Svava - 01.07.1902, Qupperneq 32
28
SVAVA
[V, 1 ■
afl, efui. Það sama gildir og að vissu leyti um þjóðfé-
lagslífið og mentunarsöguna; þar ríkja einnig erfðaskoð-
anir, að maður ekki segi lileypidómar, sem enn eru órann-
sakað af hverju eru sprotnir; algerlega hugrænar skoð-
anir eru látnar gilda um vísindaleg auðkenni, fram-
kvæmdaröfl andlegu atriðanna þekkjast naumlega. Þetta
er þeim mun skaðlegra, sem hér er hein nauðsyn á hé-
giljulausri athugan, og það því fremur, sera séreðli ein-
staklingsins hefir rýmst svið, í trúarbrögðunum, því í
staðinn fyrir reglubundna framfór, ætla menn að blind
tilviljun ráði eins rniklu. Það er kominn tími til þess,
að vér látum áhrif mannþekkingariunar, mentunarsög-
unnar og þjóðfélagsfræðinnar, koma oss til þess að sleppa
þessari skaðlegu ímynduu, en gera oss far um að skoða
líka þessar vitranir sem afleiðingu meðfæddra breytinga,
er sprotnar eru af sálfræðilegri nauðsyn.
Vér skulntn í fám orðum greina frá helztu atriðun-
um í ritgerð höfundarins, sem fæst við að reyna að
sanna þetta, með því að rekja uppruna hjátrúarinnar og
þýðing hennar fyrir andlegt líf manna.
Með tilliti til binna merku sanninda, er nýja þrosk-
unarkenDÍngin fræðiv oss um, bvggist skoðun vor á rétt-
um grundvelli. Öll tilorðning, hvort lieldur á iífgæddu
cða ólífgæddu verksviði, lieldur áfram í óslitinni röð sér-