Morgunblaðið - 24.05.2018, Side 34

Morgunblaðið - 24.05.2018, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Við tökum nú á móti garðaúrgangi á öllum stöðvum Sorpu. Opið frá 12.00 til 18.30 — og á Breiðhellu opnar kl. 8.00. Allar nánari upplýsingar á flokkid.sorpa.is Losaðu þig við öll verksummerki Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fræðslusýning um það hvernig hið gamla íslenska skyr er gert og skyr- bar þar sem afurðin er afgreidd eins og ís í dós með mismunandi heima- gerðum bragðtegundum eru meðal nýjunga sem kúabændurnir á bæn- um Erpsstöðum í Dölum bjóða nú upp á í Rjómabúinu Erpsstöðum. Þorgrímur E. Guðbjartsson og Helga E. Guðmundsdóttir hafa rekið Rjómabúið í rúm níu ár. Þau fram- leiða og selja ís, skyr og osta og ýms- ar hliðarafurðir og reka auk þess litla ferðamannaverslun og bjóða gestum að skoða kýrnar í fjósinu. „Það var lítið um afþreyingu fyrir ferðafólk í Dölum. Þegar við byggð- um nýtt fjós ákváðum við að taka frá pláss til að bjóða upp á þetta. Lögð- um áherslu á að fjölskyldufólk gæti komið hér við, fengið sér ís, klappað dýrunum, leikið sér og haldið svo ferðinni áfram. Þetta átti að vera fjölskylduvænn áningarstaður,“ seg- ir Þorgrímur um upphafið. Hann bætir því við að þau hafi séð tækifæri til að kynna kúabúskap og sveitalíf fyrir fólki. „Tenging fólks við íslenskan landbúnað hefur rofn- að og við vildum leggja okkar lóð á vogarskálarnar og reyna að vinda of- an af því. Það hefur veitt okkur ánægju að sýna fólki fjósið og segja frá því hvað við erum að gera. Það er líka pískur á okkur, við verðum að hafa snyrtilegt í kringum okkur og ekkert óþarfa drasl má sjást.“ Þróað í samvinnu við Matís Þau hafa nú gengið í alþjóðleg samtök hagleikssmiðja, Économu- sée, og hafa breytt og aukið við starfsemina til að falla að hug- myndafræði þeirra. Nýjungin hefur verið þróuð í samstarfi við Matís í tvö ár. „Þetta snýst um að framleiða sérstaka vöru og halda á lofti þekk- ingu eða handbragði sem henni fylgir,“ segir Þorgrímur. Þetta er gert á Erpsstöðum með því að setja upp fræðslusýningu um skyrgerð á veggjum Rjómabúsins. Við framleiðslu á skyri og öðrum af- urðum er reynt að nota sem mest af hráefnum úr umhverfinu. Mjólkin sem skyrið er framleitt úr kemur úr kúnum sem eru mjólkaðar hinum megin við vegginn og bragðefni út á skyrsmakkið eru úr matjurtagarð- inum eða annars staðar úr umhverf- inu. Meðal bragðefna er rabarbara- saft, bláberjasafi og fíflahunang. Gestir geta fengið að smakka skyr á staðnum eða tekið með sér og starfs- fólkið er þjálfað til að svara öllum spurningum gesta um aðferðirnar við framleiðsluna. Þá verða fræðslu- stundir tvisvar á dag í sumar þar sem sagt er frá skyrgerð og næsta vetur er áformað að bjóða fólki upp á örnámskeið. Töluverð umferð erlends ferða- fólks á bílaleigubílum var um hlaðið á Erpsstöðum þegar blaðamaður staldraði þar við. Helga og Þor- grímur eru ánægð með viðtökurnar það sem af er vori en segja að betur reyni á nýjungarnar í sumar, þegar innlendu og erlendu ferðafólki fjölgi á vegunum. Ísinn alltaf vinsælasta afurðin Í upphafi var aðaláherslan lögð á ísgerð enda var það og er vinsælasta afturðin. Svo bættist við skyr og tengdar afurðir og ostagerð. Þor- grímur er mjólkurfræðingur og frumkvöðull í sér. „Við notum mik- inn rjóma við ísgerðina og við það fellur til undanrenna. Fyrst gáfum við kálfunum alla undanrennu en þegar hún var orðin of mikil fannst okkur nauðsynlegt að nýta hana á annan hátt. Skyrgerðin var kjörin enda fellur þetta vel saman. Í fram- haldi komu nýjungar í skyri, eins og skyrkonfekt sem hannað var í sam- vinnu við nema í Listaháskóla Ís- lands og mysudrykkur í samvinnu við Kruss. „Við bjóðum einnig upp á ferska mysu til drykkjar. Ferðafólk- ið er ánægt með allt sem það fær að smakka.“ Fjölgun ferðafólks í landinu hefur gert það að verkum að erlent ferða- fólk er stærri hluti gesta en var í upphafi. Einnig hefur Rjómabúið á Erpsstöðum fengið kynningu í al- þjóðlegum ferðahandbókum. Helga áætlar að hlutfallið á milli erlendra og innlendra ferðamanna sé nokkuð jafnt. Fleiri erlendir ferðamenn komi vor og haust en eftir að skólum lýkur á vorin sé íslenskt fjöl- skyldufólk í meirihluta. Alltaf til í að prófa eitthvað nýtt Fjölskyldan vinnur mikið sjálf við framleiðslu og sölu afurðanna, bæði hjónin og börn þeirra, en þau ráða einnig innlent og erlent starfsfólk. Helga viðurkennir að álagið sé oft mikið og vinnudagarnir langir. En mesta álagið sé í stuttan tíma á hverju ári. „Við kynnumst líka fólki úr öllum heimsins hornum og þótt við séum heima hjá okkur eykst víð- sýni okkar við þessi kynni,“ segir hún. „Ef ég lít til baka, til þessara níu ára, þá er ég hræddur um að ég myndi gera þetta aftur, ef ég stæði í sömu sporum og þá. Ég er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, fara óhefð- bundnar leiðir,“ segir Þorgrímur og Helga tekur undir það. Segir að ef þau væru ekki í mjólkurvinnslunni væru þau í einhverju öðru. „Ef við höfum einhvern tíma til að slappa af finnur Þorgrímur sér eitthvað til að gera,“ segir hún. Halda á lofti þekkingu og handbragði  Hjónin á Erpsstöðum í Dölum geng- in í alþjóðleg samtök hagleikssmiðja  Fræðslusýning um skyrgerð á veggjum Rjómabúsins, námskeið og boðið upp á skyrsmakk Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skyrsmakk Nýjungin á Erpsstöðum gengur út á fræðslusýningu á veggjum Rjómabúsins, námskeið og skyrsmakk. Helga Guðmundsdóttir og Þorgrímur E. Guðbjartsson smakka sjálf á eigin framleiðslu. Aðrar aðferðir eru notaðar við að gera gamla íslenska skyrið en við framleiðslu á skyri í mjólkursamlögum landsins. Í fyrsta lagi er skyr notað til að búa til næstu skyrlögun en ekki tilbúnir gerlar eins og í mjólkursamlögunum. Í öðru lagi er skyrið síað í gegnum poka en ekki pressað í vélum. Gamla aðferðin er mun tímafrekari, tekur einn til þrjá sólar- hringa. Rjómabúið á Erpsstöðum er einn af sára- fáum framleiðendum íslenska skyrsins í landinu. Þátttaka þess í alþjóðlegum sam- tökum hagleikssmiðja grundvallast á þess- ari framleiðsluaðferð. Pokasíunin tekur tíma GAMLA AÐFERÐIN Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ostagerð Guðni Hannes Guð- mundsson ostagerðarmaður hleypir glundrinu ofan af kúmenostinum sem hann er að gera. Honum til að- stoðar eru Zane og Dave.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.