Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 12

Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Smart föt, fyrir smart konur. Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is ÍDalshrauni í Hafnarfirði varnýverið opnaður bjartur ogfallegur nytjamarkaður ávegum ABC barnahjálpar. Þar kennir ýmissa grasa, en á nytjamarkaðnum er hægt að kaupa allt frá golfkúlum yfir í falleg an- tíkhúsgögn. Bókahillur, smekk- fullar af athyglisverðum reyfurum, skreyta veggi markaðarins ásamt forvitnilegum málverkum eftir mis- þekkta listamenn. Vínylplötum er komið smekklega fyrir í þar til gerðum rekka og litríkar fataslár standa í einu horninu. Vínglös fylla eitt borðið og speglast í þeim vasar frá hinum ýmsu heimshornum sem standa glösunum við hlið. Gjafmildir Hafnfirðingar Þegar blaðamann Morgunblaðs- ins bar að garði voru Sigurlaug Guðrún og Egill önnum kafin við að koma munum fyrir og aðstoða áhugasama viðskiptavini. Sig- urlaug rak sjálf fornmunaverslun í tuttugu ár og hefur því mikla reynslu í þessum geira. Sigurlaug og Egill vinna sjálfboðastarf í nytjamarkaðnum og segja versl- uninni berast fallegir munir í hrönnum. „Hafnfirðingar eru alveg ótrú- lega gjafmildir. Um leið og fólk frétti af þessu fór það í geymsl- urnar og byrjaði að hreinsa út.“ Sigurlaug gerir hlé á máli sínu til að selja konu tvær dúkkur og fjólu- blátt garn. „Við fáum ofboðslega mikið af fallegum varningi og salan gengur vel. Það eina sem okkur vantar er fleiri sjálfboðaliðar.“ Íslendingar nýtin þjóð Sigurlaug segir augljóst að mikil eftirspurn sé eftir notuðum hlutum í góðu ástandi. ,,Íslendingar hafa alltaf verið nýtnir. Í síðasta góðæri var miklu hent en mér finnst komið allt ann- að hljóð í strokkinn núna. Um- hverfisvitundin virðist vera meiri. Ég tek jafnvel eftir því að fólk af- þakkar gjarnan plastpoka til að spara plastið.“ Notuð föt njóta vax- andi vinsælda að mati Sigurlaugar. ,,Fyrir hrun var ekki mikið um það að fólk gengi í notuðum fötum en í dag mokast fötin út. Það virð- ist til dæmis vera tíska hjá ungum stúlkum að ganga í notuðum föt- um. Þær ná að gera föt sem virka jafnvel óspennandi svo flott og mér finnst það ofboðslega skemmti- legt.“ Það kemur á óvart hvað selst á Nytjamarkaðnum. Helgi segir DVD-diska og bækur rjúka út, enda sé hvort tveggja á sann- gjörnu verði. Þau Sigurlaug eru einmitt í þann mund að koma nýrri sendingu af bókum fyrir. Húsgögn eru einnig meðal þess sem mikið selst af á Nytjamark- aðnum, en þau sem þar starfa reyna að koma húsgögnum sem þeim berast í eins gott stand og mögulegt er. „Við reynum að hreinsa hús- gögnin og bera á; þá verða þau af- ar falleg og tilbúin í að eignast nýtt líf,“ segir Sigurlaug. Menntun spornar við fátækt Ágóðinn af nytjamarkaðnum rennur í allt starf ABC barna- hjálpar. Sigurlaug og Helgi benda aðallega á góð málefni í Pakistan, Rúanda, Búrkína Fasó og Úganda í því samhengi. „Það er verið að bjarga mörg- um af þessum börnum úr hreinum þrældómi. Þau vinna mörg hver við að búa til múrsteina í 16 tíma á dag fyrir lítil eða engin laun og það er skelfilegt að vita til þess að slíkt viðgangist. Fjölskyldurnar þeirra hafa kannski fengið ein- hvern smá pening lánaðan frá þeim sem standa að þrældómnum og sjá enga kosti aðra en að senda börnin sín í vinnuþrælkun. Þessi börn eru einfaldlega föst í þessum aðstæðum en ABC barnahjálp leitast við að grípa þar inn í og hefur komið mörgum börnum til hjálpar og boðið þeim skóalvist,“ segir Sigurlaug, en ABC barna- hjálp vinnur út frá því að menntun sé mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar. Sam- tökin hafa stofnað og styrkja nokkra skóla í löndum þar sem neyðin er mikil. Söfnuðu 700 þúsund krónum Í ár er 30 ára afmæli ABC barnahjálpar og því í nógu að snú- ast. Sigurlaug segir safnanir árs- ins hafa farið fram úr væntingum. „Um daginn var haldið bingó þar sem markmiðið var að safna þrjú hundruð þúsund krónum fyr- ir brunni. Mætingin var svo góð að við söfnuðum sjö hundruð þús- und krónum á þessu eina kvöldi. Gjafmildin var alveg hreint ótrú- leg, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum. Við enduðum því á því að safna fyrir brunninum og starfi hjúkrunarfræðings í heilt ár.“ Nýr nytjamarkaður í Hafnarfirði Morgunblaðið/Eggert Sjálfboðaliðar Þau Sigurlaug og Helgi standa vaktina í Dalshrauni og segja ekkert vanta nema fleiri sjálfboðaliða. Vínglös Það kennir ýmissa grasa á nytjamarkaðnum og þar er að finna forvitnilega muni frá ólíkum löndum. Þar má nefna búsáhöld, töskur, bækur, golfkúlur, fiskabúr, sjónvörp og húsgögn. Nytjamarkaður Hátt er til lofts í nýja húsnæðinu og nóg pláss fyrir varning frá gjafmildum Hafnfirðingum og öðrum velunnurum. ABC barnahjálp hefur nú opnað nytjamarkað í Dalshrauni, þar sem fyrr- verandi eigandi forn- munaverslunar stendur vaktina. Nóg er að gera, en mikil eftirspurn er eft- ir notuðum hlutum í góðu ástandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.