Fréttablaðið - 25.11.2017, Page 30

Fréttablaðið - 25.11.2017, Page 30
Frá því í byrjun vikunnar hafa konur í stjórnmál-um í öllum flokkum sagt frá kynferðislegri áreitni, misrétti og kvenfyrirlitn-ingu sem þær verða fyrir í starfi frá félögum sínum. Sögurnar lýsa menningu sem ljóst er að þarf að uppræta öllum til bóta og ræða á opinskáan máta. Unnur: Ég hef ekki skrifað neitt inn á þessa Facebook-síðu. Ég, eins og fjölmargar aðrar konur, á að baki sögur sem lýsa kvenfyrirlitningu eða fela í sér áreitni. Fyrst þegar við ræddum þetta í flokknum fannst okkur sem við hefðum ekki lent í neinu „alvarlegu“ en svo þegar við fórum að ræða betur saman sáum við ástæðu til að skrifa undir. Okkur finnst jafnalvarleg skilaboðin sem við fáum og lýsa fyrirlitningu og ýmislegt annað sem Áslaug Arna hefur komið inn á. Björt: Ég segi eins og Áslaug Arna, manni finnst það að ræða þessi mál geta veikt mann. Maður veit að þetta snýr að mönnum sem sitja fyrir framan mann á ríkisstjórnar- borðinu. Maður hugsar: Ég er svo sterk, ég get höndlað þetta. Ég veit að sendiboðinn er skotinn. Ég nenni ekki að standa í því. Ég þarf að velja mína slagi. En svo fæ ég djúpt sam- viskubit þegar ég hugsa um það að ég er ekki að ryðja brautina fyrir yngri konur. Þá líður mér illa yfir því að ég hafi ekki tekið slaginn. Unnur: Mér dettur í hug að ef að við höfum styrkinn í það þá ættum við oftar að tala við þann sem fer yfir mörkin. Segja mjög skýrt við viðkomandi að hann sé að fara yfir mörkin. Ég finn að í sumum til- fellum ef mörkin eru ekki skýr, þá hafa sumir ekki skilning á því hvað er rétt eða rangt. Því miður. Ég gæti til dæmis sagt: Ég vil að þú hættir að hringja í mig á kvöldin. Ef eitthvað slíkt truflaði mig. Á sama tíma og ég segi þetta, þá er það auðvitað ekki á okkar ábyrgð að stöðva áreitni. En ég held samt að það væri gott að efla bæði kynin í að ræða opinskátt um hvar mörkin liggja. Rósa: Pólitík er þess eðlis að maður þarf að brynja sig. Það eru alls konar áreiti og leiðinlegheit sem fylgja stjórnmálaþátttöku. Um leið og maður brynjar sig til að geta einbeitt sér að málefnum sínum þá leiðir maður hjá sér kynferðislega áreitni sem maður hefur orðið fyrir og segir við sig: Ég get alveg tekið þetta. Reynir að gera lítið úr henni og segir við sjálfa sig að viðkomandi karl sé fáviti og skipti ekki máli. Það sem svona átak leiðir í ljós er hins vegar að við getum ekki tekið þetta á okkur. Þegar þessu er safnað saman, þá mynd- gerist áreitnin, það rifjast upp alls konar hlutir sem eru fullkomlega óeðlilegir. Maður hefur alltaf afgreitt þennan kúltúr þannig að þetta sé nú skíturinn sem fylgir því að vera stjórn- málakona. Það hefur verið sagt við mig af ráðherra: Ég get ekki hlustað á þig þegar þú ert að halda ræðu heldur horfi bara á þig og hugsa með mér hvað þú sért nú sæt. Sami ráðherra hefur sagt mér að hann viti nú ýmis- legt um einkalíf mitt á þeim tíma sem ég var einstæð. Þetta eru dæmi um valdbeitingu og kvenfyrirlitningu sem við verðum fyrir og er algjörlega óásættanleg. Þetta er tæki, þar sem það er verið að búa til valdaójafnvægi. Skilaboðin eru þessi: Mundu það að þú ert nú kona sem átt að vera sæt og ég veit nú ýmislegt um þig. Heiða: Einhverjum finnst erfitt að við séum að ræða bæði misrétti, kvenfyrirlitningu og kynferðisof- beldi. En þetta er það kynjakerfi sem við búum í. Allt það sem við erum að ræða eru birtingarmyndir þess að karlar halda að þeir hafi ákveðin völd yfir líkömum kvenna. Þetta eru hlutir sem við þurfum að ræða. Mér finnst rétt að blanda saman vald- beitingunni og fyrirlitningunni. Þetta eru tvær hliðar á sama peningi. Það er síðan sérstaklega alvarlegt að þetta sé kúltúrinn í stjórnmálum því það er okkar lýðræðislega leið til að stjórna samfélaginu. Björt: Hún er líka umhugsunarverð staðan sem við stjórnmálakonur erum í. Um leið og maður tekur slag- inn er maður mögulega að útiloka gott starf á milli flokka í ráðum og nefndum sem gæti komið málefn- inu sem brennur á manni til góða. Maður þarf að velja sínar baráttur og þess vegna hef ég látið sumt slæda. Maður er kannski að berjast í því að ná markmiði sem skiptir samfélagið öllu máli og þá skiptir það mig engu máli að einhver kjáni sé í ruglinu og viti ekki betur. En ég er hugsi yfir þessu, samviskubitið situr eftir. Verð ég ekki að taka á þessu fyrir næstu konu? Konu sem hefur kannski ekki sama attitjúd og ég, eða hefur minni völd? Yngri? Og af hverju eru konur að detta úr stjórnmálum? Ég trúi því ekki að það sé eingöngu vegna þess að þær vilji bara eyða tíma sínum í eitthvað annað. Það er kannski væmið að segja það en ég á baráttukonu fyrir móður og ég á dóttur og þegar ég horfi á hana, þá hugsa ég stundum: Er ég að skilja þetta eftir fyrir hana? Unnur: Við verðum að laga þetta fyrir bæði dætur okkar og syni. Þau eiga ekki að fara í gegnum þetta sem við höfum látið viðgangast. Ég er ánægð með það að við séum farnar að tala um þetta. Það er auðveldara fyrir konur sem lenda í áreitni og fyrirlitningu í starfi að segja: Þetta er ekki í lagi! Rósa: Með því að lyfta lokinu er líka verið að draga mörk. Heiða: Áreitni og fyrirlitning slær konur út af laginu. Eins og gerðist þegar Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, fékk athugasemd frá samstarfsfélaga sínum á þingi, þingmanninum Brynjari Níelssyni. Svo gerðist það á pallborði núna í október fyrir kosn- ingar að það var karl að káfa á konu fyrir framan heilan menntaskóla! Unnur: Ef þetta væri núna, þá hefði hún kannski haft styrk til að segja: Af hverju ertu að káfa á mér fyrir framan allt þetta fólk? Björt: En ég held að fólk vanmeti að það þarf ótrúlegan kjark til að gera það og það hafa hann ekki allir. Þurfa ekki allir að hafa hann. Við þurfum ekki að bera ábyrgðina á þeim sem beitir áreitni eða ofbeldi. Rósa: Fyrir utan það að viðbrögðin eru alls konar. Maður getur frosið eða farið að hlæja jafnvel og konum líður ekki heldur vel með það, því þau viðbrögð eru notuð gegn þeim. Með því að setja mörk eflum við okkur í að bregðast við á „réttan“ hátt án þess þó að ég sé að varpa ábyrgðinni á konur sjálfar. Alls ekki. Heiða: En svo eru mörkin bara skýr. Gleymum því ekki. Þú káfar ekki á öðru fólki. Grípur ekki í brjóst, rass og kynfæri. Það er ekki eins og það sé eitthvað á gráu svæði eða að karlar viti ekki að þeir eigi ekki að gera það. Björt: Ég hef margoft lent í því að einhver tekur utan um mig, eða klappar mér á bak. Svo bara rennur höndin niður á rass! Heiða: Ó, ég hef sko líka lent í því. Ég hugsaði: Æi, ég er fædd 1971. Þetta hefur engin áhrif á þig. En það hefur áhrif, maður krumpast alveg inni í sér. Björt: Þú ferð fyrr úr partíinu. Nenn- ir þessu ekki. Ert ekki jafn áhugasöm um að taka þátt í viðburðum þar sem hætta er á  þessu rugli. Rósa: Skilaboðin eru að þú sem stjórnmálakona þarft bæði að brynja þig gegn leiðinlegu áreiti í stjórnmálavafstri og kynferðislegri Taka áhættu með því að stíga fram Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varafor- maður Samfylkingarinnar og stofnandi Facebook- hópsins Í skugga valdsins, Rósa Björk Brynjólfs- dóttir, þingmaður Vinstri grænna, Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, eru komnar saman í Ráðhúsi Reykjavíkur til að ræða sameiginlega reynslu íslenskra kvenna í stjórnmálum. Heiða Björg, Unnur Brá, Björt og Rósa í Ráðhúsi Reykjavíkur, komnar saman til skrafs og ráðagerða. FRéttaBlaðið/antonBRink Skilaboðin eru þeSSi: Mundu það að þú ert nú kona SeM átt að vera Sæt og ég veit nú ýMiS legt uM þig. Rósa Björk Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 3 -1 D 5 4 1 E 5 3 -1 C 1 8 1 E 5 3 -1 A D C 1 E 5 3 -1 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.