Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2018, Blaðsíða 70
70 fólk 20. apríl 2018 „Fries before guys“ Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt? Að ég sé tussa, margir halda líka að ég sé vitlausari en ég er. Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? Asos.com. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? One Dance með Drake. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Pilsbuxur, „if you know you know“. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Hrafnhildi, vinkonu minni, það hefur ekki klikkað í 15 ár. Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? Nei, bara alls ekki, hef aldrei gert og mun aldrei gera. Mamma segir samt að ég hafi gert það, en ég neita að trúa henni. Hverju laugstu síðast? Að ég væri mætt fyrir utan stað, en var ekki lögð af stað. Um hvað geta allir í heiminum verið sammála? Það geta aldrei allir í heiminum verið sammála. Ef þú mættir bæta við ellefta boð- orðinu, hvernig hljómaði það? Fries before guys“. Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann? Kylie Jenner. Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma? Örugglega að Obama varð forseti eða það urðu aldamót. Og iPhone. Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik? Mean Girls, það væri geggjað. Ef þú yrðir handtekin án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér? Vinir mínir myndu klárlega halda að ég hefði lamið einhvern illa eða fyrir að reka pimp-þjónustu, mamma myndi halda að ég hefði misskilið eitthvað eða lögreglan misskilið eitthvað. Pabbi myndi halda að ég hefði verið hand- tekin fyrir of hraðan akstur of oft. Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir? Lagar- fljótsormurinn ætti forsíðuna, sagan um hann átti stóran hluta af æsku minni, blaðið yrði myndskreytt alls konar ormum og mismunandi sögusögnum sem hafa gengið um hann. Trump og Frikki mættu vera á öðrum miðlum, þeir myndu alveg taka yfir internetið og þessir atburðir myndu ekki fara framhjá neinum þótt mitt blað væri tileinkað orminum. Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu? Þau eru eiginlega tvö sem ég er gríðarlega stolt af, ég gekk með barn og fæddi það. Svo annað, ætli ég hafi ekki verið í 10. bekk, þegar öll unglingadeildin átti að fara í tveggja daga fjallgöngu. Ég man ekki hvað fjallið hét, en við áttum að fara upp fjallið, niður það og svo hálfhring í kringum. Ég reyndi allt til að komast hjá þessari fjallaferð, án árangurs. Sem endaði þannig að af 30–40 manna hópi, alls ekki í besta forminu úr hópnum, var ég langfyrst upp, niður og hringinn. Það var ekkert nema hugarfar mitt að komast heim sem hvatti mig, því fyrr sem ég kæmist upp því fyrr kæmist ég heim. Það þurfti reyndar oft að stoppa mig, ég fór svo hratt. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Núðlur með Arom- at og „skinny dipping“ í útlöndum! Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir? Engu, ég man ekki eftir því að hafa unnið heimsmeistaratitil í neinu, en mér finnst enginn vera betri en neinn, við erum öll bara fín. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi, allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Viðlagið við Piece of me – Britney Spears á virkum dögum og I'm so groovy – Future um helgar. Kara Kristel Ágústsdóttir, förðunarfræðingur og kynlífsbloggari, hefur vakið mikla athygli fyrir opinskáa og hispurslausa pistla sína um kynlíf og ástarmál. Kara Kristel sýnir lesendum DV á sér hina hliðina. hin hliðin lítt þekkt ættartengsl E inn efnilegasti tónlistarmað- ur Íslands er Birgir Steinn Stefánsson. Birgir vakti fyrst athygli með hljómsveitinni September en sló síðan eftirminni- lega í gegn með laginu „Can you feel it“, sem einmitt var gefið út í sept- embermánuði 2017. Lagið fór umsvifalaust á topp vinsælda- lista hérlend- is og hefur líka gert það gott úti í hinum stóra heimi. Á þessari stundu hefur lagið verið spilað 7,3 milljón sinnum á Spotify. Það eru hreint út sagt ótrúlegar tölur. Birgir var gestur Brennslunnar á FM957 í vikunni og sagði að velgengnin hefði gert það að verkum að hann hefði ver- ið í mestu vandræðum með að ákveða hvaða lag hann myndi næst gefa út enda mikilvægt að það væri sterkt. Í þættinum var nýjasta lag hans frumflutt en það ber heitið „Home“. Um er að ræða þrælsterkt popplag sem líklegt er til vinsælda. Birgir Steinn á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans er tónlistarmaðurinn góðkunni, Stef- án Hilmarsson. Þeir feðgar hafa troðið upp saman, sérstaklega í kringum jólavertíðina, og gáfu meðal annars út lagið „Um Vetr- arnótt“ fyrir tæpum þremur árum. Hæfileikar Stef- áns virðast hafa gengið í erfðir. Lag Birgis Steins „Can you feel it“ hefur slegið í gegn víða um heim. É g hef mikinn áhuga á snyrti- vörum. Og mér fannst þau brúnkukrem sem ég var að nota aldrei litur eða for- múla sem ég var að fíla, þannig að ég ákvað að búa til eitthvað sem væri fullkomið fyrir mig, eft- ir að hafa prófað fjölmörg sem ég var ekki að fíla.“ Patrekur Jaime, sem er ný- lega orðinn 18 ára, hefur stofn- að fyrirtækið Patrekur Jaime Cosmetics um vörur sínar. Auk þess að vinna að nýja fyrirtæk- inu, vinnur hann mikið við sam- félagsmiðla og starfar einnig hjá HLC, sem rekur fjórar verslanir í Kringlunni. The Queen er í einni stærð og einum lit (medium) til að byrja með. Patrekur Jaime byrj- aði vinnuna fyrir um það bil sex mánuðum og leggur mikla áherslu á gæði og allt útlit vör- unnar, en hann breytti um um- búðir á síðustu stundu. „Ég verð með dj og býð upp á veitingar, auk þess að sýna The Queen.“ „Ég byrja að koma með brúnkukremið, sem fer í sölu 1. maí næstkomandi. Ég ætla síð- an að sjá hvernig viðtökurn- ar við því verða, en ég er þegar byrjaður að þróa aðra vöru sem kemur í lok sumars. Maður hef- ur bara puttann á púlsinum og er opinn fyrir öllum möguleik- um sem eru í boði.“ Fylgjast má með Patreki Jaime á Snappchat og Instagram: Setur eigin snyrti- vörur á markað Patrekur Jaime er þekktur á meðal þeirra sem eru á samfélagsmiðlum, en hann er Snapchat- stjarna og áhrifavaldur. Og nú sækir Patrekur Jaime á ný mið, snyrtivörumarkaðinn, en fyrsta varan, brúnkukrem sem ber nafnið The Queen, verður kynnt um helgina. Samfélagsmiðla- áhrifavaldurinn Patrekur Jaime: PatrekurJaime patrekur00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.