Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 25

Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 25
Miðasala í Hörpu sinfonia.is harpa.is 528 50 50 @icelandsymphony / #sinfó 19:30FÖSTUDAGUR 25. MAÍ Daniel Blendulf hljómsveitarstjóri Alina Pogostkina einleikari Kaija Saariaho Ciel d’hiver (Vetrarhiminn) Jean Sibelius Fiðlukonsert Béla Bartók Konsert fyrir hljómsveit Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands föstudaginn 25. maí leikur rússneski fiðluleikarinn Alina Pogostkina hinn sívinsæla fiðlukonsert Sibeliusar. Alina hlaut fyrstu verðlaun Sibeliusar-keppninnar í Helsinki árið 2005 og hefur síðan komið fram með mörgum helstu hljómsveitum og stjórnendum heims. Fiðlukonsert Sibeliusar er sívinsælt meistaraverk og hefur þessi sigurvegari Sibeliusar- keppninnar fengið mikið lof fyrir túlkun sína á einmitt þessu verki. Daniel Blendulf er margverðlaunaður sænskur hljómsveitarstjóri og á tónleikunum stjórnar hann einnig stemningsríku verki Kaiju Saariaho og Konsert fyrir hljómsveit eftir ungverska meistarann Béla Bartók. Alina Pogostkina hleypur í skarðið fyrir Janine Jansen sem hefur þurft til að aflýsa öllum tónleikum sínum undanfarnar vikur vegna veikinda. Tónleikakynning kl. 18:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.