Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.2017, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2017 Norska skákmótið semhófst með pompi ogpragt í Stafangri í byrj-un vikunnar dregur til sín tíu af tólf stigahæstu skákmönn- um heims. Þegar það var upp- haflega kynnt lögðu skipuleggj- endur þess og stærsti styrktaraðili, norska fyrirtækið Altibox, áherslu á að ná saman öllum á topp tíu lista FIDE. Smávægilegar breytingar á elo-listanum sem birtur var í byrjun maí sl. og eru þær helstar að Aser- inn Mamedyarov hefur skotist upp í í 5. sæti og Kínverjinn Liren Ding situr í því tíunda. En það skiptir Norðmenn litlu máli; þeir eru hvort eð er allir að fylgjast með heims- meistaranum Magnúsi Carlsen sem þessa dagana skartar nýjum gler- augum, nýrri hárgreiðslu og hefur eignast kærustu, hina 22 ár gömlu Synn Christin Larsen. Mótshaldið hófst á mánudaginn með hraðskákmóti keppendanna en fimm efstu sætin þar tryggðu fleiri skákir með hvítu í aðalmótinu. Magnús var baneitraður og vann með yfirburðum, hlaut 7 ½ vinning af níu mögulegum en í 2. – 3. sæti komu Nakamura og Aronjan með 5 ½ v. hvor, Vachier-Lagrave varð fjórði með 5 vinninga og Kramnik náði 5. sæti á stigum. Hressileg barátta í hraðskákinni hefur svo vikið fyrir yfrið varfærn- islegri taflmennsku á aðalmótinu; í fyrstu þrem umferðunum hefur 13 skákum af 15 lokið með jafntefli. Nakamura og Kramnik eru efstir með 2 vinninga, síðan koma Magn- ús, So, Aronjan, Vachier-Lagrave, Caruana og Karjakin með 1 ½ vinn- ing en lestina reka Anand og Giri með 1 vinning. Enn á Magnús eftir að vinna skák og hefur gert jafntefli við So, Ca- ruana og Nakamura. Sá síðastnefndi hóf keppnina með því að vinna An- ish Giri sem sjaldan tapar en vendi- punkturinn kom í þessari stöðu: Nakamura – Giri Hollendingurinn hafði verið í varnarstöðu lengi og biskupinn virt- ist ofjarl riddarans en samt lék Naka… 48. Bxd7! Hxd7+ 49. Ke5 Kf7 50. Hb8! Svartur ræðst inn á b7 og a7- peðið fellur. Eftirleikurinn er auð- veldur. 50. … He7+ 51. Kd5 Kf6 52. Hb7 He5+ 53. Kd4 Ha5 54. Hxa7 f4 55. Kc4 Ha2 56. Kc5 h5 57. Ha8 Hc2 58. Kb6 Hb2+ 59. Kc5 Hc2+ 60. Kb6 Hb2+ 61. Ka7 Hxg2 62. Hb8 Hf2 63. Hb6+ Kg7 64. Kb7 Hxf3 65. a7 Ha3 66. Ha6 Hb3+ 67. Kc6 - og Giri gafst upp. Nakamura dregur enga dul á þá fyrirætlan sína að ná heimsmeist- aratitlinum úr hendi Magnúsar en árangur hans gegn Norðmanninum er slakur. En þegar á hólminn er komið þurfa fyrri viðureignir ekki að skipta neinu máli. Góðir fræði- menn voru fljótur að benda á nokk- urn skyldleika við einn frægasta leik Fischers frá lokaeinvígi áskor- endakeppninnar árið 1971 og hefur stundum verið tekinn sem dæmi um það hvernig koma má betri stöðu í verð með óvæntum uppskiptum: Buenos Aires 1971; 7. einvíg- isskák: Fischer – Petrosjan Það hafði margt fróðlegt gerst áð- ur en þessi staða kom upp. Ridd- arinn á c5 er greinilega mikill stólpagripur en án þess a depla auga lék Fischer … .. 22. Rxd7+! Hxd7 23. Hc1 Hd6 24. Hc7 Rd7 25. He2 g6 26. Kf2 h5 27. f4 h4? Petrosjan hefði betur sleppt þess- um leik en staðan var erfið. 28. Kf3 f5 29. Ke3 d4+ 30. Kd2 Rb6 31. Hee7 Rd5 32. Hf7+ Ke8 33. Hb7 Rxb4 34. Bc4! Það fór vel á því að uppáhalds- biskup Fischers ætti síðasta orðið. Petrosjan gafst upp. Hárgreiðsla heims- meistarans, gleraug- un og kærastan Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Einbeittur Magnús Carlsen að tafli í Stafangri. Bílar Árið 2004 hafði ég eftir góða endurhæf- ingu í Klúbbnum Geysi fengið starf í gegnum klúbbinn hjá Íslandsbanka, svo- kallað RTR-starf. Eftir svo sumarstarf í bankanum lá leiðin í Fjölbraut í Ármúla þar sem ég kláraði stúdentinn 2008. Mér fannst ég ótrúlega ungur skyndilega miðað við hve það að flosna upp úr framhaldskóla hafði setið þungt í mér. Á þessum tímapunkti kom aldrei til greina að snúa aftur í Klúbbinn Geysi þó ég væri í góðu sambandi. Háskólaárin hins vegar reyndust alger martröð og gaf ég drauminn upp á bátinn snemma árs 2014. Árið 2013 fór ég fyrst á end- urhæfingardeild LSH á Kleppi. Eftir endurhæfingu, ströggl og baráttu ákvað ég loks að snúa aft- ur í Klúbbinn Geysi í ársbyrjun 2016. Klúbburinn Geysir var eina úrræðið sem kom til greina en mig óraði ekki fyrir því hve skemmtilegt og ár- angursríkt það yrði. Ég tók virkan þátt í starfi klúbbsins. Ég skrifaði skjáfréttir, útbjó og stjórnaði þáttum fyrir Útvarp Geysi, og kom á fót námskeiðum um knattspyrnu og sögu. Meðal góðra manna sem komu í útvarpið voru Bjarni Fel. og Arnar Gunnlaugsson, meiriháttar upplifun og reynsla að eiga viðtal við þessar goðsagnir. Í Klúbbnum Geysi ríkir mann- auðsstefna þar sem horft er á styrkleika hvers og eins. Enginn tekur að sé verkefni sem hann er ekki tilbúinn að taka að sér á eig- in forsendum. Í því tilliti eru fé- lagar eigin herrar í Klúbbnum Geysi. Ég hef fengið gríðarlega mikið út úr námi sem ég hef átt kost á að stunda á háskólasviði. Þar er meðal annars lögfræði, sagnfræði og markaðshagfræði í Danmörku. Auk þess sem ég var tvö sumur í tungumálaskóla í Bretlandi. Í skóla hef ég lært og öðlast þekk- ingu, þrátt fyrir að hafa ekki út- skrifast. Svo lengi lærir sem lifir. Maðurinn finnur alltaf sjálfan sig á endanum og vinnur við það sem hugur hans stendur til. Þá veit ég ennfremur að Klúbburinn Geysir verður alltaf til staðar hvenær sem ég þarf á honum að halda. Í dag, laugardaginn 10. júní, er Geysisdagurinn haldinn í 6. sinn. Þennan dag komum við saman og eflum karnivalstemningu í Skip- holti 29. Tónlist, flóamarkaður, pizzuveisla og óvæntar uppá- komur. Allir velkomnir. Dyr opnast Eftir Kára Ragnars »Maðurinn finnur alltaf sjálfan sig á endanum og vinnur við það sem hugur hans stendur til. Kári Ragnars Höfundur er félagi í Klúbbnum Geysi. kgeysir@kgeysir.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI STÆRÐ FRÁ 360-550 L FARANGURSBOX Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Baðaðu þig í gæðunum Vandaðar vörur, gott verð og fjölbreytt úrval Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.