Morgunblaðið - 10.06.2017, Side 33

Morgunblaðið - 10.06.2017, Side 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Norska skákmótið semhófst með pompi ogpragt í Stafangri í byrj-un vikunnar dregur til sín tíu af tólf stigahæstu skákmönn- um heims. Þegar það var upp- haflega kynnt lögðu skipuleggj- endur þess og stærsti styrktaraðili, norska fyrirtækið Altibox, áherslu á að ná saman öllum á topp tíu lista FIDE. Smávægilegar breytingar á elo-listanum sem birtur var í byrjun maí sl. og eru þær helstar að Aser- inn Mamedyarov hefur skotist upp í í 5. sæti og Kínverjinn Liren Ding situr í því tíunda. En það skiptir Norðmenn litlu máli; þeir eru hvort eð er allir að fylgjast með heims- meistaranum Magnúsi Carlsen sem þessa dagana skartar nýjum gler- augum, nýrri hárgreiðslu og hefur eignast kærustu, hina 22 ár gömlu Synn Christin Larsen. Mótshaldið hófst á mánudaginn með hraðskákmóti keppendanna en fimm efstu sætin þar tryggðu fleiri skákir með hvítu í aðalmótinu. Magnús var baneitraður og vann með yfirburðum, hlaut 7 ½ vinning af níu mögulegum en í 2. – 3. sæti komu Nakamura og Aronjan með 5 ½ v. hvor, Vachier-Lagrave varð fjórði með 5 vinninga og Kramnik náði 5. sæti á stigum. Hressileg barátta í hraðskákinni hefur svo vikið fyrir yfrið varfærn- islegri taflmennsku á aðalmótinu; í fyrstu þrem umferðunum hefur 13 skákum af 15 lokið með jafntefli. Nakamura og Kramnik eru efstir með 2 vinninga, síðan koma Magn- ús, So, Aronjan, Vachier-Lagrave, Caruana og Karjakin með 1 ½ vinn- ing en lestina reka Anand og Giri með 1 vinning. Enn á Magnús eftir að vinna skák og hefur gert jafntefli við So, Ca- ruana og Nakamura. Sá síðastnefndi hóf keppnina með því að vinna An- ish Giri sem sjaldan tapar en vendi- punkturinn kom í þessari stöðu: Nakamura – Giri Hollendingurinn hafði verið í varnarstöðu lengi og biskupinn virt- ist ofjarl riddarans en samt lék Naka… 48. Bxd7! Hxd7+ 49. Ke5 Kf7 50. Hb8! Svartur ræðst inn á b7 og a7- peðið fellur. Eftirleikurinn er auð- veldur. 50. … He7+ 51. Kd5 Kf6 52. Hb7 He5+ 53. Kd4 Ha5 54. Hxa7 f4 55. Kc4 Ha2 56. Kc5 h5 57. Ha8 Hc2 58. Kb6 Hb2+ 59. Kc5 Hc2+ 60. Kb6 Hb2+ 61. Ka7 Hxg2 62. Hb8 Hf2 63. Hb6+ Kg7 64. Kb7 Hxf3 65. a7 Ha3 66. Ha6 Hb3+ 67. Kc6 - og Giri gafst upp. Nakamura dregur enga dul á þá fyrirætlan sína að ná heimsmeist- aratitlinum úr hendi Magnúsar en árangur hans gegn Norðmanninum er slakur. En þegar á hólminn er komið þurfa fyrri viðureignir ekki að skipta neinu máli. Góðir fræði- menn voru fljótur að benda á nokk- urn skyldleika við einn frægasta leik Fischers frá lokaeinvígi áskor- endakeppninnar árið 1971 og hefur stundum verið tekinn sem dæmi um það hvernig koma má betri stöðu í verð með óvæntum uppskiptum: Buenos Aires 1971; 7. einvíg- isskák: Fischer – Petrosjan Það hafði margt fróðlegt gerst áð- ur en þessi staða kom upp. Ridd- arinn á c5 er greinilega mikill stólpagripur en án þess a depla auga lék Fischer … .. 22. Rxd7+! Hxd7 23. Hc1 Hd6 24. Hc7 Rd7 25. He2 g6 26. Kf2 h5 27. f4 h4? Petrosjan hefði betur sleppt þess- um leik en staðan var erfið. 28. Kf3 f5 29. Ke3 d4+ 30. Kd2 Rb6 31. Hee7 Rd5 32. Hf7+ Ke8 33. Hb7 Rxb4 34. Bc4! Það fór vel á því að uppáhalds- biskup Fischers ætti síðasta orðið. Petrosjan gafst upp. Hárgreiðsla heims- meistarans, gleraug- un og kærastan Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Einbeittur Magnús Carlsen að tafli í Stafangri. Bílar Árið 2004 hafði ég eftir góða endurhæf- ingu í Klúbbnum Geysi fengið starf í gegnum klúbbinn hjá Íslandsbanka, svo- kallað RTR-starf. Eftir svo sumarstarf í bankanum lá leiðin í Fjölbraut í Ármúla þar sem ég kláraði stúdentinn 2008. Mér fannst ég ótrúlega ungur skyndilega miðað við hve það að flosna upp úr framhaldskóla hafði setið þungt í mér. Á þessum tímapunkti kom aldrei til greina að snúa aftur í Klúbbinn Geysi þó ég væri í góðu sambandi. Háskólaárin hins vegar reyndust alger martröð og gaf ég drauminn upp á bátinn snemma árs 2014. Árið 2013 fór ég fyrst á end- urhæfingardeild LSH á Kleppi. Eftir endurhæfingu, ströggl og baráttu ákvað ég loks að snúa aft- ur í Klúbbinn Geysi í ársbyrjun 2016. Klúbburinn Geysir var eina úrræðið sem kom til greina en mig óraði ekki fyrir því hve skemmtilegt og ár- angursríkt það yrði. Ég tók virkan þátt í starfi klúbbsins. Ég skrifaði skjáfréttir, útbjó og stjórnaði þáttum fyrir Útvarp Geysi, og kom á fót námskeiðum um knattspyrnu og sögu. Meðal góðra manna sem komu í útvarpið voru Bjarni Fel. og Arnar Gunnlaugsson, meiriháttar upplifun og reynsla að eiga viðtal við þessar goðsagnir. Í Klúbbnum Geysi ríkir mann- auðsstefna þar sem horft er á styrkleika hvers og eins. Enginn tekur að sé verkefni sem hann er ekki tilbúinn að taka að sér á eig- in forsendum. Í því tilliti eru fé- lagar eigin herrar í Klúbbnum Geysi. Ég hef fengið gríðarlega mikið út úr námi sem ég hef átt kost á að stunda á háskólasviði. Þar er meðal annars lögfræði, sagnfræði og markaðshagfræði í Danmörku. Auk þess sem ég var tvö sumur í tungumálaskóla í Bretlandi. Í skóla hef ég lært og öðlast þekk- ingu, þrátt fyrir að hafa ekki út- skrifast. Svo lengi lærir sem lifir. Maðurinn finnur alltaf sjálfan sig á endanum og vinnur við það sem hugur hans stendur til. Þá veit ég ennfremur að Klúbburinn Geysir verður alltaf til staðar hvenær sem ég þarf á honum að halda. Í dag, laugardaginn 10. júní, er Geysisdagurinn haldinn í 6. sinn. Þennan dag komum við saman og eflum karnivalstemningu í Skip- holti 29. Tónlist, flóamarkaður, pizzuveisla og óvæntar uppá- komur. Allir velkomnir. Dyr opnast Eftir Kára Ragnars »Maðurinn finnur alltaf sjálfan sig á endanum og vinnur við það sem hugur hans stendur til. Kári Ragnars Höfundur er félagi í Klúbbnum Geysi. kgeysir@kgeysir.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI STÆRÐ FRÁ 360-550 L FARANGURSBOX Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Baðaðu þig í gæðunum Vandaðar vörur, gott verð og fjölbreytt úrval Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.