Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nú styttist í að framkvæmdir hefjist við jarð-
vinnu vegna uppbyggingar á stærsta húsi
Nýja Landspítalans, svokölluðum meðferðar-
kjarna. Verkið var boðið út í apríl sl. og tilboð
verða opnuð hjá Ríkiskaupum 6. júní nk. Hús-
ið verður 66 þúsund fermetrar og er stefnt að
því að starfsemi geti hafist árið 2024.
Þessar framkvæmdir munu valda miklu
raski á lóð Landspítalans. Meðal annars munu
mörg bílastæði hverfa og því hefur Landspít-
alinn snúið sér til Reykjavíkurborgar og óskað
eftir að fá afnot undir bílastæði fyrir starfsfólk
og gesti á grænum svæðum á svokölluðum
Umferðarmiðstöðvarreit. Alls vill spítalinn fá
svæði fyrir 237 bílastæði.
Fyrir síðasta fund borgarráðs var lagður til
staðfestingar samningur skrifstofu eigna og
atvinnuþróunar og Landspítalans en af-
greiðslu hans var frestað.
Fyrir borgarráð var lögð umsókn Nýs
Landspítala ohf. Þar kemur fram að vegna
fyrirhugaðra framkvæmda innan lóðar Land-
spítalans lendi stór hluti núverandi bílastæða
innan framkvæmdasvæðisins. Á fram-
kvæmdatíma sé nauðsynlegt að tryggja að-
gengi að spítalanum fyrir sjúklinga, gesti spít-
alans og starfsfólk. Því sé þörf á
bráðabirgðabílastæði, bæði innan og utan lóð-
ar Landspítalans. Áætlað er að framkvæmdir
hefjist í júní 2018. Frá þeim tíma og fram til
loka árs 2021 er áætlað að þörf sé á bráða-
birgðabílastæðum utan lóðar spítalans. Sam-
anlagður fjöldi stæða er 237, 150 stæði á vest-
ari reit og 87 á eystri reit.
Allar skemmdir sem kunna að verða á landi
vegna framkvæmda við bráðabirgðabílastæðin
verða lagfærðar á kostnað Nýja Landspítal-
ans. Verkið innifelur jarðvinnu og yfirborðs-
frágang við gerð bílastæðanna, lýsingu, rekst-
ur og viðhald á framkvæmdatíma og aðgangs-
stýringu bílastæðanna.
Gjaldskylda á bílastæðunum
Aðgangsstýring bílastæðanna á fram-
kvæmdatíma verður bundin við gjaldskyldu til
að tryggja gott aðgengi að bílastæðunum fyrir
gesti og starfsmenn Landspítalans sem og al-
menna notendur. Engin hlið verða, heldur get-
ur almenningur (þ.m.t. viðskiptavinir Land-
spítalans) lagt í bílastæðin gegn gjaldi en gert
er ráð fyrir að starfsmenn og nemendur við
Landspítalann muni hafi aðgang að bílastæða-
kortum sem gilda í sömu stæði.
Til stendur að semja við bílastæðasjóð um
fyrirkomulag og eftirlit með þessum stæðum.
Landspítalinn þarf 240 ný bílastæði
Ljósmynd/NLSH
Bílastæðin nýju Þau verða á grænum svæðum norðanmegin við Umferðarsmiðstöðina.
Jarðvinna vegna meðferðarkjarna Nýs Landspítala hefst í sumar Flest bílastæði spítalans lenda
innan framkvæmdasvæðisins Spítalinn óskar eftir landi undir bílastæði við Umferðarmiðstöðina
Tvær íslenskar konur eru á lista
Apolitical yfir 100 áhrifamestu ein-
staklinga í jafnréttismálum fyrir ár-
ið 2018.
Það eru Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra og Hanna Birna
Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráð-
herra og borgarstjóri, en hún hefur
verið í fararbroddi fyrir Women
Political Leaders.
Apolitical, sem er alþjóðlegur
stefnumótunarvettvangur, kynnti
listann í gær, samkvæmt frétt frá
forsætisráðuneytinu.
Á listanum eru þeir einstaklingar
sem þykja hafa skarað fram úr hvað
viðvíkur jafnréttismálum hvort sem
er með rannsóknum, stefnumótun,
baráttu fyrir málefnum sem tengjast
jafnrétti eða öðru.
Melinda Gates, annar stofnenda
Bill & Melinda Gates Foundation,
Justin Trudeau, forsætisráðherra
Kanada, og Julia Gillard, fyrrver-
andi forsætisráðherra Ástralíu, eru
einnig á listanum.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Katrín
Jakobsdóttir
Eru á lista
Apolitical
fyrir 2018
Sumarfundur forsætisráðherra
Norðurlandanna var haldinn í
Örnsköldsvik í Svíþjóð í vikunni.
Fundurinn er haldinn árlega og var
Stefan Löfven, forsætisráðherra
Svíþjóðar, gestgjafinn í ár.
Fundinn sátu Erna Solberg, for-
sætisráðherra Noregs, Lars Løkke
Rasmussen, forsætisráðherra Dan-
merkur, Juha Sipilä, forsætisráð-
herra Finnlands, Stefan Löfven og
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra Íslands. Þau ræddu m.a. nor-
rænt samstarf, stöðu alþjóðastjórn-
mála, þróun mála í Evrópu og
öryggismál og 5G-væðingu Norður-
landanna. Þau funduðu einnig með
lögmanni Færeyja en leiðtogum
Grænlands og Álandseyja var einn-
ig boðið til fundarins.
Sumarfundur ráð-
herranna í Svíþjóð
Hagkvæmt húsnæði
Leit að samstarfsaðilum
Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðilum um uppbyggingu á hagkvæmu
húsnæði á völdum reitum í borginni.
Í vetur auglýsti Reykjavíkurborg eftir hugmyndum til að auka framboð á hagkvæmu
húsnæði fyrir meðal annars ungt fólk og fyrstu kaupendur. 68 aðilar sendu inn
hugmyndir og voru þær meðal annars kynntar á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nú er
komið að öðrum fasa verkefnisins þar sem umsóknir um reiti sem lýsa uppbyggingu á
tilteknum svæðum verða metnar á grundvelli matslíkans.
Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, í Gufunesi, í Bryggjuhverfi við
Elliðaárvog, við Stýrimannaskólann, á Veðurstofureit og í Skerjafirði. Skipulag þessara
svæða er mislangt á veg komið. Gert er ráð fyrir því að samstarfsaðilar komi inn í
þróunar- og deiliskipulagsvinnu og geti þannig haft áhrif á endanlegt deiliskipulag.
Umsóknir skal senda í síðasta lagi 20. júní 2018.
Nánari upplýsingar um verkefnið ásamt matsblaði má finna á heimasíðu
Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/hagkvaemt-husnaedi