Fréttablaðið - 29.04.2017, Síða 96

Fréttablaðið - 29.04.2017, Síða 96
Það var um tíu mínútum eftir að ég frétti af dauða Dans í júlí 1993 að ég ákvað að gera kvikmynd um líf hans og hina list­rænu einstaklingana sem voru með honum,“ þetta segir Kathy Eldon, blaðamaður, kvikmynda­ gerðar maður og stofnandi samtak­ anna Creative Visions. Heimur Kathy hrundi þegar einka­ sonur hennar, Dan, sem var einungis 22 ára gamall blaðaljósmyndari var drepinn í átökum í Sómalíu. Dan var einn yngsti blaðaljósmyndari sem fréttaveitan Reuters hefur nokkru sinni ráðið og hafði áorkað mjög miklu á sviði góðgerðarmála og sem listamaður á sinni stuttu ævi. „Hjarta mitt brast við fráfall Dans. En ég ákvað að ég þyrfti að umbreyta reiði minni og sorg í eitthvað jákvætt,“ segir Kathy. Kathy er mikil ævintýrakona. Hún fæddist í Bandaríkjunum og flutti síðar til London og  hóf að skrifa barnabækur þar, færði sig síðar yfir í bækur fyrir fullorðna og flutti svo ásamt fjölskyldu sinni til Kenýa á níunda áratug síðustu aldar. Þar starf­ aði hún sem blaðamaður og fjallaði um aðgerðir til að stuðla að friði í landinu. „Þegar Dan sonur minn ákvað að feta í fótspor mín og verða blaða­ ljósmyndari var ég ofboðslega stolt af honum. Myndirnar hans voru birtar í tímaritunum Time og News­ week og í fjölda dagblaða víðsvegar um heiminn. Þetta voru myndir sem sýndu hungursneyð í Sómalíu og síðar hræðilega borgarastyrjöld.“ Til að vinna úr sorginni þegar Dan lést hóf Kathy að gera heimildar­ myndir um málefni sem voru henni hugleikin: uppbyggingu friðar, blaða­ menn í hættu og félagslegt frum­ kvöðlastarf. „Síðan ákvað ég að ef ég vildi virkilega leggja mitt af mörkum til að aðstoða fólk við að segja sögur ætti ég að stofna samtök sem stuðluðu að því að aðstoða þá sem við köllum „listræna aðgerðarsinna“. Úr varð stofnun Creative Visions fyrir tutt­ ugu árum, sem Kathy stofnaði ásamt Amy dóttur sinni, og hafa samtökin unnið með 300 einstaklingum sem hafa sagt sögur í gegnum dans, mynd­ list, leiklist og kvikmyndir. Sögurnar hafa allar snúist um að vekja athygli á einhverjum málstað og ýta undir sam­ félagsbreytingu. Samtímis því að byggja upp sam­ tökin tók Kathy saman dagbækurnar sem Dan skildi eftir og gaf út bókina The Journey is the Destination: The Journals of Dan Eldon árið 1998. Bókin er að koma út í nýrri útgáfu með nýjum formála rituðum af Kweku Mandela, barnabarni Nelsons Mandela. „Dan var mjög ungur þegar hann lést og við vitum ekki hvað hann hefði orðið – hann skildi eftir sig 22 dagbækur um ungt fólk sem var að uppgötva sig sjálft og kanna mögu­ leika sína í heiminum til að setja mark sitt á hann. Þau töldu að þau  gætu lifað áhrifameira lífi, meira skapandi og ævintýralegra, og lifað meira fyrir aðra. Enda þurfum við að vinna með og fyrir aðra,“ segir Kathy. Hún segir að útgáfa dagbóka Dans og útbreiðslan á sögu hans hafi haft áhrif á marga. „Meðal þeirra er Blake Mycoskie, stofnandi Toms Shoes sem gefur eitt par af skóm til barna í neyð fyrir hvert par sem selt er.“ Kvikmyndin um líf Dans var þó allt­ af í huga Kathy. „Ég hófst strax handa við að reyna að framleiða myndina og flutti til Hollywood. Ég vildi segja sögu hans og blaðamannanna sem voru að vinna með honum. En ég þekkti engan í Hollywood og þar sem var svo erfitt að fá fjármagn þá fór ég að vinna að ýmsu öðru á meðan. Ég byrjaði aftur og aftur að vinna að myndinni og náði að koma saman frábæru teymi af fólki. Þegar Kweku Mandela ákvað að vera með tókst okkur að fjármagna mynd­ ina. Framleiðandinn var Marty Katz sem framleiddi einnig Hotel Rwanda.“ Loks tókst að framleiða myndina eftir tuttugu ára bið og er bíómyndin The Journey is the Destination komin á iTunes og er að sögn Kathy væntan­ leg á Netflix á næstunni. „Við erum svo að vinna að frekari dreifingu.“ Rauði þráðurinn í bíómyndinni sem og öllu öðru sem Kathy hefur unnið að er mikilvægi blaðamanna og þess að segja góðar sögur. „Ég byrjaði stuttu eftir andlát Dans að vinna ásamt öðrum að sýningum og ráðstefnum um blaðamenn í hættu. Blaðamenn sem voru nógu hugrakkir til að deyja fyrir fréttina sína.“ Hún bendir á að enginn vilji deyja fyrir frétt en margir leggi líf sitt í hættu til að segja fréttir. Að mati Kathy eiga blaðaljósmyndarar, og blaðamenn almennt, mjög erfitt uppdráttar núna og mikilvægi þeirra hafi sennilega aldrei verið meira. „Blöð eru ekki lengur að senda fólk á vettvang eins og þau gerðu í gamla daga. Á sama tíma er mjög jákvætt að allir séu með síma og geti sent myndir. Hins vegar er það mikilvæga við blaðaljósmynd­ ara að þeir eru einmitt blaðamenn og geta lagt mat á hver fréttin raunveru­ lega sé og sagt frá á aðeins hlutlægari hátt heldur en hver sem er á staðnum. Þetta er lesandanum til góðs. Blaða­ ljósmyndarar eru að deyja út enda eru þeir ekki að fá nægan stuðning og blaðamenn sem vinna fyrir blöð með góðan orðstír eru einnig í vanda núna þar sem sífellt verður erfiðara að fjár­ magna starfsemina.“ Kathy bendir á að þetta hafi leitt til þess að fjölmiðlar séu nú í auknum mæli reknir undir stórfyrirtækjum og erfitt geti verið að meta hagsmuni þeirra fyrirtækja. „Stjórnun frétta er mjög óhugnanlegt fyrirbæri,“ segir Kathy. Ljóst er að Kathy hefur alltaf beitt sér fyrir að segja fréttir og að vekja athygli á mikilvægum málstað en hún segir að andlát Dans hafi hins vegar ýtt henni út í það að láta meira að sér kveða. „Allar fréttir og sögur sem ég hafði sagt voru mikilvægar en engan veginn jafn mikilvægar og sagan sem ég var að fara að segja. Það er mögu­ leiki einstaklingsins til að breyta heiminum í kringum sig og máttur þess að segja sögur.“ Kathy er stödd á Íslandi meðal annars til að taka þátt í alþjóðlegu ráðstefnunni What Works. Kathy hefur áorkað mörgu og skrifað fjölda bóka, nú síðast bókina In the Heart of Life þar sem hún fjallar meðal annars um fráfall Dans og tók hana 16 ár að skrifa. En hún segist hvergi nærri vera hætt. „Ég held að við getum bjargað heim­ inum í kringum okkur, það er  með daglegum aðgerðum þar sem er sýnd góðvild. Fólk þarf ekki að fljúga til Sómalíu og stofna góðgerðar samtök til að láta gott af sér leiða, það er hægt að byrja í samfélaginu í kringum sig. Ég er mjög innblásin af Íslandi sem fordæmi fyrir heiminn um friðsælt og opið samfélag.“ Hver var Dan Eldon? Daniel Eldon fæddist árið 1970 í Englandi. Foreldrar hans voru Bretinn Michael Eldon og Kathy frá Bandaríkjunum. Hann átti eina systur, Amy, fædda 1974. Árið 1977 flytur fjöl- skyldan til Nairobi í Kenýa. Hann útskrifast þaðan úr menntaskóla árið 1987 og tekur í kjölfarið árspásu frá skóla. Hann skipuleggur fyrstu safaríferð sína frá Kenýa til Suður-Afríku sumarið 1989. Um haustið hefur hann háskólanám við Pasadena City College í Bandaríkjunum. Hann helst lítið í skóla enda kominn með vaxandi áhuga á bæði ljósmyndun og að láta gott af sér leiða. Sumarið 1990 leiðir Dan hóp fjórtán ungmenna á aldrinum 15 til 21 árs frá Kenýa til flóttamannabúða í Malaví með 17 þúsund dollara sem söfnuðust fyrir íbúa flóttamannabúðanna. Um jólin 1991 fer hann til Sómalíu og heimsækir þar flóttamannabúðir. Næsta árið er hann einn yngsti ljósmyndarinn að fylgjast með þróun mála í Sómalíu og fer að vinna fyrir fréttaveituna Reuters. Í apríl 1993 birtast myndir hans í Time og Newsweek og fer hann að skapa sér orðspor sem blaðaljós- myndari. Í júlí 1993 er Dan ásamt þremur öðrum ljós- myndurum grýttur til bana af sómölskum mönnum í Mogadishu. Kathy Eldon ásamt dóttur sinni Amy og syni sínum Dan. MynD/LisA LEvArt Dan Eldon á vettvangi sem ljósmyndari í sómalíu. MynD/KAthy ELDon Blaðaljósmyndarar mikilvægari en nokkurn sinni fyrr Dan Eldon, einn yngsti blaðaljósmyndari Reuters-fréttaveitunnar, var drepinn í Sómalíu árið 1993. Móðir hans er rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður og hefur haldið minningu Dans á lofti með því að styðja við listamenn til að segja sögur í gegnum samtök sín Creative Visions í tuttugu ár. Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r36 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C 2 -B F 7 8 1 C C 2 -B E 3 C 1 C C 2 -B D 0 0 1 C C 2 -B B C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.