Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Page 64
64 20. apríl 2018fréttir - eyjan Orðið á götunni Orðið á götunni er að Dav- íð Oddsson ritstjóri Morgun- blaðsins sé alls ekki höfund- ur Staksteina Morgunblaðsins eins og margir hafa haldið allt frá því Davíð tók við sem rit- stjóri blaðsins árið 2009. Þess í stað sé það Karl Blön- dal aðstoðar- ritstjóri sem sé iðulega sá sem skrifi Staksteina og marga leiðara blaðsins sem túlka má sem „harðasta hægrið“. Það eina sem Davíð geri á Morgunblað- inu sé að koma af og til í heim- sókn á skrifstofuna og skrifa stundum Reykjavíkurbréf. Þessar upplýsingar hljóta að vera vonbrigði fyrir þá sem taka Staksteinum sem heil- agri ritningu og nota þá til að móta eigin skoðanir. Þetta vekur einnig spurningar um afrakstur vinnu þar sem Dav- íð er ritstjóri með nærri fjór- ar milljónir á mánuði þegar það er í raun Karl Blöndal sem sér um að koma málstað Moggans á framfæri, það væri kannski ráð fyrir Karl að koma út úr skápnum sem Stak- steinahöfundur þó það væri aðeins til að láta nafn sitt bera á góma þegar kemur að því að finna eftirmann Davíðs. Eini sem uppfyllir kröfurn- ar til að verða ritstjóri Morgun- blaðsins, þ.e.a.s. að mæta illa til vinnu, eiga aðdáendur sem fylgja öllu sem viðkomandi segir í blindni og telja að 13,7% sé „gott kjörfylgi“, er Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson. Það er aldrei að vita nema hann slái til á næstu tíu árum, því nóg er til af kvótapeningum til að niðurgreiða tapið. Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. M etfjöldi framboða verð- ur á kjörseðli Reykvík- inga í borgarstjórnar- kosningunum sem fara fram eftir rúmar fimm vikur. Alls munu kjósendur geta valið á milli fjórtán framboða, með fyrirvara um að fleiri bætist ekki við: Sjálf- stæðisflokkurinn, Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Miðflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, Flokkur fólksins, Al- þýðufylkingin, Sósíalistaflokk- ur Íslands, Höfuðborgarlistinn, Íslenska þjóðfylkingin, Frelsis- flokkurinn, fyrirhugað kvenna- framboð og fyrirhugað framboð Sveinbjargar Birnu Sveinbjörns- dóttur. Grétar Þór Eyþórsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Há- skólann á Akureyri, bendir á að þessi fordæmalausi fjöldi flokka eigi bara við um Reykjavík. „Mað- ur sér ekki þessa tilhneigingu til fjölgunar flokka annars staðar en í Reykjavík, til dæmis á Akur- eyri stefnir í fækkun framboða ef eitthvað er.“ Grétar hefur hug- mynd um hvers vegna fjölgun- in á sér stað í Reykjavík. „Það er búið að fjölga sætum í borgar- stjórn þannig að möguleikarnir á að ná inn manni eru mun meiri en áður. Það eru rúm 4 prósent, eða 2.400 atkvæði, enn minna ef kjörsóknin minnkar. Það hlýt- ur að hafa áhrif þegar fólk vegur og metur hvort það eigi að freista gæfunnar.“ Samfélagsmiðlar spila einnig stórt hlutverk en mun auðveldara og ódýrara er að koma skilaboð- um á framfæri til kjósenda í dag en áður. „Við erum búin að sjá ákveðinn aðdraganda að þessu, með fjölgun flokka eftir hrunið og metfjölda flokka sem ná inn á þing, bæði í kosningunum 2013, 2016 og 2017,“ segir Grét- ar, en árið 2013 buðu níu flokk- ar fram lista til Alþingis án þess að ná inn manni. Í síðustu mæl- ingum á fylgi flokka eru líkur á að átta flokkar nái inn í borgar- stjórn. „Það eru þrír flokkar alveg á mörkunum, það munar mjög fáum atkvæðum hvort það verði fimm eða níu flokkar inni.“ DV ræddi við tvo frambjóð- endur flokka sem hafa ekki mælst með mikið fylgi í könnunum til þessa til að fá svör hvers vegna flokkarnir eru í framboði og hvað sker þá úr frá hinum þrettán framboðunum. n Gunnlaugur Ingvarsson borgarstjóraefni Frelsisflokksins „Okkar rödd þarf að heyr- ast, það er slagorðið okkar,“ segir Gunnlaugur Ingvars- son, formaður og borgar- stjóraefni Frelsisflokksins. Frelsisflokkurinn varð til eftir að Gunnlaugur, ásamt Gústaf Níelssyni, gengu út eftir trúnaðarbrest innan Íslensku þjóðfylkingarinn- ar skömmu fyrir þingkosn- ingarnar 2016, en til stóð að Gunnlaugur og Gústaf yrðu oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Hann hafnar því þó að Frelsisflokkurinn sé klofningsframboð úr Íslensku þjóð- fylkingunni. „Við erum miklu frekar klofningur úr Sjálfstæðisflokkn- um og Framsóknarflokknum, svo er líka einn úr Vinstri grænum.“ Vill Gunnlaugur meina að þessir flokkar séu linir þegar kemur að útlendingamálum og gangi aðeins í takt við „góða fólkið“ og vilja Ríkisútvarpsins, linkind í útlendingamálum sé einnig það sem skilji að Frelsisflokkinn og Flokk fólksins. Trúnaðarbresturinn frá 2016 komi einnig í veg fyrir að Frelsisflokkurinn geti unnið með Þjóðfylk- ingunni. Hvað ætlar Frelsisflokkurinn að gera í borginni? „Við ætlum að rifta samningi Reykjavíkurborgar við Útlendinga- stofnun, það er verið að henda fátækum Íslendingum út á götuna til að hýsa hælisleitendur, það viljum við stöðva. Við viljum einnig rifta samningi borgarinnar um mosku í Sogamýri og koma í veg fyrir stækkun moskunnar í Skógarhlíð.“ Gunnlaugur leggur mikla áherslu á útlendingamál og líkir Frelsis- flokknum við flokka á borð við Sanna Finna, danska Þjóðarflokkinn, Frelsisflokk Geert Wilders í Hollandi og vísar til Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að koma í veg fyrir að fjármagn komi til lands- ins frá Sádi-Arabíu. Nú eru flest útlendingamál á borði Alþingis en ekki borgarstjórnar, er borgarstjórn stökkpallur inn á þing í fram- tíðinni? „Já, það má segja það. Að komast inn í borgarstjórn vekur athygli á flokknum og kemur okkur inn í umræðuna.“ Frelsisflokkurinn er ekki að mælast með mikið fylgi, svo ég spyrji hreint út, hvers vegna eru þið í framboði? „Við héldum fund í gær, það var góð mæting. Það er búið að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 og við höfum reiknað út að það þurfi bara rúm 4 prósent til að ná inn, það gæti verið oddamaður. Við munum eftir Ólafi F. Magnússyni úr Frjálslynda flokknum sem var oddamað- ur og náði þannig að verða borgarstjóri,“ segir Gunnlaugur og brosir. Sanna Magdalena Mörtudóttir frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands Ástæðan hvers vegna hún sé að gefa kost á sér segir Sanna eitt einfaldlega hafa leitt að öðru. „Fyrir tæpu einu og hálfu ári skrifaði ég færslu á Facebook þar sem ég talaði opinskátt um hvernig það var að alast upp í fátækt á Íslandi. Ég var þá beðin um að tala á málþingum og slíku og það leiddi síðan til þess að ég var ein af þeim sem stofnuðu Sósíalistaflokkinn 1. maí í fyrra. Sósíalistaflokkurinn er enn að vinna að áherslum sínum fyr- ir kosningar en Sanna segir þó ljóst að áherslan verði lögð á hús- næðiskreppuna og lág laun og léleg lífskjör sem hin verst settu búi við og valdaleysi þeirra. „Hin verr settu eru aldrei spurð og hags- munir þeirra eru aldrei hafðir til grundvallar þegar ákvarðanir eru teknar. Það er vegna þess að við sitjum ekki við borðið, okkur hef- ur verið ýtt út úr stjórnmálunum, sem virðist eiga aðeins að verða leikvöllur fyrir hin betur settu. Hin verr settu eru ekki á framboðs- listum meginstraumsflokkanna, alla vega ekki svo ofarlega að þau gætu náð kjöri. Nema hjá okkur sósíalistum, auðvitað. Framboð sósíalista er í raun uppreisn hinna verr stæðu gegn elítunni sem hefur tekið stjórnmálin yfir. Kjör okkar, hinna verst settu, munu ekki skána fyrr en við stígum upp og krefjumst þess að komast sjálf að borðinu til að fjalla um okkar eigin mál, okkar samfélag.“ Sem dæmi um nauðsyn þess að fátækt fólk komist til valda nefndi Sanna nýlega skýrslu fjármálaráðuneytisins þar sem talað var um lélegt fjármálalæsi hinna fátæku. „Ég kunni á heimilisbókhaldið mitt upp á tíu þegar ég var 9 ára. Það er raunveruleiki fátækra barna. Fátækt- in kenndi mér allt um peninga. Ég veit allt um peninga og allt um hvernig er að lifa án þeirra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veit ekkert um peninga vegna þess að hann hefur enga hugmynd um hvernig er að lifa án þeirra.“ Hvers vegna er þessum áherslum ekki komið að í öðrum flokkum, hvers vegna þarf sérstakt framboð? „Það er einfalt. Þeir flokkar sem eru fyrir eru ekki nógu róttæk- ir. Þeir tala ekki gegn auðvaldinu, hafa gefist upp fyrir því. Forysta hinna flokkanna á meira sameiginlegt og tengir betur við forystu annarra flokka en eigin kjósendur. Sem sást til dæmis í vetur þegar forysta VG gekk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar 97 prósent kjósenda flokksins var á móti því.“ Allt Að 15 frAmboð n Framboðum fjölgar bara í reykjavík n „Okkar rödd þarf að heyrast“ Ari Brynjólfsson ari@dv.is Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.