Morgunblaðið - 30.11.2017, Page 1

Morgunblaðið - 30.11.2017, Page 1
F I M M T U D A G U R 3 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  282. tölublað  105. árgangur  MIKIL VIÐ- SKIPTI MEÐ BRÉF Í KVIKU DOPPÓTT LÍSA AÐ HÆTTI KUSAMA KYNFERÐIS- OFBELDI ÞARF AÐ RÆÐA BÓKAÚTGÁFA 18 KIM LEINE 66VIÐSKIPTAMOGGINN Agnes Bragadóttir Arnar Þór Ingólfsson Magnús Heimir Jónasson Flokksstofnanir Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks samþykktu í gær að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs á grundvelli málefnasáttmála flokkanna þriggja, sem kynntur var innan flokkanna í gær. Fyrsti ríkisráðsfundur ríkis- stjórnar Katrínar Jakobsdóttur verð- ur haldinn á Bessastöðum í dag. Mest spenna var á flokksráðsfundi Vinstri grænna, en tveir þingmenn flokksins, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddu atkvæði gegn stjórnarsamstarfinu vegna óánægju með málefnasamninginn. Sömu tveir þingmenn höfðu áður lýst sig mót- fallna því að ganga til viðræðna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um ríkisstjórnarmyndun. Ekki er ljóst hvernig samstarfi þeirra við þingflokk VG verður háttað í fram- haldinu, en telja má líklegt að flokk- urinn gangi einungis með 9 þingmenn af þeim 11 sem kjörnir voru til Al- þingis, inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Flokksráð VG var þó samþykkt því að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs- ins, en það var samþykkt með 80% at- kvæða á fundi ráðsins. Flokkurinn mun fá þrjá ráðherra- stóla. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins verður Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra, auk þess sem Steingrímur J. Sigfússon verður forseti þingsins. Þá fær flokkurinn einnig umhverfisráðuneytið. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins samþykktu ríkisstjórnarsamstarfið. Í Valhöll komu um 250 fulltrúar úr starfi Sjálfstæðisflokksins saman síð- degis og hlýddu á Bjarna Benedikts- son, verðandi fjármálaráðherra nýrr- ar stjórnar, kynna sáttmálann. Niðurstaða fundarins varð að stjórn- arsáttmálinn var samþykktur ein- róma en Sjálfstæðisflokkurinn mun meðal annars fara með utanríkismál og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál í nýrri stjórn. Ráðherrum flokksins fækkar um einn frá fyrri stjórn. Miðstjórn Framsóknarflokksins kom saman á Hótel Sögu í gærkvöldi og þar kynnti Sigurður Ingi Jóhanns- son sáttmálann fyrir sínu fólki. Hlaut hann góðar viðtökur framsóknar- manna og var samþykktur, en Sig- urður Ingi mun samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins taka við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, á meðan Lilja Dögg Alfreðs- dóttir verður menntamálaráðherra. Þá mun flokkurinn einnig fá velferð- arráðuneytið. Katrín tekur við keflinu í dag  Flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykktu ríkisstjórnarsamstarf undir forystu Katrínar Jakobs- dóttur  Tveir þingmenn VG greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmálanum  33 þingmenn styðja stjórnina MFengu samþykki … »4  Kostnaður íslenska ríkisins við að sækjast eftir fulltrúa í Öryggisráði SÞ var meiri en milljarður króna, á árunum fyrir hrun. Þessar tölur er þó ekki að finna í ríkisbókhaldinu, þar sem kostnaðarliðir voru færðir á aðra bókhaldslykla, ef þess var nokkur kostur. Þetta hermir Styrmir Gunnarsson eftir fyrrver- andi utanríkisráðherra, í einum kafla nýrrar bókar sinnar. »72 AFP Öryggisráð Ísland sóttist eftir sæti í ráðinu fyrir tímabilið 2009-2010. Kostnaðinum við umsóknina var leynt  Fyrstu tíu mánuði ársins voru um 7.900 ökutæki afskráð og sett í end- urvinnslu. Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri vöruflokka hjá Úr- vinnslusjóði, segir nær öruggt að metið falli í ár og að um 9.000 öku- tæki fari í endurvinnslu. Gamla metárið 2008 hafi einhver fjöldi ökutækja verið afskráður án þess að það birtist í þessum tölum. Sá fjöldi hafi hins vegar verið hverfandi. »6 Metfjöldi ökutækja í endurvinnslu í ár Mælingar jarðvísindamanna við Háskóla Íslands benda til að í syðri sigkatli Bárðarbungu séu um 100 metrar niður á vatn. Hafa þeir látið gera þrí- víddarlíkön sem byggð eru á þessari og fleiri myndum Ragnars Axelssonar á Morgunblaðinu af Bárðarbungu og Öræfajökli. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands, segir þrívíddarmyndir af jökl- unum ekki hafa verið unnar áður úr svona ljós- myndum. Ætlunin er að fylgjast áfram með breytingum í eldstöðvunum með þessum hætti, enda hræringar enn í gangi. »32 Morgunblaðið/RAX Hundrað metrar niður á vatn MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.