Fréttablaðið - 25.11.2017, Side 82

Fréttablaðið - 25.11.2017, Side 82
V ið hlið Landbúnaðar-safnsins, í stóru húsi á Hvanneyri, finnum við Ernir ljósmynd-ari Ullarselið, í ferð okkar um Borgar- fjörð. Höfðum áður ekið fram hjá skilti sem vísar veginn en utan á húsinu er ekkert sem bendir til að það geymi jafn hlýlegan varning og raun ber vitni. Við erum einu gestirnir þá stund sem við stöldr- um við og fáum því óskipta athygli Kristínar Gunnarsdóttur sem er við afgreiðslu og veitir okkur bæði visku og skemmtun. Eitt af því sem augað grípur í búðinni eru yrjóttar peysur, svolítið grófar og gríðarlega smart. Kristín reynist kunna að búa þær til. „Við prjónum þessar peysur úr bandi sem spunnið er beint upp úr kembu sem við kembum sjálf úr ullarreyfi. Þá er auðvelt að skella smá litum Handspunnið band skreytir sig sjálft „Ég hef alltaf verið eitthvað að prjóna frá því ég man eftir mér,“ segir Kristín. FrÉttablaðið/Ernir Þessi glæsilegi hrútshaus er nokkurs konar verndari setursins. Margs konar varningur er í hillum og á borðinu eru hnappeldur úr ull. Ullarmottur eru hlýlegar hvar sem er. Handspunna bandið er í ýmsum litum. Yrjótt og elegant. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ullarselið á Hvann- eyri er verslun með vandað íslenskt handverk og eins og nafnið bendir til á ullin þar heiðurs- sess. Kristín Gunn- arsdóttir, húsfreyja á Lundi, er meðal þeirra sem þar starfa, hún er tóvinnukona af guðs náð. inn í til að auka á fjölbreytileikann.“ Ertu lærð listakona? spyr ég and- aktug. „Nei, nei, ég geri þetta bara af fingrum fram. Hef alltaf verið að prjóna eitthvað, alveg frá því ég man eftir mér. Svo er þessi,“ segir hún og teygir sig í aðra peysu. „Ullin er af gráflekkóttri kind, spunnin beint úr reyfinu og ekkert kembd. Yfirleitt þarf lítið fyrir mynstrinu að hafa í handspunnu bandi, það skreytir sig alveg sjálft.“ Ullarselið er ekki bara verslun heldur líka ullariðja. Þar kemur fólk saman og kembir, spinnur, tvinnar og þæfir. Nærri dyrum eru áhöldin til vitnis, kambar, rokkar, snældur. Kristín kveðst taka fullan þátt í þeirri tóvinnu. „Svo hef ég verið að gera mottur úr hráull. Þær eru ofnar í nokkurs konar pinnavefstól,“ segir hún og sýnir hlýlegt ullarstykki. Sérstakar Borgarfjarðarpeysur hanga á slá, með fjórum mismun- andi mynstrum eftir Védísi Jóns- dóttur prjónahönnuð. Rjúpur, grá- gæs, heiðagæs og lax skreyta þær. Kristín segir slíkar peysur hvergi fást annars staðar. „Borgfirðingar eru alltaf að veiða og á því var byggt þegar þessar peysur voru hannaðar fyrir okkur,“ segir hún til skýringar. Myndarlegur hrútshaus vekur athygli uppi á vegg, með glæsilega hringuð horn. „Hann var notaður í auglýsingu, þessi höfðingi,“ segir Kristín brosandi. En nú vil ég vita eitthvað um Kristínu sjálfa. „Ég bý hér á bænum Lundi í Lundarreykjadal og hef búið þar síðan 1984. Kom austan úr Flóa, þar er ég fædd og uppalin. Á Skeggjastöðum í Flóa.“ Kynntist þú svo bóndasyni hér? spyr ég forvitin. „Já, ég fór í bænda- skólann á Hvanneyri. Byrjaði á því. Það varð að reyna að ná sér í ein- hvern sem ætti jörð! Gerir maður ekki svoleiðis? Það heppnaðist alveg!“ Vel gert. Ertu kannski fjárbóndi sjálf? „Já, kannski má segja það. Ég á ekki margar kindur en ég á nokkrar. Núna hefði ég eiginlega átt að vera að smala. Það fylgir því að vera landeigandi að smala landið sitt og það er auðvitað meira gaman að vera ekki bara að reka annarra manna kindur, heldur eiga nokkrar í hópnum. Þá sér maður annan til- gang. Svo kemur heldur ekkert vor nema að það sé sauðburður. Annars erum við kúabændur, ég og bóndi minn.“ Hún segist hafa alist upp við blandaðan búskap á Skeggjastöðum og á Lundi hafi verið um 300 ær þegar þau hjónin tóku við. „En við vildum heldur vera með mjólkur- framleiðsluna sem aðalbúgrein. Það var svolítið þannig.“ Kristín er í sjálfboðavinnu í Ullar- selinu. „Ég er bara hluti af þeim hópi sem heldur utan um þessa verslun. Við ráðum manneskju til að vera hér við afgreiðslu í fjóra mánuði á sumrin en svo skiptumst við á um að standa vaktina yfir veturinn því þá erum við bara með opið þrjá daga í viku, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga, frá eitt til fimm en við opnum líka fyrir hópum. Erum í mjög góðu samstarfi við Landbún- aðarsafnið, í rauninni seljum við inn á það safn og sinnum því vel, enda erum við í húsnæði þess. Þetta er svona eins og gott hjónaband. Hingað kemur fjöldi fólks og hér styður allt hvað annað, Ullarselið, Landbúnaðarsafnið, kirkjan og staðurinn í heild.“ 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 3 -0 E 8 4 1 E 5 3 -0 D 4 8 1 E 5 3 -0 C 0 C 1 E 5 3 -0 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.