Fréttablaðið - 29.04.2017, Síða 110

Fréttablaðið - 29.04.2017, Síða 110
LISTASALUR MOSFELLSBÆJAR Opið fyrir umsóknir vegna sýningarhalds í Listasal Mosfellsbæjar á árinu 2018 Óskað er eftir umsóknum um einka- og samsýningar. Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda. Fylgja skulu með myndir af verkum, ferilskrá og lýsing á fyrirhugaðri sýningu. Nánari upplýsingar og eyðublöð má finna á vefsíðu Bókasafns Mosfellsbæjar: www.bokmos.is/listasalur eða í síma 566 68 22 Umsóknir skulu vera vandaðar og berast fyrir 6. júní 2017. Umsóknir sendist til: Listasalur Mosfellsbæjar Kjarna, Þverholti 2 270 Mosfellsbæ eða á póstfangið: listasalur@mos.is einnig er hægt að sækja um rafrænt. Sæunn Þorsteinsdóttir var aðeins fimm ára gömul þegar hún byrjaði að læra á selló hjá Hauki Hannessyni við Tónlistar-skóla Íslenska Suzukisam- bandsins. Síðan þá hefur talsvert vatn runnið til sjávar og Sæunn er í dag í fremstu röð íslenskra tón- listarmanna og þó víðar væri leitað. Á undanförnum árum hefur Sæunn spilað víða um heim með fjölda heimsþekktra tónlistarmanna og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Hún var á meðal þeirra Íslendinga sem tóku þátt í Reykjavik festival, tón- listarhátíðinni í Los Angeles, fyrir skömmu en er nú komin heim til þess að halda tónleika í Hörpu á sunnudag ásamt Angelu Draghicescu píanóleikara. Sjö ára gömul fluttist Sæunn með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og hún segir að allt síðan þá hafi hún í raun verið á ferðinni fram og til baka á milli þessara tveggja landa. „Við fluttumst fyrst til Iowa City, en þar hafa margir Íslendingar verið í gegnum árin, en síðan þá hef ég búið í Cleveland, New York og núna Seattle.“ Ekkert annað Sæunn segir að hún hafi nú reyndar ekki alltaf verið þess fullviss að sellóið ætti eftir að verða hennar ævistarf. „Nei, ég ætlaði að verða augnlæknir og var með hinar og þessar pælingar. En svo þegar ég kom aðeins fram á táningsárin þá var þetta nú komið nokkurn veginn á hreint. Ég man reyndar að mamma, en hún er fiðlu- leikari og fiðlukennari, var margoft búin að spyrja mig: Geturðu ekki gert eitthvað annað?“ segir Sæunn og hlær við tilhugsunina. „En ég sagði náttúrulega bara nei. Ég get ekki gert neitt annað. Þannig var það bara.“ Sæunn segir að það hafi líka verið henni mikil gæfa hversu frábæra kennara og gott samverkafólk hún hefur haft á sínum ferli. „Ég hef verið alveg rosalega heppin. Mér finnst ég líka vera alveg sérstaklega heppin að geta verið að gera það sem ég er að gera. Það eru ekki margir sem geta það og fyrir mér eru þetta mikil for- réttindi sem ég er þakklát fyrir.“ Að gleyma sér En hvað skyldi það vera við sellóið sem gerði það að verkum að Sæunn gat á sínum tíma ekki hugsað sér að fást við neitt annað? „Það er kannski bara fyrst og fremst það sem er að finna í allri lifandi tónlist. Að vera með öðrum tónlistarmönnum í þessu andartaki. Að vera lifandi. Að vera að tjá sig um lífið og fólkið og allt það sem gefur lífinu gildi. Fyrir mér er þetta að vera inni í tónlist- inni og það er engu líkt.“ Sæunn segir að þessi tilfinning sé Það eru alltaf meiri fiðrildi í mér þegar ég er að spila hérna heima en það er alltaf miklu skemmtilegra Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari hefur á undanförnum árum komið fram sem einleikari með mörgum af þekktustu hljómsveitum heims, stofnað kammerhópinn Decoda og er rísandi stjarna í heimi klassískrar tónlistar. Sæunn er nýkomin heim frá LA en á sunnudaginn kemur hún fram á kammertónleikum í Hörpu. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari er nýkomin frá Bandaríkjunum en á sunnudaginn heldur hún tónleika í Hörpu. FréttABlAðið/Anton Brink eitthvað sem hún hverfi í raun algjör- lega inn í. „Já, þegar þetta virkar þá geri ég það. Maður finnur tilfinning- una þegar þetta er eins og það á að vera og maður þjálfar þetta. Þjálfar bæði hvernig er að vera inni í tónlist- inni og hvernig er að vera það ekki. Þetta þarf maður að þjálfa markvisst til þess að komast inn í tónlistina og geta gleymt sér í henni.“ komin á kortið Sæunn er nýkomin frá Los Angeles þar sem Reykjavik Festival, tónlist- arhátíð á vegum fílharmóníusveitar borgarinnar, þar sem íslenskri sam- tímatónlist af öllum gerðum voru gerð ákaflega góð skil. Hátíðin hlaut frábærar viðtökur, bæði hjá almenningi sem gagnrýnendum í mörgum af virtustu dagblöðum Bandaríkjanna. Sæunn segir að hátíðin hafi verið alveg einstök upplifun. „Þetta var alveg rosalega frábært. Alveg æðislegt að sjá alla þessa Íslendinga og alls konar tón- listarmenn. Það hefur líka verið að gaman að lesa alla þessa jákvæðu umfjöllun í miðlunum úti og ég er á því að þetta geri gríðarlega mikið fyrir íslenska tónlist. Í fyrsta lagi er magnað að þessari hátíð skuli hafi verið komið á og Daníel Bjarnason og aðrir sem að því hafa komið eiga mikinn heiður skilinn. Afrakstur- inn er líka sá að það er farið að taka eftir því sem er að gerast í tónlist á Íslandi. Þetta á stóran þátt í að koma okkur á kortið.“ Sæunn segir að hún hafi ekki aðeins haft ánægju af því að spila á hátíðinni heldur ekki síður að fara á aðra viðburði. „Ég reyndi svona að ná helstu tónleikunum enda kem ég ekki heim það oft. Það er gaman fyrir mig að heyra svona aðeins hvað er að gerast. Ég reyni að hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands á RÚV á fimmtudagskvöldum eins og ég get og það er ljómandi. En þess vegna var sérstaklega gaman fyrir mig að fá að heyra alla þessa íslensku tón- list í íslenskum flutningi.“ Alltaf sérstakt Á sunnudaginn verður Sæunn með tónleika í röðinni Sígildir sunnu- dagar í Norðurljósum Hörpu ásamt Angelu Draghicescu píanóleikara. Sæunn segir að óneitanlega verði þessir tónleikar gjörólíkir því sem hún hafi verið að gera í Los Angeles fyrir skömmu. „Þetta er aðeins öðru- vísi en í LA þar sem ég var að spila nýjan sellókonsert eftir Pál Ragnar Pálsson. Að þessu sinni eru þetta hefðbundnari tónleikar, selló og píanó, með Beethoven og förum svo meira inn í bæði ameríska tón- list með verki eftir William Bol- com sem við höfum báðar verið að vinna með í Bandaríkjunum en við spiluðum þetta einmitt í Carnegy Hall. Svo erum við með verk bæði frá Rúmeníu og Íslandi, Jón Nordal og svona hitt og þetta skemmtilegt.“ Sæunn er spennt fyrir tónleikun- um og segir að það sé alltaf gaman að koma heim og spila. „Já, þetta er alltaf heim og þetta er alltaf sér- stakt. Það er aldrei eins og að spila einhvers staðar annars staðar. Það eru alltaf aðeins fleiri fiðrildi í mér þegar ég er að fara að spila hérna heima en á sama tíma er það alltaf miklu skemmtilegra.“ MAður finnur tiLfinningunA ÞegAr ÞettA er einS og ÞAð á Að verA og MAður ÞjáLfAr ÞettA. ÞjáLfAr bæði Hvernig er Að verA inni í tónLiStinni og Hvernig er Að verA ÞAð ekki. ÞettA ÞArf MAður Að ÞjáLfA MArkviSSt tiL ÞeSS Að koMASt inn í tónLiStinA og getA gLeyMt Sér í Henni. 2 9 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r50 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 2 9 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 1 2 8 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 9 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C 2 -8 E 1 8 1 C C 2 -8 C D C 1 C C 2 -8 B A 0 1 C C 2 -8 A 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 2 8 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.