Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Qupperneq 52
52 lífsstíll - kynlíf 20. apríl 2018
H
úrra, ég er ein þeirra
útvöldu!“ – hugsaði ég með
bros á vör og kitl í maga
þegar mér barst tilkynning
þess efnis að umsókn mín um inn-
göngu hefði verið samþykkt. Nei,
ég var ekki að sækja um skólavist
í Yale, og ekki heldur um hrein-
dýr til að skjóta eða skólagarð til
að rækta rófur í sumar. Ég hafði
sótt um inngöngu í swingpartí í
Reykjavík, en slíkir viðburðir eru
álíka sjaldgæfir og ályktanir rík-
isstjórnarinnar gegn stríðsrekstri
stórvelda sem bitna á borgurum
Mið-Austurlanda.
Aldrei fyrr hafði ég mætt í stórt
boð af þessu tagi á Íslandi, en ef
til vill muna lesendur eftir frá-
sögnum mínum af heimsóknum í
skylda klúbba erlendis, þar á með-
al Fata Morgana sem er staðsettur
um 20 mínútur fyrir utan miðborg
Amsterdam og þykir ansi góður.
Greinarnar má nálgast á vef undir-
ritaðrar hér fyrir neðan.
Sex hundruð Íslendingar
spenntir fyrir makaskiptum
Áður en þið rjúkið inn á rafræna
Reykjavík til að senda inn umsókn
fyrir næsta partí er vert að geta
þess að málið er ekki svo einfalt.
Viðburður sem þessi er tilkynntur
á samfélagsvefnum www.sdc.com,
en skammstöfunin stendur fyr-
ir Swingers Dating Club. Ætla má
að flestir Íslendingar sem stunda
swing, eða dreymir um það, séu
skráðir á vefinn. Á heimsvísu eru
yfir þrjár milljónir notenda skráð-
ir á vefinn, Íslendingar eru um 600
en þeim hefur fjölgað hratt síðustu
misseri.
Það eru samt nokkrar glóandi
gjarðir sem nauðsynlegt er að
stökkva í gegnum áður en hægt er
að eiga von á sjóðheitu boðskorti í
swingpartí í pósthólfið á SDC.
Til að nota vefinn þarf að búa
til prófíl, hann getur verið fyrir
einstakling eða par. Upplýsingar
um útlit, reynslu, væntingar og
vilja eru fylltar út, ásamt því sem
myndum er hlaðið upp á vefinn.
Ókeypis aðgangur býður upp á
takmarkaða möguleika, en fyr-
ir fólk sem er alvara er kostnaður
ekki sérlega mikill, mánuðurinn
kostar álíka mikið og hádegistil-
boð fyrir einn á lekkerum veitinga-
stað, og heilt ár kostar hér um bil
það sama og miði á söngleik og
strætófargjald í leikhúsið og til
baka. Virknin á vefnum er mikil –
þar eru hópar, viðburðir auglýstir,
sólarlandaferðir, skíðaferðir, sigl-
ingar (já, allt sérstaklega fyrir fólk
í lífsstílnum), spjallsvæði, grein-
ar og ég er örugglega að gleyma
svona tuttugu hlutum.
Sögur um slæma
hegðun ferðast hratt
Margir nýta sér ferðatilkynningar
og stefnumótaóskir – þannig er
hægt að komast í samband við
fólk í svipuðum hugleiðingum, til
dæmis ef ráðgert er að eyða heitri
helgi á Akureyri eða í Aberdeen.
Einnig er bráðnauðsynlegt að hafa
aðgang að upplýsingum og um-
sögnum um klúbba ef heimsókn-
ir eru ráðgerðar á nýjum stöðum.
Í lífsstílnum gilda ákveðnar
reglur sem vert er að kynna sér,
því þó að þagmælska ríki almennt
í samfélaginu ferðast fiskisagan
um dólgshátt eða slæma hegðun
á ógnarhraða milli fólks. Á SDC er
afskaplega mikilvægt að notend-
ur gefi hver öðrum umsagnir – því
fleiri jákvæðar umsagnir og því
skýrari upplýsingar, því meiri líkur
eru á að þar fari fólk sem er alvara
og þess virði að hitta. Að sjálfsögðu
er eitthvað um gerviprófíla og bull
á vef sem þessum, en stjórn-
endur leggja sig fram við
að gera notkun hans
passlega flókna til að
tröllalæti séu sem
minnst.
Kynlífsróla er
staðalbúnaður
En aftur að
gleðskapnum í
Reykjavík. Tæp-
lega 40 manns
hlutu náð fyrir aug-
um skipuleggj-
enda,
þar
af þrír einhyrningar (stakar kon-
ur) og þrjú stök naut (karlmenn),
restin pör. Mun færri komust að
en vildu. Veislan var haldin í veg-
legu einbýlishúsi á nokkrum hæð-
um, en meðal annars var búið að
útbúa leiksvæði, hengja upp kyn-
lífsrólu og skella upp nuddbekk.
Heitur pottur og gufubað ásamt
sturtum voru einnig á staðnum.
Kertaljós og kósí tónlist, og nóg af
krókum og kimum fyrir skraf, kel-
erí og aðra lostaleiki.
Gestgjafar báðu kvenkyns gesti
um að mæta í lekkerum og pass-
lega eggjandi klæðum og hælum,
en karlmenn voru vinsamlega
beðnir um að vera snyrtileg-
ir til fara. Boðið var upp
á freyðivín í fordrykk
og léttar veitingar
á föstu formi, en
þeir sem kusu að
drekka meira
komu með eig-
ið áfengi au-
kreitis. Gestir
áttu einnig að
mæta með eig-
in handklæði,
sleipiefni,
smokka og
aðra auka-
hluti
eftir geðþótta. Veislan hófst klukk-
an 21.30 á föstudagskvöldi og stóð
fram undir morgun.
Í næsta blaði mun ég ræða við
gestgjafana ásamt nokkrum gest-
um úr veislunni. Þangað til hvet
ég áhugasama til að kynna sér
lífsstílinn, til dæmis með grúski á
internetinu. n
Ragnheiður Eiríksdóttir er
hjúkrunarfræðingur og kynlífsráð-
gjafi hjá Áfalla- og sálfræðimið-
stöðinni Hamraborg 11
www.raggaeiriks.com
raggaeiriks@asm.is
Um 40 Íslendingar mættu
í swingpartí í Reykjavík
Ragga Eiríks mætti í fyrsta stóra kynlífsboðið sitt á íslenskri grundu
„Gestir áttu einnig
að mæta með
eigin handklæði,
sleipiefni, smokka og
aðra aukahluti eftir
geðþótta.
Sv
ið
SE
t
t
m
y
n
d
Orðskýringar
Swing – orðið hefur oft verið ranglega
þýtt „makaskipti“ á íslensku. Ranglega,
því orðið takmarkast við að makar
skiptist á mökum með öðrum mökum …
Swing er meira en það því um er að ræða
áhugamál eða athæfi sem snýst um
rómantísk eða kynferðisleg samskipti
fullorðins fólks. Kannski mætti kalla
það samþykkt fjöllyndi, í jákvæðustu
merkingu þeirra orða.
Lífsstíll (e. lifestyle) – orðið sem flest-
um þykir þægilegast að nota um áhuga-
málið. Sniðugt, því orðinu má skjóta inn
í sakleysislegar samræður ef þörf er á
að komast að því hvort viðmælandi hafi
þekkingu eða áhuga á swingi.
Einhyrningur (e. unicorn) -–stök kona
sem stundar swing. Stakar konur eru
nánast undantekningarlaust velkomnar
í partí og klúbba. Orðið gefur til kynna
að þær eru sjaldgæfar og eftirsóttar.
Merkilegt er að það er ekki til orð yfir
stakan karlmann sem stundar lífsstílinn
– stakir karlmenn hafa því miður á sér
slæmt orð í þessu samhengi fyrir að láta
gredduna hlaupa með sig í gönur.
naut (e. bull) – stakur karlmaður með
stóran getnaðarlim sem hefur samfarir
við konu, gjarnan á meðan maður henn-
ar fylgist með.