Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Síða 8
8 20. apríl 2018fréttir - viðtal „TvíeflisT við allT móTlæTi“ Sveinbjörg Birna leiðir nýjan lista í Reykjavík S veinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, sem setið hefur sem óháður borgar- fulltrúi eftir að hún hætti í Framsókn og flugvallarvinum, hefur ákveðið að bjóða sig fram undir nýjum merkjum fyrir kom- andi borgarstjórnarkosningar. Það yrði þá fimmtánda framboð- ið í borginni, en framboðið hefur ekki enn hlotið nafn. „Það voru uppi ákveðn- ar vangaveltur með nafnið. Það komu auðvitað hugmyndir um Óháðir og flugvallarvinir sem mér fannst frekar klént,“ seg- ir Sveinbjörg og hlær. „Stung- ið var upp á Reykjavík er okkar. Ég hafði samband við MC Gauta út af því og hann var frekar ef- ins með það, sem ég skil nú al- veg. En þetta skýrist allt á næstu dögum, Borgin okkar, Reykjavík, kemur vel til greina,“ segir Svein- björg sem mun kynna frambjóð- endurna í fyrstu 10–15 sætunum í næstu viku. Fjöldi framboðstilboða Sveinbjörg segist ekki hafa leit- að sjálf til annarra framboða, en þó hafi Frelsisflokkurinn, Ís- lenska þjóðfylkingin og aðrir haft samband við hana að fyrra bragði: „Sjálf leitaðist ég ekki eft- ir framboði hjá neinum öðrum flokki, nei. En það höfðu margir samband við mig, þar á meðal Flokkur fólksins og fleiri flokk- ar. Forystumenn innan Fram- sóknarflokksins spurðu hvort ég vildi ganga aftur í flokkinn. Þá höfðu menn í Sjálfstæðis- flokknum samband við mig, en mér sýnist að þeir muni ekki ná því flugi sem þeir vonuðust eft- ir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur horfið frá sinni gömlu stefnu og slagorði, „Stétt með stétt“.  Svein- björg segir hið nýja framboð vera íhaldssamt hægri framboð: „Ég myndi staðsetja það til hægri, já. Ég styð einstaklingsframtak- ið og vil að fólk fái að njóta þeirr- ar uppskeru sem það sáir. En að sama skapi vil ég öflugt kerfi sem grípur þá er minna mega sín. Ég vil hins vegar ekki algera einkavæðingu í heilbrigðis- og skólakerfinu, heldur vil ég geta átt val þar um.“ Háleit markmið „Ég geri mér vonir um að ná inn þremur mönnum. Munurinn á þessu framboði og því síðasta hjá mér er að nú get ég lagt alla þá vinnu sem ég hef unnið síð- astliðin fjögur ár í dóm kjósenda. Það er nefnilega alveg ljóst hverj- ir hafa haldið uppi gagnrýni á meirihlutann í borginni á þessu kjörtímabili, það er ég og Guð- finna Jóhanna. Það hafa Sjálf- stæðismenn ekki gert, svo mikið er víst. Þeir fóru strax undir pils- faldinn hjá Degi borgarstjóra um leið og hann lofaði að styðja Hall- dór Halldórsson til formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Enda vorum við ekki tilbúin að gera samkomulag með þeim í upphafi síðasta kjörtímabils um að veita meirihlutanum and- stöðu.“ Nýjar lausnir í samgöngumálum Sveinbjörg segist brenna fyrir fjölmörgum málum sem þurfi að taka á í borginni: „Ef ég væri að sækjast eftir þægilegri innivinnu hefði ég ekki sagt mig úr Fram- sóknarflokknum því með því að vera óháður borgarfulltrúi lækk- uðu laun mín úr rúmlega 900 þús- undum á mánuði í 380 þúsund. Mér fannst ég hins vegar skulda mínum kjósendum að bjóða mig fram aftur, enda mörg mál sem ég brenn fyrir í borginni.“ En hvaða mál skyldu það vera? „Ábyrg fjár- málastjórn, markviss sýn í skóla- og húsnæðismálum, raunhæf- ar lausnir í samgöngumálum og standa vörð um flugvöllinn. Ég vil hefja samtal við stærstu vinnustaðina, t.d. um að breyta vaktafyrirkomulagi Landspítal- ans og upphafi kennslutíma Há- skóla Íslands, til að dreifa um- ferðarálaginu betur. Samkvæmt flæðisgreiningum myndi nú- verandi gatnakerfi standa und- ir sér næstu 10–15 árin ef ráðist yrði í slíkar breytingar og á með- an gætum við greitt niður skuldir og safnað í sjóði til að hugmyndir eins og Borgarlína og Miklabraut í stokk séu raunhæfari.“ Umdeild hitamál Sveinbjörg hefur vakið athygli fyrir ýmis umdeild mál sem hafa klofið þjóðina. Að undan- förnu hefur hún barist fyrir því að nemendum verði bannað að vera með snjallsíma í skólastof- um sem er þó frekar léttvægt þegar moskumálið og ummæli hennar um að Reykjavíkurborg sæti uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda sem kæmu inn í skólakerfið í stuttan tíma, eru höfð til hliðsjónar. Hún segir ummæli sín um „sokkinn kostnað“ hafa verið mistúlkuð á alla vegu: „Það sem ég átti við var að sveitarfélögin fengju ekki fjármagn frá ríkinu til að greiða fyrir skólagöngu barna hælisleit- enda ólíkt því sem á við um hús- næðiskostnað, dagpeninga og strætókort, sem ríkið endur- greiðir sveitarfélögunum. Allt nema kostnaðinn við skólakerf- ið. Það er það sem ég gagnrýndi. Gagnrýni mín leiddi til þess að í janúar samþykkti skóla- og frí- stundasvið Reykjavíkurborgar að hefja samtal við ríkið um þetta og er þetta komið inn í stefnuna hjá þeim sem samþykkt var um daginn.“ Aðspurð út í moskumál- ið segir Sveinbjörg: „Ég er enn þeirrar skoðunar að sveitarfé- lög eigi ekki að gefa lóðir til trú- félaga, en lögum samkvæmt eiga þau aðeins að gefa lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Ég tel að það eigi að afturkalla lóðarút- hlutunina, sérstaklega þegar litið er til þess að engar framkvæmd- ir eru hafnar á lóðinni, þrátt fyrir að liðin séu fimm ár frá því henni var úthlutað.“ Segist höfða til breiðs hóps „Það er búið að manna nán- ast allan listann. Þetta er auðvit- að heilmikil vinna og 90% þeirra sem ég hef talað við hafa sagt þetta óvinnandi verk, en ég tví- eflist við allt mótlæti,“ segir Svein- björg. En til hverra höfðar Svein- björg, hverjir eru það sem munu kjósa hana? „Ég tel mig höfða til breiðs hóps fólks sem vill skyn- sama rödd í borgarstjórn.  Ég höfða til hóps Framsóknar- og Sjálfstæðismanna sem sveiflast á milli flokka, einnig hægri-krata sem finna sér ekki farveg í Sam- fylkingunni og eru kenndir við arm Jóns Baldvins. Þá finnst mér ég einnig fá meðbyr frá framsýnu ungu fólki,“ segir Sveinbjörg að lokum. n Trausti Salvar Kristjánsson ritstjorn@dv.is „Ég geri mér vonir um að ná inn þremur mönnum. M y N d H a N N a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.