Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Page 22
22 fólk - viðtal 20. apríl 2018 „Ég ætlaði ekki að verða eins og pabbi, sem var fyllibytta á mörkunum við að vera róni“ G unnar Smári er fæddur í Hafnarfirði árið 1961 þegar fjölskyldan átti heima á Krosseyrarvegi. Hann er yngstur fjögurra sona, hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Egils Hansen. Vinir og kunningj- ar nota yfirleitt seinna nafnið og höldum okkur við það í þessari frásögn. Fjölskylda Smára flutti á Sólberg í Garðahreppi og síðan á Seljaveginn í Reykjavík. Guðrún og Egill skildu þegar Smári var fimm ára og fluttist Guðrún áfram með synina milli íbúða næstu árin. Fyrst á Tjarnarstíg á Sel- tjarnarnesi, í Ljósheima 12 og síð- an á númer 8 við sömu götu uns þau fengu loksins verkamanna- íbúð í Unufelli þegar Smári var tólf ára. „Þú sérð hvernig það var að vera á leigumarkaði á þessum árum,“ segir hann. „Ég hafði átt heima á sjö stöðum þegar ég var tólf ára.“ „Pabbi var mikill alkóhólisti og mamma var af fyrstu kynslóð kvenna sem skildi við fulla kall- inn. Fram að því neyddust kon- ur til að hanga áfram í sambönd- um með alkóhólistanum. Ég var slysabarn og fæddist í raun eftir að þau hefðu átt að vera skilin.“ Telur Smári að fæðing hans hafi líklega frestað skilnaði foreldra hans um fjögur eða fimm ár. „Pabbi drakk fyrir allan pening heimilisins og þetta olli mömmu og bræðrum mínum miklu álagi,“ heldur Smári áfram. „Sjálfur man ég lítið eftir þeim saman því mamma fór með okkur af heimil- inu þegar ég var lítill. Mér finnst ég í raun hafa sloppið nokkuð vel frá alkóhólisma pabba. Hann mótaði meira æsku bræðra minna.“ Beitti hann ofbeldi þegar hann drakk? „Nei, hann gerði það ekki en hann réði ekki við sig. Ég man fyrst eftir honum drukknum á að- fangadag þegar ég var þriggja eða fjögurra ára gamall. Þá datt hann á jólatréð. Á gamlárskvöld datt hann með rakettu sem flaug und- ir nærliggjandi bíla. Síðan man ég eftir að mamma fór með okkur inn í herbergi, lokaði og beið eftir að hann færi af heimilinu.“ Fyrirlitning og skömm Eftir að Egill og Guðrún skildu reyndi Egill að sinna hlutverki sínu sem helgarpabbi áður en það hugtak var búið til. En Eg- ill var langt leiddur drykkjumað- ur og réð ekki við fíknina. Þess- ar minningar lifa enn mjög sterkt með Smára. „Hann drakk þegar við fórum í bíó, á leiki í Laugardalshöllinni eða í skemmtiferðir út í Viðey. Hann drapst þá áfengisdauða og ég þurfti að biðja dyraverði um að aðstoða mig við að koma honum heim, átta, níu eða tíu ára gamall.“ Kveiðstu fyrir þessum heim- sóknum? „Nei. Þetta er eins og með aðra sjúkdóma. Ég sem barn var að bíða eftir því að rétti pabbi kæmi en varð svo alltaf fyrir vonbrigðum. Það er hægt að bera þetta saman við Alzheimer. Maður er nálægt manneskjunni en saknar hennar samt. Þú elskar þann sem er ein- hvers staðar falinn inni í sjúkdóminum.“ Smári segist hafa fund- ið fyrir mikilli skömm sem barn, bæði vegna fátækt- ar sem og drykkju föð- ur síns. Þá hafi viðbrögð samfélagsins ekki hjálpað til við að skila skömminni þangað sem hún átti heima. Ró- lega en með þungri áherslu segir hann: „Ég man vel eftir fyrirlitn- ingunni frá hópnum. Sérstaklega þegar ég var einn með föður mín- um. Enginn bauðst til að hjálpa að fyrra bragði og enginn sýndi samkennd því fólk var hrætt við að tengjast þessu. Fullorðið fólk dæsti þegar það sá mig burðast með hann og sýndi enga hlýju.“ Hvernig komu önnur börn fram við þig? „Mér var ekki strítt eða lagður í einelti. Börn sem eru í þessum aðstæðum finna oft önnur í sam- bærilegri stöðu. Hvort sem það er alkóhólismi á heimilinu, geð- raskanir, fátækt eða fatlanir. Börn finna önnur börn sem skilja stöð- una og geta haldið aftur af fyrir- litningunni. Án undantekninga voru allir vinir mínir börn alkó- hólista. Við ræddum ekki vand- ann en skildum hver annan og dæmdum ekki.“ Mamma of stolt til að þiggja hjálp Alkóhólisminn og skilnaður- inn dró fjölskyldu Smára niður í djúpa fátækt. Fyrir skilnaðinn var Egill stopult í vinnu og drykkjan kostaði sitt og eftir skilnaðinn bjó Guðrún ein með synina fjóra. All- ar forsendur hennar fyrir góðu og innihaldsríku lífi voru brotnar en stolt olli því að hún veigraði sér við því að biðja um hjálp. „Ég man eftir henni að afþakka aðstoð frá afa. Svo vann hún myrkr- anna á milli og ég fór með henni þar sem það var engin barna- gæsla. Þegar ég var fimm ára vann hún í bakaríi Jóns Símonarsonar og ég raðaði þar snúðum í hillur og var handlangari hjá sendibíl- stjóranum, honum Magna,“ segir Smári og bætir við að hann þyrfti helst að hafa uppi á honum til að þakka honum fyrir að taka þátt í að ala hann upp. „Þegar ég var níu ára vann ég með mömmu í efna- laug, pressaði jakka og afgreiddi viðskiptavini. En ég slapp nokkuð vel. Elsti bróðir minn var farinn að vinna fyrir fjölskyldunni í saltfiski tólf ára.“ Faðir Smára fór loks í meðferð á sextugsaldri og lifði allsgáð- ur í tæp þrjátíu ár. Hann var hins vegar hrjáður eftir öll drykkjuárin, dó úr heilasjúkdómi líkum Park- inson, sem án efa mætti rekja til drykkjunnar. Drykkjan hafði skil- ið eftir eyður í honum, hann var að mörgu leyti misþroska, bæði félagslega og andlega, en alls ekki aðeins á slæman máta. „Þar sem ég missti föður minn í raun ungur, hann gat ekki fyllt upp í föðurhlutverkið, hef ég alla tíð upplifað mig sem föðurleys- ingja,“ segir Smári. „Ég er með litla holu í mér sem verður aldrei fyllt upp í.“ Tók fyrsta sopann tólf ára Gunnar Smári, sem sjálfur hefur glímt við Bakkus, var formaður SÁÁ árin 2011 til 2013. Hvenær drakkst þú fyrst? „Tólf ára, sem er alveg bil- að. Dóttir mín varð ellefu ára um daginn. En ég ætlaði ekki að verða eins og pabbi, sem var fyllibytta á mörkunum við að vera róni. Ég sá hann einu sinni þamba hálfa flösku af hvannarótarbrenni- víni á bílaverkstæði Stein- dórs, þar sem hann vann. Þótt ég hafi síðar drukk- ið margt gat ég aldrei drukkið Hvannarótar- brennivín, gat ekki komið því niður. Ég byrjaði að drekka Johnny Walker með klaka og ræddi þjóð- mál og bókmenntir við vin minn Skúla Pé. Þótt ég reyndi að drekka fínna vín en pabbi þá varð ég náttúrlega alkó- hólisti eins og hann.“ Unglingsárin og snemm- Gunnar Smári Egilsson var um áratuga skeið einn þekktasti blaðamaður og ritstjóri lands- ins. Nú stendur hann í sporum sósíalistaleiðtogans og berst fyrir því að rödd alþýðunnar fái að heyrast í borgarmálunum. Lífsskoðanir hans hafa mótast af uppeldi í fátækt og alkóhólisma og hans eigin baráttu við kerfið og sjúkdóminn. Kristinn Haukur ræddi við Gunnar Smára um æskuna, stéttabarátt- una og hlutverk blaðamennskunnar. „Hún hafði flúið veruleikann með því að drekka og dópa og særði sig og skar undir áhrifum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Ég þurfti að biðja dyraverði um að aðstoða mig við að koma honum heim, átta, níu eða tíu ára gamall.“ Mynd Hanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.