Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Side 38
 20. apríl 2018KYNNINGARBLAÐHjólreiðar GÁP er með nokkra hjólara á samningi, sem sjá um að kynna betur þær vörur sem þar fást, eins og Cannondale-hjólin. Cannondale er stórt og þekkt merki á alþjóðavísu, með bæði götu- og fjallahjól, sem eru létt og góð. Cann- ondele býður lífstíðarábyrgð á stell- unum og hafa skapað sér sérstöðu með fjallahjólum sem eru bara með gaffal öðrum megin, „kallast Lefty“. Þannig er hjólið léttara, en í keppn- um spilar þyngdin verulegu máli og í alþjóðlegum keppnum erlendis er lágmark á þyngd hjóla. Agnar Örn Sigurðarson er 17 ára nemandi á húsasmíðabraut í FB, hann er búinn að æfa og keppa í hjólreiðum síðan árið 2016. „Ég er búinn að reyna fullt af íþróttum og fann mig best í hjólreiðum.“ Hann vann Uphill-keppnina í vetur og var það í annað sinn sem hann keppti. „Það gekk ágætlega í fyrra skiptið, þá tapaði ég á móti þeim sem lenti síðan í öðru sæti þá, þannig að ég ákvað að taka mig á og æfa vel fyrir keppnina í ár,“ en töluverður fjöldi keppti í ár. Agnar er búinn að taka þátt í bæði fjalla- og götuhjólakeppni, á cross country-hjólum, hann hefur keppt tvisvar í WOW Cyclothon, fyrst hjólaði hann með Hjólakrafti og í seinna skiptið keppti hann í fjögurra manna liði fyrir King Cannondale GÁP Elite. Agnar keppir eingöngu á Cann- ondale-hjólum, „á léttu og stífu hjóli, sem kallast Super Fix Ivo,“ segir Agn- ar, sem á fjögur hjól í dag: fjallahjól, racer, BMX og síðan hjól sem hann setti saman sjálfur. Er ekki nóg að eiga bara eitt hjól? „Þetta er svona áhugafíkn, það er ekki bara gaman að hjóla, það er líka gaman að fikta í þeim og breyta.“ „Hjólreiðar eru öðruvísi,“ segir Agnar aðspurður hvað það sé við hjólreiðarnar sem heillar svona. Næsta keppni hér heima er Morgunblaðshringurinn 26. maí næstkomandi hjá Agnari sem æfir og keppir allt árið. „Nú er bara að æfa og keppa og safna reynslu.“ Agnar fer út 9. maí í fyrstu keppnisferðina erlendis, Tour de Himmelfart í Danmörku. Prjónar um göturnar á Cannondale AGNAr ÖrN AFrEKSHjóLArI:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.