Fréttablaðið - 25.11.2017, Page 106

Fréttablaðið - 25.11.2017, Page 106
Steinþór sat eitt sinn og drakk vatnsglas á meðan vinnufélagarnir röðuðu í sig kræsingum á veitingastað. Fréttablaðið/Vilhelm Ég dýrka að lesa um alls-konar heilsufár því að það er enginn algildur sannleikur í neinu af þessu en ég pikka oft út eitt og eitt hér og þar og mynda svona skemmtilegan fjölbreytileika. Ég var alltaf í 16:8, ósamfelldri föstu, sem ég er mjög hrifinn af en þetta breyttist eftir að ég sá heimildarmynd á BBC eftir Michael Mosley um föstur. Þá lang- aði mig að prófa lengri föstur. Síðan þá hef ég gert þetta mjög reglulega – allt frá þremur dögum upp í fimm, djúsföstur og fleira,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, áhugamaður um föstur, en þegar blaðamaður nær í hann er hann nýkominn úr vikulangri föstu. Læturðu sem sagt ekki neitt ofan í þig? „Mér finnst best að sleppa alveg öllu og vera bara í vatninu og kannski einstaka kaffibolla. Ég hef samt aldrei tekið eins langt eins og núna. Mér var reyndar ráðlagt að taka hreint BCAA duft og amínó- sýrur til að koma í veg fyrir vöðva- niðurbrot.“ Hvert er markmið þitt með þessu? „Markmiðið þannig séð er að ná að halda þetta út. Það er ekkert varð- andi þyngd – ég fór ekki á vigtina fyrir og eftir, þetta snýst ekkert um svoleiðis. Ég bara held, eftir að hafa lesið mjög mikið um þetta, að þetta sé gríðarlega gott fyrir hverja ein- ustu frumu líkamans og sálartetrið.“ Má þá kannski segja að þetta sé af trúarlegum ástæðum? „Já já, að ein- hverju leyti – það að reyna á sig og svona. Ég lifi líka tarna-lífi, maður vinnur í törnum og æsingi, þannig að mér finnst gott að kúpla mig út og róa mig niður. Þetta er þá mót- vægi við margt annað í lífinu. Hvernig leið þér á meðan á föstu stóð? „Fyrstu dagarnir eru alltaf erf- iðastir, sérstaklega þriðji dagurinn. Þú færð alltaf rosalegan hausverk því að þú ert búinn að vera að neita líkamanum um salt og kolvetni – hann er bara að öskra „hvað er í gangi? Gemmér dópið mitt?“ En þú þarft svolítið að komast yfir það og þá kemstu í svona „zen.“ Auðvitað er maður aðeins orkuminni og ég er ekkert að fara í ræktina að gera eitthvað rosa mikið. En ég fór alveg í ræktina fyrstu tvo dagana að gera styrktar- og teygjuæfingar og léttar æfingar með eigin þyngd án þess að það hefði brjáluð áhrif á mig. Á sunnudegi þegar ég var á sjötta degi var ég að gera bara mjög venjulega hluti – fara í IKEA og Rúmfata- lagerinn að kaupa kommóðu og setja hana saman.“ Þannig að þetta var ekkert svo hræðilegt? „Jú, þetta er það alveg pínu. Þetta er ekki fyrir hvern sem er. Ég myndi aldrei mæla með að neinn fari beint í sjö daga föstu. Ég hef verið að gera þetta nokkrum sinnum og tekið þetta lengra og lengra. Ég passa mig líka áður en ég byrja að borða létt dagana á undan og þegar ég hætti á mánudaginn fór ég ekkert að fá mér hamborgara. Ég fékk mér bara boozt. Fyrsta máltíðin var svo súpa og salat.“ Steinþór segir jákvæðar afleið- ingar vera til dæmis að húðin verður allt önnur, hann þjáist af asma sem varð betri og hann losnaði við verki sem hann hefur verið að kljást við í öxlinni. „Síðan verður allt rosalega „crisp“ – líkaminn fer að forgangsraða, hann hefur enga umframorku og er bara „jæja hvað er mikilvægast.“ Manni verður kalt á höndum og fótum því að líkaminn fer að eyða orku í að halda hita á mikilvægustu líffærunum. Sjón og heyrn verður skarpari og þú tekur eftir ákveðnum hlutum sem eru svolítið skemmti- legir. Verstu afleiðingarnar eru vandræði með svefn og þessi stöð- ugi hausverkur.“ Er einhver lærdómur sem þú dreg- ur af þessu? „Maður lærir að svengd er bara eitthvað sem kemur og fer. Maður heldur svolítið að ef maður er svangur þá verði maður að borða, annars fari líkaminn í fokk. Síðan er annað, það er að maður fer að sakna langmest félagslega hluta þess að borða – að plana það að borða, hitta einhvern að borða, borða með kær- ustunni, fá sér skemmtilegan bröns og fara í búðina að kaupa eitthvað næs. Ég fór í mat með vinnunni, sjö rétta mjög fínt og ég sat þarna með vatnsglas.“ Harvard birti í byrjun mánaðar grein þar sem fram kemur að fyrir því séu óyggjandi sannanir að föstur hafi mjög jákvæð áhrif á heilsu og langlífi fólks. Þetta sé í raun eini ein- staki þátturinn sem er hægt að segja að geti lengt líf fólks, þannig að það bendir ýmislegt til þess að Steinþór sé ekki alveg klikkaður. stefanthor@frettabladid.is Hvorki vott né þurrt í heila viku Steinþór Helgi Arnsteinsson hefur verið duglegur að prófa alls kyns föstur, hvort sem það eru djúsföstur eða ósam- felld fasta. Nú nýlega gekk hann þó alla leið og fastaði í heila viku án þess að neyta nokkurs nema vatns. maður fer að sakna langmest félags- lega Hluta þess að borða – að plana það að borða, Hitta einHvern að borða, borða með kærustunni, fá sér skemmtilegan bröns og fara í búðina að kaupa eittHvað næs. nokkrir frægir fastarar hippókrates „faðir læknis- fræðinnar“ terry Crews beyoncé hugh Jackman liv tyler 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r58 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð Lífið 2 5 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 3 -3 A F 4 1 E 5 3 -3 9 B 8 1 E 5 3 -3 8 7 C 1 E 5 3 -3 7 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.