Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Síða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Síða 65
20. apríl 2018 65fréttir - eyjan Eitt heitasta málið í þing- kosningunum í næstu viku G rænlendingar ganga að kjör- borðinu á þriðjudag í næstu viku og kjósa til þings. Flest- ir flokkanna, sem bjóða fram, hafa á stefnuskrá sinni að Grænland verði sjálfstætt ríki og segi skilið við konungsríkið Dan- mörku. Meirihluti kjósenda vill einnig sjálfstæði frá Danmörku en eins og hjá stjórnmálaflokkunum er sá fyrirvari að sjálfstæðið megi ekki eyðileggja velferðarsamfélag- ið. Til að það geti orðið að veruleika þurfa Grænlendingar að finna leið- ir til að fjármagna rekstur velferðar- samfélagsins án fjárstuðnings frá Danmörku en þeir fá nú um fjóra milljarða danskra króna í beinan fjárstuðning árlega. Stóru flokkarnir, Siumut og IA, vilja ekki negla niður einhverja dag- setningu fyrir sjálfstæði Grænlands en Partii Naleraq vill efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um sjálfstæði svo fljótt sem mögulegt er og vill gjarn- an stefna að sjálfstæði 2021. Kim Kielsen, formaður lands- stjórnarinnar, er hlynntur sjálf- stæði en vill þróa efnahagslífið áður en til sjálfstæðis kemur til að Grænlendingar verði í stakk bún- ir til að vera án fjárframlagsins frá Dönum. Of mikil dönsk áhrif Mörgum Grænlendingum þyk- ir sem dönsk áhrif séu of mikil í landinu. Rannsóknir hafa sýnt að dönsk áhrif eru töluverð á mörg- um sviðum. Um helmingur lands- manna talar nær eingöngu græn- lensku og skilur lítið sem ekkert í dönsku. Um 44 prósent tala bæði málin mjög vel. Þetta skiptir miklu máli því lykillinn að góðum ár- angri er að tala dönsku og þá góða dönsku. Ef fólk getur það ekki tak- markar það mjög tækifæri þess í líf- inu. Í menntaskólanum í Nuuk eru nær allir kennararnir Danir og það veldur nemendunum vandræð- um ef þeir hafa ekki fullt vald á dönsku. Sumir segja að grænlensk- ir fjölmiðlar séu einnig með danska slagsíðu því yfirleitt séu ritstjórarn- ir Danir og einnig blaðamennirnir. Fréttaflutningur á Grænlandi sé því alltof oft út frá dönsku sjónarhorni. Margir eru ósáttir við að þeir geti ekki farið til læknis, á skrifstofu sveitarfélagsins eða kveikt á sjón- varpi án þess að danska og dönsk menning taki á móti þeim. Innviðirnir eru einnig van- máttugir í þessu mikla og volduga landi þar sem oft er um langan veg að fara á milli bæja. Af þeim sökum eru það aðeins forréttindahópar og embættismenn, sem oft eru dansk- ir, sem komast um landið. Aðrir hafa einfaldlega ekki efni á því að ferðast innanlands né utan. Jótlandspósturinn hefur eftir Pele Broberg, sem er í framboði fyr- ir Partii Naleraq, að hann vilji efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði eins fljótt og unnt er. Í fram- haldi eigi síðan að byggja upp nýtt land. „Ef það eru alltaf þeir ljóshærðu og bláeygðu sem fá góðu störf- in kemur upp öfund. Við Græn- lendingar verðum að komast úr fórnarlambshlutverkinu sem við höfum verið í. Þess vegna verðum við að halda lífi í sjálfstæðisbarátt- unni,“ segir Broberg sem telur að sú barátta geti ekki gengið nægilega hratt. Geta lýst yfir sjálfstæði Samkvæmt samningi Dana og Grænlendinga geta Græn- lendingar lýst yfir sjálfstæði ef meirihluti landsmanna samþykk- ir það. Dönsk stjórnvöld hafa ekki farið leynt með að þau vilja gjarn- an halda Grænlandi í konungsrík- inu en ef, eða kannski frekar þegar, Grænlendingar lýsa yfir sjálfstæði þá muni beinn fjárstuðningur Dana við Grænland falla niður. Eins og áður sagði er þessi fjár- stuðningur um fjórir milljarðar danskra króna í dag en það er um helmingur útgjalda hins opinbera á Grænlandi. Broberg segir að þetta sé flokkur hans vel meðvitaður um en sé samt sem áður reiðubúinn til að stíga skrefið til fulls. Flokkurinn sé með áætlun til að leysa þetta en hún feli í sér að þá verði að gera hlutina öðruvísi og á einfaldari hátt. Þetta muni koma sérstaklega illa niður á mörgum embættismönnum. Vittus Qujaukitsoq er í framboði fyrir Nunatta Qitornai en hann var áður utanríkisráðherra en yfirgaf Siumut eftir deilur við Kim Kiel- sen, formann landsstjórnarinnar, um hversu hratt eigi að fara í átt að sjálfstæði. Jótlandspósturinn hef- ur eftir Qitornai að það liggi á að Grænlendingar taki við ýmsum málaflokkum af Dönum, til dæm- is umsjón með lofthelginni, land- helginni og útlendingum. Hann á von á að fyrstu skrefin í átt að sjálf- stæði verði tekin á næstu fjórum árum og að Grænland verði sjálf- stætt land innan 10 ára. Tala kannski við Íslendinga Svend Hardenberg er fæddur og uppalinn á Grænlandi. Hann tal- ar góða dönsku og tilheyrir elít- unni í landinu. Hann hefur gegnt ábyrgðarstöðum hjá heimastjórn- inni og verið í samninganefndum sem hafa fundað með dönskum stjórnvöldum um framtíð Græn- lands. Hann var einnig fram- kvæmdastjóri nyrsta sveitarfélags Grænlands sem nær yfir svæði sem er 20 prósentum stærra en Frakk- land. Hann er einn þeirra Græn- lendinga sem munu koma að því að hrinda sjálfstæðisdraumum Græn- lendinga í framkvæmd. Í samtali við Jótlandspóstinn sagði hann að það að Grænlendingar kveðji Dani á einhverjum tímapunkti þýði ekki endilega að Danmörk verði fyrsta landið sem Grænlendingar muni ræða við í framtíðinni. „Það getur verið Ísland, Kanada, Bandaríkin eða önnur lönd. Ef við værum jafningjar myndum við fá viðurkenningu á allt annan hátt. En við fáum ekki þann stuðning og þann kærleika sem við ættum að fá frá Danmörku.“ n „Ef það eru alltaf þeir ljóshærðu og bláeygðu sem fá góðu störfin kemur upp öfund“ n Dönsk áhrif of mikil í landinu n Tala kannski við Íslendinga Fegurðin í samfloti forsætisráðherrans og strokufangans Það er lán í óláni að strokufanginn sem flaug með Katrínu Jakobsdóttur til Stokk- hólms í morgun er ekki talinn hættulegur. Þá myndi þetta líklega horfa öðruvísi við. /Það er vitað að Katrín ferðaðist á almennu farrými – slíkar kröf- ur eru gerðar til stjórnmála- manna hér þótt þeim yrði sjálf- sagt meira úr verki ef þeir sætu á Saga Class. Og þótt við vitum það ekki gjörla, þá ímyndum við okkur að strokufanginn, Sindri Þór Stefánsson, hafi ver- ið á Saga Class. Það væri nán- ast eitthvað ljóðrænt við það. Langreyður í duft- eða pilluformi Ætli megi ekki segja að Krist- ján Loftsson sé að setja ein- hvers konar heimsmet í þrjósku varðandi hvalveiðar? Hann heldur enn í hvalveiði- skipaflota sinn í Reykjavíkur- höfn. Hann hefur reynt ýms- ar leiðir til að koma hvalkjöti á markað í Japan – en rekur sig hvað eftir annað á það að hvort tveggja er bann við því að flytja hvalaafurðir og svo hitt að eftirspurn eftir hval hef- ur minnkað mikið þar eystra. Þar hafa vaxið úr grasi kyn- slóðir sem hafa enga reynslu af hvalkjötsáti. En Kristján gefst ekki upp. Maður getur varla annað en dáðst að honum fyr- ir þrautseigjuna. Nú er hann kominn með þá ævintýralegu hugmynd að veiða hvali og nota þá til að gera fæðubótar- efni. Við getum rétt ímyndað okkur hvað það verður vinsælt í verslunum með náttúruvör- ur úti um allan heim. Baðkar með mynd af langreyði í duft eða pilluformi. Slær örugglega í gegn? Maður gæti jafnvel séð fyrir sér óeirðir brjótast út í heilsubúðum. Ókynjaðir titlar Stúdentaráðs Í fréttum í morgun les maður að stúdentaráð hafi gert titla sína „ókynjaða“ eins og það er orðað./ Skáldið Þórarinn Eldjárn kemst svo að orði um þetta á Facebook: Stúdentaráð hefur samþykkt (einróma) að konur séu ekki menn. Hann bætir svo við: Hvað verður nú um menntun, menningu og mennsku? En Helga Kress pró- fessor gerir þessa athugasemd: Ekki er öll vitleysan eins! Silfur Egils í vikunni Aukinn þrýstingur á sjálfstæði Grænlands: Um helmingur landsmanna talar nær eingöngu grænlensku. Pele Broberg Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.