Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.11.2017, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 3 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  282. tölublað  105. árgangur  MIKIL VIÐ- SKIPTI MEÐ BRÉF Í KVIKU DOPPÓTT LÍSA AÐ HÆTTI KUSAMA KYNFERÐIS- OFBELDI ÞARF AÐ RÆÐA BÓKAÚTGÁFA 18 KIM LEINE 66VIÐSKIPTAMOGGINN Agnes Bragadóttir Arnar Þór Ingólfsson Magnús Heimir Jónasson Flokksstofnanir Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks samþykktu í gær að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs á grundvelli málefnasáttmála flokkanna þriggja, sem kynntur var innan flokkanna í gær. Fyrsti ríkisráðsfundur ríkis- stjórnar Katrínar Jakobsdóttur verð- ur haldinn á Bessastöðum í dag. Mest spenna var á flokksráðsfundi Vinstri grænna, en tveir þingmenn flokksins, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddu atkvæði gegn stjórnarsamstarfinu vegna óánægju með málefnasamninginn. Sömu tveir þingmenn höfðu áður lýst sig mót- fallna því að ganga til viðræðna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um ríkisstjórnarmyndun. Ekki er ljóst hvernig samstarfi þeirra við þingflokk VG verður háttað í fram- haldinu, en telja má líklegt að flokk- urinn gangi einungis með 9 þingmenn af þeim 11 sem kjörnir voru til Al- þingis, inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Flokksráð VG var þó samþykkt því að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs- ins, en það var samþykkt með 80% at- kvæða á fundi ráðsins. Flokkurinn mun fá þrjá ráðherra- stóla. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins verður Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra, auk þess sem Steingrímur J. Sigfússon verður forseti þingsins. Þá fær flokkurinn einnig umhverfisráðuneytið. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins samþykktu ríkisstjórnarsamstarfið. Í Valhöll komu um 250 fulltrúar úr starfi Sjálfstæðisflokksins saman síð- degis og hlýddu á Bjarna Benedikts- son, verðandi fjármálaráðherra nýrr- ar stjórnar, kynna sáttmálann. Niðurstaða fundarins varð að stjórn- arsáttmálinn var samþykktur ein- róma en Sjálfstæðisflokkurinn mun meðal annars fara með utanríkismál og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál í nýrri stjórn. Ráðherrum flokksins fækkar um einn frá fyrri stjórn. Miðstjórn Framsóknarflokksins kom saman á Hótel Sögu í gærkvöldi og þar kynnti Sigurður Ingi Jóhanns- son sáttmálann fyrir sínu fólki. Hlaut hann góðar viðtökur framsóknar- manna og var samþykktur, en Sig- urður Ingi mun samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins taka við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, á meðan Lilja Dögg Alfreðs- dóttir verður menntamálaráðherra. Þá mun flokkurinn einnig fá velferð- arráðuneytið. Katrín tekur við keflinu í dag  Flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykktu ríkisstjórnarsamstarf undir forystu Katrínar Jakobs- dóttur  Tveir þingmenn VG greiddu atkvæði gegn stjórnarsáttmálanum  33 þingmenn styðja stjórnina MFengu samþykki … »4  Kostnaður íslenska ríkisins við að sækjast eftir fulltrúa í Öryggisráði SÞ var meiri en milljarður króna, á árunum fyrir hrun. Þessar tölur er þó ekki að finna í ríkisbókhaldinu, þar sem kostnaðarliðir voru færðir á aðra bókhaldslykla, ef þess var nokkur kostur. Þetta hermir Styrmir Gunnarsson eftir fyrrver- andi utanríkisráðherra, í einum kafla nýrrar bókar sinnar. »72 AFP Öryggisráð Ísland sóttist eftir sæti í ráðinu fyrir tímabilið 2009-2010. Kostnaðinum við umsóknina var leynt  Fyrstu tíu mánuði ársins voru um 7.900 ökutæki afskráð og sett í end- urvinnslu. Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri vöruflokka hjá Úr- vinnslusjóði, segir nær öruggt að metið falli í ár og að um 9.000 öku- tæki fari í endurvinnslu. Gamla metárið 2008 hafi einhver fjöldi ökutækja verið afskráður án þess að það birtist í þessum tölum. Sá fjöldi hafi hins vegar verið hverfandi. »6 Metfjöldi ökutækja í endurvinnslu í ár Mælingar jarðvísindamanna við Háskóla Íslands benda til að í syðri sigkatli Bárðarbungu séu um 100 metrar niður á vatn. Hafa þeir látið gera þrí- víddarlíkön sem byggð eru á þessari og fleiri myndum Ragnars Axelssonar á Morgunblaðinu af Bárðarbungu og Öræfajökli. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands, segir þrívíddarmyndir af jökl- unum ekki hafa verið unnar áður úr svona ljós- myndum. Ætlunin er að fylgjast áfram með breytingum í eldstöðvunum með þessum hætti, enda hræringar enn í gangi. »32 Morgunblaðið/RAX Hundrað metrar niður á vatn MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.