Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 1
Morgunblaðið/Arnþór Deila hart um húsnæðismálin •Borgarstjóri segir áform í húsnæðismálum ekki hafa ræst•Borgarstjóraefni sjálfstæðismanna varar við skuldahættu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir aðspurður að markaðurinn hafi brugðist íbúum borgarinnar í húsnæðismálum. „Við bjuggumst við að markaðurinn kæmi inn með hagkvæmara húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Það hefur ekki gengið eftir,“ segir Dagur og boðar nýja stefnu. Borgin muni setja sér- stakar kvaðir á lóðarhafa um íbúðir fyrir ungt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ranglega talið að mark- aðurinn leysti málið. Dagur og Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokkins, komu saman í viðtal við Morgun- blaðið. Eyþór segir nauðsynlegt að skera niður yfir- byggingu í borgarkerfinu. Nú séu rekin tvö ráðhús í borginni. Eitt við Tjörnina og annað í Borgartúni. Skera þurfi niður millilagið. Varar við stöðu Orkuveitunnar Þá varaði Eyþór við brothættri stöðu Orkuveit- unnar. Blikur væru á lofti í gengismálum. Ef gengi krónu gæfi eftir myndi skuldastaða borgarinnar versna til mikilla muna. Til snarpra orðaskipta kom milli frambjóðenda þegar fjármálin bar á góma. „Ef borgarstjóri held- ur því fram að álögur hafi lækkað, þá er ég Lísa í Undralandi,“ sagði Eyþór. Dagur sagði aftur á móti að sjálfstæðismenn hefðu kúvent í afstöðu sinni til fjármála borgar- innar. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur baráttuna með stórum orðum um að fjárhagur borgarinnar sé mjög erfiður. Svo leggjum við fram ársreikning sem sýnir fram á annað. Þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn allt í einu í breyttri mynd og fer að lofa á hægri og vinstri,“ sagði Dagur sem vill flugvöllinn úr Vatns- mýri. Eyþór telur hins vegar aðra kosti óraunhæfa. Spurður hvort hann sjái samstarfsflöt með Sjálf- stæðisflokki segist Dagur vona að núverandi meiri- hluti haldi áfram og að „kannski einhverjir flokkar bætist þar við sem hafa svipaða framtíðarsýn“. Eyþór kveðst reiðubúinn að vinna með þeim sem „viðurkenna þann vanda sem liggur fyrir“ í borg- inni. MKjósendur hafa skýra … »38-41 F I M M T U D A G U R 2 4. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  120. tölublað  106. árgangur  MYNDIN KONA FER Í STRÍÐ ER ÆVINTÝRI REKSTUR ADVANIA ALDREI BETRI BJARNI GEFUR ÚT 75 LÖG SÍN Á FIMM DISKUM VIÐSKIPTAMOGGINN FUGLAR HUGANS 26bbbbb MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504  Gagnaveita Reykjavíkur, sem leggur ljósleiðarakerfi um land allt í samkeppni við Mílu, hefur fjárfest í fjarskiptum fyrir nálægt 30 milljarða króna að núvirði á síðustu 20 árum, þrátt fyrir að aldrei hafi verið jákvætt fjárflæði af starfsem- inni. Jón Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Mílu, segir að sem íbúi í Reykjavík hafi hann áhyggjur af fjárfestingarstefnunni. „Fjár- festingar þeirra á höfuðborgar- svæðinu eru tvöfalt eða þrefalt dýr- ari en okkar,“ segir Jón og segir að GR muni eiga erfitt með að ná eðli- legri arðsemi af fjárfestingunni. » Viðskiptamogginn Ljósleiðari GR hefur kostað 30 milljarða  Viðhorf kjósenda í Reykjavík til framboðslistanna í borginni og odd- vita þeirra eru ólík eftir búsetu í borginni. Fylgi við vinstriflokkana er mest í Miðbæ og Vesturbæ en Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur í úthverfunum. Mestur stuðningur við Dag B. Eggertsson sem borgar- stjóra er í Miðbæ og Vesturbæ en við Eyþór Arnalds í Árbæ, Norðl- ingaholti og Breiðholti. »6 Viðhorf kjósenda ólík eftir hverfum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Helgi Freyr Sævarsson og Aþena Rós Helgadóttir, þriggja ára dóttir hans. Ekki mátti tæpara standa er kviknaði í  Ungur maður á Akureyri, Helgi Freyr Sævarsson, komst naumlega út af heimili sínu ásamt þriggja ára dóttur þegar kviknaði þar í fyrir nokkrum dögum. Hann vaknaði snemma morguns við að dóttir hans tróð kexköku upp í föður sinn. „Ég hefði hugsanlega ekki vaknað í tæka tíð nema vegna þess að hún gerði þetta,“ segir Helgi Freyr við Morgunblaðið. »4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.