Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.11.2017, Qupperneq 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Guðmundur Steingrímsson Þeir Davíð og Geir eru vonandi síðustu móhíkanar kynslóðar íslenskra valdamanna sem gátu hagað málum eftir sínu höfði full- vissir um að þeir þyrftu aldrei að hlíta almennum leikreglum Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki brotið á Geir H. Haarde við málsmeðferð í máli Geirs fyrir landsdómi. Geir var dæmdur í landsdómi fyrir emb­ ættisafglöp í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Eftir situr nokkurt óbragð í munni varðandi hvernig staðið var að ákærunni á hendur Geir. Málatilbúnaður­ inn litaðist af pólitískum flokkadráttum. Margir hafa á tilfinningunni að samráðherrar Geirs í ríkisstjórn hafi sloppið af því að þeir framvísuðu réttu flokksskírteini. Málsmeðferðin mun alltaf varpa skugga á málalyktirnar. Geir var þrátt fyrir það sakfelldur. Sú staðreynd situr nú eftir, og hefur hlotið blessun Mannréttindadóm­ stólsins. Þessi vika hefur varla verið Geir H. Haarde sérstak­ lega þægileg. Fyrst birtist frægt símtal hans við Davíð Oddsson, þá seðlabankastjóra, en þar ákveða gamlir pólitískir samherjar að veita neyðarlán upp á 500 millj­ ónir evra til Kaupþings, þrátt fyrir að Davíð virtist þess fullviss að orð Kaupþingsmanna um að lánið fengist endurgreitt innan nokkurra daga væru ósannindi eða í besta falli óskhyggja. Símtalið er í versta falli sönnunargagn um refsivert brot samkvæmt nýlegri dómaframkvæmd, en í allra besta lagi ber hún vott um stjórnsýsluhætti sem ekki eiga að tíðkast. Auðvitað voru aðstæður fordæmalausar. En sú afsökun hefur ekki dugað öðrum mönnum frammi fyrir dómstólum. Vandséð er hvers vegna ekki gilda sömu lög fyrir alla. Stuðningsmenn Geirs hafa allt frá því dómurinn gekk gert lítið úr landsdómsmálinu. Hann hafi þar verið dæmdur fyrir að hafa ekki haldið fundargerðir, og það geti varla verið tilefni til svona mikils málatilbúnaðar. Getur hins vegar verið að í niðurstöðu Mannréttinda­ dómstólsins annars vegar, og símtalinu við Davíð hins vegar, birtist ákveðið stef? Ber hvort tveggja ekki vitnis­ burð um kæruleysisleg og óformleg vinnubrögð sem varla geta verið samboðin stjórnsýslu sem vill láta taka sig alvarlega? Vitaskuld er Geir ekki einn sekur um þetta. En sím­ talið og landsdómsmálið eru birtingarmynd tíma sem vonandi heyra sögunni til. Tíma þegar strákarnir settust niður og leystu málin á gamla mátann. Jafnvel þótt um væri að ræða gríðarlega mikilvæg málefni ríkisins sem snertu hvert einasta mannsbarn í landinu. Langsótt er að Mannréttindadómstóllinn í Stras­ bourg sýni gamaldags íslensku stjórnsýslufúski mikla meðvirkni. Þess vegna þurfti réttlætið sennilega að koma að utan. Þeir Davíð og Geir eru vonandi síðustu móhíkanar kynslóðar íslenskra valdamanna sem gátu hagað málum eftir sínu höfði fullvissir um að þeir þyrftu aldrei að hlíta almennum leikreglum. Sú staðreynd að annar er ritstjóri fornfrægs fjölmiðils og hinn gegnir einu eftirsóknarverðasta embættinu í íslenskri utanríkis­ þjónustu bendir þó til þess að tímarnir breytist hægt. Alltof hægt. Réttlæti að utan? Ég er bíófíkill. Mér finnst fátt betra en að hverfa inn í myrkur bíósalarins með popp og Pepsi, hverfa á vit hinna klikkuðustu ævintýra, drep­ fyndinna grínmynda eða hjartnæmra örlagasagna sem kalla fram frjókornaofnæmi. Ég dreg börnin mín með við hvert tækifæri. Undanfarið höfum við séð dálítið af ofurhetju­ og ævintýramyndum. Það gleður mig afskaplega að í þessum myndum, og í svo mörgum öðrum myndum líka, eru konur alltaf að verða meira og meira áberandi. Kona er aðalhetjan í Star Wars. Katness Everdeen byltir þjóðfélaginu í Hunger Games. Wonder Woman bjargar heiminum. Sama gildir um þær seríur í sjónvarpi sem við hjónin horfum á í sófanum heima. Konur eru í aðal­ hlutverki. Þegar Ellefu í Stranger Things reiðist er eins gott að verða ekki á vegi hennar. Hún stútar þér með hugarorkunni. Sveittar konur eru jafnsveittar í Walking Dead og sveittu karlarnar. Í Game of Thrones stjórna konur drekum. Tina Fey er fyndnust í heimi. Von um veröld Þegar ég sat í bíósal með börnunum á mánudaginn og horfði á Wonder Woman skipa Batman, Super­ man, Flash, Cyborg, Aquaman og þessum strákum fyrir verkum og á Amazónurnar berjast hetjulega við hinn ofurilla Steppenwolf þá varð ég beinlínis meyr í allri dramatíkinni. Mig langar einlæglega til þess að veröldin sé svona: Að konur og karlar standi jafnfætis. Að konur og karlar sigrist saman á ógnum heimsins. Mig langar að konur og karlar styðji hvert annað í fjölbreytileika sínum, styrkleikum og veikleikum. Mig langar að ójafnrétti sé ekki til. Af hverju í ósköpunum ættu konur að vera á einhvern hátt lægra settar en karlar? Ég skil það ekki. Er jörðin flöt? Ég á son og dóttur. Þau eru jöfn. Annað er ekki til umræðu. Bless dóni Ég held að tímarnir séu að breytast á stórkostlegan hátt. Réttlætið mun sigra. Dónakarlar fá nú á baukinn. Það er löngu tímabært að það sé varanlega hoggið í stein að allt dónatal og kynbundið virðingarleysi, kynbundin valdbeiting og perraskapur í garð kvenna líðst ekki lengur, hefur aldrei verið viðeigandi og má nú hverfa að eilífu úr okkar menningu. Verum lifandi, verum skotin, verum frjáls, gerum okkur að fíflum, reynum við, flörtum. Allt þetta má. Við erum mannleg. En ekki vera dónakarl. Sýndu virðingu. Virtu mörk. Ekki niðurlægja. Margt slæmt hefur horfið úr okkar kúltúr blessunarlega í gegnum tíðina og nú er komið að þessu. Einfalt mál Umræðan er eldfim. Karlar hafa líka mátt þola ýmis­ legt. Sumir vilja tala um það. Konur haga sér líka illa stundum. Aðrir vilja tala um það. Alhæfingin um að allir karlar verði að taka ábyrgð fer í taugarnar á ein­ hverjum. Menn falla í vörn. Þetta eru allt skiljanleg viðbrögð. En skítt með það. Hér er of mikið í húfi. Umræðan má ekki fara út um allar trissur. Nú gildir einfaldlega hið fornkveðna, að þeir taki þetta til sín sem eiga það. Og allir skulum við, herrar mínir, nota þetta kærkomna tækifæri til þess að líta í eigin barm, af ærinni og uppsafnaðri ástæðu: Er eitthvað sem ég get bætt í samskiptum við konur? Hef ég verið fáviti? Ef svo er, þá er málið einfalt: Ekki vera fáviti. Þetta gildir um okkur alla; mig, þig, pabbana, afana, synina, stjórnmálamennina, leikstjórana, prófess­ orana, dómarana, prestana, Superman, Aquaman, Cyborg og Flash. Batman káfar ekki á rassinum á Wonder Woman. Aldrei. Þau bjarga heiminum saman. Ef við föttum þetta ekki núna mun Ellefu stúta okkur með hugarorkunni. Wonder Woman - í Fríkirkjunni í Reykjavík. JólatónleikarMEÐ HELGUM HLJÓM Hátíðartónleikar til styrktar Kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild Landspítalans, 13E/G fimmtudaginn 7. desember kl. 12 Ásamt hljómsveit og kvennakórnum Concordia Miðasala á tix.is og við innganginn - Miðaverð 2500.- Auður Gunnarsdóttir, sópran Þorbjörn Rúnarsson, tenór Bjarni Thor Kristinsson, bassi 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -0 E 8 4 1 E 5 3 -0 D 4 8 1 E 5 3 -0 C 0 C 1 E 5 3 -0 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.