Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 manna sem allir höfðu verið vegnir með sverðum, öxum og kylfum. „Okkur varð ljóst að þarna hafði verið framið fjöldamorð,“ er haft eftir Clöru Alfsdotter, einum forn- leifafræðinganna í Sandby, í New York Times. „Það var greinilega þannig að þeir sem verknaðinn unnu höfðu gengið hús úr húsi og drepið alla sem á vegi þeirra urðu, allt frá börnum til eldra fólks,“ bætir hún við. Áverkar á flestum beinagrind- anna sem komið hafa í ljós benda til þess að ráðist hafi verið á fólkið óviðbúið. En uppgröfturinn hefur fram að þessu aðeins náð til tíunda hluta virkisborgarinnar. Líklegt er að hundruð beinagrinda eigi eftir að koma í ljós. Það kæmi á óvart ef þær sýndu ekki sama mynstur. Ýmis önnur ummerki en áverk- arnir benda til skyndiárásar. Hálf- étin síld fannst til dæmis í einu húsanna. Einnig hafa fundist beina- grindur húsdýra, hunda og kinda, sem greinilegt er að hafa drepist úr fæðuskorti. Athyglisvert þykir að dýrir skartgripir sem fólkið bar, hringar, hálsfestar og brjóstnælur, og rómverskir gullpeningar, höfðu ekki verið fjarlægðir. En engin vopn hafa fundist við uppgröftinn; þau hafa ódæðismennirnir tekið með sér. Eins og tíminn standi í stað „Það er eins og tíminn standi í stað þarna,“ sagði einn fornleifa- fræðinganna, Helena Victor, í sam- tali við New York Times. „Við erum á vettvangi glæps, en sjáum um leið hvernig daglegt líf og vistarverur fólks hafa verið fyrir 1.500 árum.“ Ein beinagrindanna tilheyrði manni sem verið hefur á sjötugs- aldri. Mjaðmagrind hans var brunn- in. Hann kann að hafa fallið í eld- stæði þegar hann var veginn. Sérstaka eftirtekt vakti að upp í munn hans hafði verið troðið tönn- um af kind. Fornleifafræðingarnir telja að með þessu hafi átt að niður- lægja hann. Þeir velta fyrir sér hvort maðurinn hafi hugsanlega verið trúarlegur leiðtogi fólksins. Á þessum tíma létu menn jafnan mynt í grafir látinna svo þeir gætu greitt fyrir aðgang að framhaldslífi. Kannski áttu kindatennurnar að koma í veg fyrir að maðurinn kæm- ist til guðanna. Fram að þessu hafa allar beina- grindurnar verið af körlum og pilt- um. Hvað varð um konurnar í virk- isborginni? Fullvíst er að konur hafa búið þarna, það sýna bein ungra drengja og eins sem var nýfæddur auk kvenlegra skartgripa. Annað- hvort eiga konurnar eftir að koma í ljós við frekari uppgröft eða árás- armennirnir hafa haft þær allar á brott með sér. Hvernig og hvers vegna? Þótt uppgröfturinn í Sandby sé skammt á veg kominn reyna menn að geta í eyður atburðanna sem þarna urðu. Hverjir voru að verki? Hvernig komust þeir inn fyrir dyr virkisins? Og af hverju drápu þeir fólkið? Fornleifafræðingarnir telja að árásarmennirnir hafi komið úr þorpi í nágrenninu. Ólíklegt sé að þeir hafi komið sjávarmegin því þaðan var ógerlegt að ráðast inn í virkisborg- ina. Sennilega hafi ódæðið verið unnið af hugmyndalegum ástæðum eða vegna baráttu um völd. Miðað við það sem skilið var eftir geti ekki verið að hér hafi eingöngu verið um ránsferð að ræða. Þeir hafa líkt verknaðinum við hryðjuverk í nú- tímanum. „Einhver hefur líklega opnað borgarhlið fyrir mönnunum þegar íbúarnir voru í fastasvefni,“ segir einn fornleifafræðinganna, Ludvig Papmehl-Dufay. Hann telur að árás- armennirnir hafi verið um eitt hundrað og þeir hafi verið að hefna sín á íbúunum. Enginn veit fyrir hvað. En nýlega kom í ljós að virk- isborgin hefur verið byggð ofan á gamlan grafreit. Var verið að refsa íbúunum fyrir að vanvirða grafar- helgina? spyrja menn. Samtals hafa fundist beinagrind- ur 26 manna í Sandby. Ekki er ólík- legt að þær verði tíu sinnum fleiri þegar uppgreftrinum lýkur. Fræðimenn telja að á tíma Róma- veldis hafi auðlegð verið mikil í Öland. Rómverskir gullpeningar og innfluttur lúxusvarningur gætu ver- ið vísbendingar um að margir karl- anna þar hafi verið málaliðar suður í löndum. Fundist hafa minjar um fleiri en eitt þúsund steinhlaðin hús á eyjunni og þúsundir grafstæða. Jörðin geymdi magnaða sögu  Fornleifarannsóknir á Öland í Eystrasalti leiða í ljós ódæðisverk sem unnið var fyrir 1.500 árum  Íbúarnir komu engum vörnum við og voru stráfelldir  Líkin skilin eftir og staðurinn yfirgefinn Rannsókn Heillegar beinagrindur hafa fundist í öllum húsunum sem grafin hafa verið upp. Beinin veita þýðingarmiklar upplýsingar um fólkið og at- burðina sem urðu í Sandby fyrir 1.500 árum. Áverkarnir og staðsetning þeirra á beinum sýna að ráðist hefur verið á fólkið óviðbúið. Sandby Þessi loftmynd var tekin áður en uppgröfturinn hófst. Virkisborgin var reist fyrir meira en 1.500 árum. Fleiri slíkar borgir eru á Öland. Virkisborg Grunnteikning sem sýnir hvernig húaskipan var í virkisborg- inni. Þar hafa líklega búið um 250 manns í um 50 húsum. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fornleifauppgröftur í 1.500 ára gamalli virkisborg á sænsku eyj- unni Öland í Eystrasalti hefur að undanförnu verið í sviðsljósi fjöl- miðla víða um heim. Þar hafa kom- ið í ljós óvenjulega vel varðveittar minjar sem þykja bregða ljósi á at- burði og örlög á tíma sem myrkur forsögunnar grúfir yfir og engar ritheimildir eru til um. Allt bendir til þess að þarna hafi verið unnið mikið ódæðisverk; ráðist á íbúana þegar þeir áttu sér einskis ills von og þeir flestir eða allir vegnir. Staðurinn virðist síðan hafa verið yfirgefinn og líkin skilin eftir án þess að vera grafin; beinagrindur fundust á víð og dreif í húsunum, allar með áverka eftir vopn. Staðurinn sem um ræðir nefnist nú Sandby-borg og er við stöndina um miðbik austurhluta eyjarinnar. Þarna hafa menn byggt mikið virki, næstum hringlaga, umhverfis um 50 íveruhús sem allt að 250 manns hafa búið í. Minjarnar eru taldar vera frá 5. öld, um 300 árum áður en víkingaöldin svonefnda hefst. Talið er að rústir um 15 virk- isborga sé að finna á víð og dreif á Öland, en þær hafa lítt verið rann- sakaðar fram að þessu. Gripir sem fundist hafa við uppgröftinn í Sandby sýna að frá Öland hafa menn farið um Rómaveldi og víðar. Fræðimenn velta fyrir sér hvort tengja megi grimmdverkið sem þar var unnið við upplausnina og ólg- una sem fylgdi þjóðflutningatím- anum og hruni Vestrómverska rík- isins. Sænsku fornleifafræðingarnir sem vinna að uppgreftrinum og rannsókninni greina frá því sem komið hefur í ljós í nýjasta hefti fræðitímartisins Antiquity sem er aðgengilegt á netinu. Gengu hús úr húsi Nokkur ár eru síðan áhugi vakn- aði á því að kanna hvað jörðin í Sandby-borg á Öland geymdi. Haf- ist var handa sumarið 2010 og þá þegar kom á daginn að eitthvað óvenjulegt hafði gerst þarna. Í anddyri fyrsta hússins sem grafið var upp fannst beinagrind karls og sköguðu fótleggirnir út úr húsinu. Á beinum hans voru áverkar sem sýndu að maðurinn hafði verið veg- inn. Við hlið hans voru bein annars manns og voru þau með mikla áverka. Í nálægum húsum komu svo í ljós jarðneskar leifar fleiri Kristín S. Sigurðardóttir Lögg. fast.sali. Sigurlaug B. Baldursdóttir Lögg. fast.sali. Lindargata 57 101 RVK,Vitatorgi Björt og falleg 48,1 m2 tveggja herbergja íbúð á 6. hæð fyrir 67 ára og eldri með útsýni yfir fjöllin blá. Gengið er inn af gangi forstofu/hol með góðum skápum og geymslu innaf. Þaðan inn á baðherbergi til vinstri en beint áfram inn í stofu og eldhús sem er saman í alrými, hvít innrétting, eitt gott herbergi með skápum. Baðherb. er með dúkalagt og með sturtu, tengi er fyrir þvottavél og þurrkara þar inni. Útgengi er út á norður svalir úr alrými. V- 33,4 millj. Traust og góð þjónusta í 15 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.