Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Side 20
20 umræða Sandkorn 20. apríl 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Áslaug í læstri hliðarlegu Heyrst hefur að nú sé uppi fótur og fit innan Sjálfstæðis- flokksins. Ku forysta flokksins vera harmi slegin og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Allt er sagt á suðupunkti og Bjarni Bene- diktsson hafi ekki undan við að slökkva elda og hughreysta tár- vota innmúraða og innvígða. Uppnámið er þó ekki rakið til niðurstaðna kannana í Reykja- vík fyrir næstkomandi borgar- stjórnarkosningar, eða að kosn- ingaloforð Eyþórs Arnalds um að veita 70 ára og eldri undanþágu frá fasteignasköttum brjóti í bága við lög, eða þess að nýr bæjarmálalisti ógni flokknum í Vestmannaeyjum. Nei, neyðarástandið ku vera komið til vegna þess að nú á að fara að banna humarveiðar. Sagt er að Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir, ritari flokksins, hafi orðið að leggjast í læsta hliðar- legu er hún heyrði af mögu- legu humarbanni, þar sem hún hefði þá ekkert til að borða með hvítvíninu sínu. Hringt í Þór Saari Ef hægt væri að hringja aftur í tímann þá yrði það án efa mik- il skemmtun að hringja í Þór Saari árið 2009. Það væri mjög forvitnilegt að heyra hvað Þór myndi segja um að eftir níu ár yrði hann búinn að hætta í Borg- arahreyfingunni, ganga til liðs við Hreyfinguna, hætta í Hreyf- ingunni, ganga til liðs við Dögun, hætta í Dögun, ganga til liðs við Pírata, dásama Pírata, hætta svo í flokknum vegna þess að Pírat- ar vilja ekki gefa honum bitling og ganga svo loks til liðs við Sós- íalistaflokk Íslands. Líklegast myndi  Þór, árgerð 2009, skella á. Gamla Ísland Þ egar ég sé íslenskt myndefni frá sjöunda, átt- unda og jafnvel níunda áratug síðustu aldar tek ég ávallt eftir einhverri áru sem svíf- ur yfir öllu. Þetta er ekki vegna ófullkominnar upptökutækni þess tíma. Það eru svipirnir á fólkinu, hvað það segir og hvað það seg- ir ekki, sem valda þessu. Ég get nefnt sem dæmi hina frábæru heimildarmynd Reyni sterka  sem inniheldur mikið af myndefni frá þessum tíma. Þar sér maður bein- línis möru alkóhólisma, heimilis- ofbeldis, kynferðisofbeldis, skorts og kúgunar liggja yfir öllu þjóðfé- laginu. Í einlægu viðtali DV við Gunn- ar Smára Egilsson, fyrrverandi rit- stjóra, lýsir hann hvernig það var að alast upp við alkóhólisma og fátækt. Hvernig einstæð móðir hans með fjögur börn á sínu fram- færi tók allt á hnefann og afþakk- aði hjálp af einskæru stolti. Það mátti ekki tala um þetta frekar en önnur áföll fólks í lífinu. Það sem fékk hins vegar mest á mig var að heyra hvernig full- orðið fólk brást við þegar hinn átta ára gamli Gunnar Smári reyndi að drösla áfengisdauðum föður sín- um út úr bíósal og upp í leigubíl. Þá sá hann fyrirlitninguna skína úr augum þeirra sem hann biðlaði til um hjálp. Enginn sýndi barni í miklum vanda minnstu hlýju eða vinarþel. Svona var gamla Ísland. Menn lömdu eiginkonur sínar og stund- um börnin, drukku frá sér allt vit og peninga, samkynhneigðir hírð- ust í skápum sínum í þunglyndi og skömm, lesblind börn voru sett í tossabekki og börn með athyglis- brest á uppeldisheimili úti á landi þar sem einhverjir öfuguggar fengu að níðast á þeim. Og enginn sagði neitt. Ef konu var nauðgað, sagði hún ekki neitt. Ef ungur maður glímdi við þunglyndi, sagði hann ekki neitt. Ef foreldrar misstu börnin sín í hræðilegu slysi, sögðu þau ekki neitt. Þetta var þjóðfélag sem var algerlega vanhæft til að tak- ast á við þau vandamál sem fólk var að glíma við, og það var nóg af þeim. Hin alltumlykjandi þrúg- andi þögn og dómharka kæfði allt. Í dag eru til öfl sem vilja hverfa aftur til þessa tíma. Sem emja og óa í hvert skipti sem einhver lýs- ir reynslu sinni. Í hvert skipti sem minnihluta- eða undirmálshóp- ur nær einhverjum gagnlegum áfanga í baráttu sinni. Í hvert skipti sem gömlum kerfum er breytt til að mæta þörfum allra. Í hvert skipti sem brotnar örlítið úr gamla Íslandi. Þessi viðhorf heyrast í al- mennri umræðu, í athugasemda- kerfum, í útvarpi og meira að segja í stjórnmálunum. En ég spyr þá: Myndi þetta fólk vilja stíga skrefið til fulls aftur inn í þennan tíma? Ekki ég. Ég er sáttur við að búa í „kerlingavæddum heimi“ þar sem börn fá rétta lyfja- gjöf við vandamálum sínum, þar sem syrgjandi fólk fær áfallahjálp og þar sem hommar geta farið áhyggjulausir í sleik úti á götu. n „Ég er sáttur við að búa í „kerlingar- væddum heimi“ þar sem börn fá rétta lyfjagjöf, þar sem syrgjandi fólk fær áfallahjálp og þar sem hommar geta farið áhyggjulasuir í sleik úti á götu Leiðari Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Spurning vikunnar Á Ísland að vera í NATO? „Ég er ekki búin að mynda mér sterka skoðun á því.“ Birta Brynjarsdóttir „Já. Mér finnst það vera öryggisatriði fyrir land og þjóð.“ Klara Jóhannesdóttir „Já, til langs tíma litið er líklega betra að vera í NATO.“ Eyþór Máni Steinarsson „Að sjálfsögðu. Það er öryggi í því.“ Hreinn Halldórsson Sindra Hött skulu þeir aldrei finna! S varthöfði er dálítið veik- ur fyrir litla manninum sem berst við yfirvaldið, hvort sem það er Hrói Höttur, Logi Geimgengill, Luton Town eða Sindri Þór Stefánsson strokufangi. Hefur Svarthöfði staðið sjálfan sig að því að söngla lagið úr The Great Escape við að lesa fregnir af flótta Sindra Þórs, manns sem hefur þá einu ósk að vera ekki í fangelsi. Sindri Þór er Hrói Höttur okk- ar tíma, hann á að hafa stolið græjum sem höfðu þann eina til- gang að búa til peninga fyrir þá sem eiga nóg fyrir, plús nokkur innbrot en það er ekkert sem rík tryggingafélög hljóta að geta tek- ið á sig. Saga Sindra Hattar er um margt ótrúleg, hann var hneppt- ur í gæsluvarðhald en lék á fóget- ann sem setti hann ekki í nógu rammgerða dýflissu. Reyndar var um opna nýtískudýflissu að ræða, en hvað um það. Á meðan fangavörður fóget- ans var að spila kapal og hafa áhyggjur af öðrum strokufanga, náði Sindri Höttur með hjálp Litla Jóns að komast um borð í freigátu Katrínar Íslandsdrottn- ingar á leið til Svíalands. Í Svía- landi er gott að vera, dalahestar, Emil í Kattholti og múslimar. Þar er örugglega huggulegur Skíris- skógur þar sem Sindri Höttur getur byggt sér kofa uppi í tré. Sindri Höttur er ekki hættu- legur, eina ástæða þess að fóget- inn vill ná honum er ævintýra- legt rán á 600 tölvum. Rán sem er meira í ætt við Ocean‘s El- even-myndirnar en nokkurn tímann íslenskt smákrimma- vesen. Tóki munkur var að vinna hjá Securitas og þurfti bara að hleypa honum inn í peningaverksmiðjuna. Tölv- unar hafa aldrei fundist en Sindra Hetti tókst að leika á menn fógeta með dular- fullum hnitum hinum megin á landinu, eins konar fjársjóðskort. Sér Svarthöfði það kristaltært fyr- ir sér að á meðan yfirvöld eru að grafa eftir fjársjóðnum sé Sindri Höttur mættur í Skíris- skóg í Svíalandi með fram- lengingarsnúru, tilbúinn að búa til peninga fyrir fá- tæka fólkið. Svarthöfði von- ar innilega að sagan endi vel og menn fógeta finni hann aldrei. n Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.