskeiði
• Um er að ræða frekar mikla vinnu þar sem annar Yfir-
stýrimaðurinn verður í fæðingarorlofi hluta af tímabilinu.
Yfirvélstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri ein
föst staða og ein afleysingarstaða sumar 2017.
Kröfur um réttindi:
• Viðkomandi þarf að hafa alþjóðlegt vélstjórnarskírteini:
STCW II/3 (Yfirvélstjóri 3000kw og minna)
Allar umsóknir verða að berast skriflega á póstfangið
baldurbru@eimskip.is
Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 852-2220
Ferðamálafélag A-Hún auglýsir
eftir ferðamálafulltrúa
Ferðamálafélag Austur-Húnavatnssýslu auglýsir stöðu
ferðamálafulltrúa lausa til umsóknar.
Starfssvið:
o Í starfinu felst meðal annars:
• Umsjón og rekstur upplýsingamiðstöðvar
í Austur-Húnavatnssýslu.
• Vinna við stefnumótun og markaðssetningu ferðamála
á svæðinu í samráði við Ferðamálafélag
Austur-Húnavatnssýslu og aðra samstarfsaðila.
• Vinna að ferðamálatengdum verkefnum, auk annarra
fjölbreytilegra verkefna.
o Starfsaðstaða er m.a. í húsnæði Þekkingarsetursins
á Blönduósi.
o Þess er vænst að væntanlegur Ferðamálafulltrúi búi á
starfssvæði Ferðamálafélags Austur Húnavatnssýslu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun og reynsla á sviði ferðamála
(háskólapróf kostur)
• Reynsla af markaðssetningu æskileg
• Reynsla af verkefnastjórn æskileg
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
• Góð tölvukunnátta
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, sveigjanleiki og
skipulagshæfni er mikilvæg
• Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í
mannlegum samskiptum er mikilvæg
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí nk.
Allar nánari upplýsingar um starfið veitir
Edda Brynleifsdóttir, formaður Ferðamálafélags A-Hún,
í s: 862-0474 alla virka daga frá kl.10-16.
Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá og
kynningarbréfi á netfangið ferdahun@gmail.com.
2
9
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
C
3
-0
9
8
8
1
C
C
3
-0
8
4
C
1
C
C
3
-0
7
1
0
1
C
C
3
-0
5
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
2
8
s
_
2
8
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K