Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 38

Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 38
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, komu í viðtal saman hjá Morgunblaðinu í vikunni. Þar svöruðu þeir spurningum um stefnumálin og gagnrýndu áherslur hvor annars í borgarmálunum. Spurt var um nokkra málaflokka og fengu báðir frambjóðendur að bregðast við svörum hins. Skuldastaðan bærileg – Dagur, árið sem þetta kjör- tímabil hófst, 2014, voru skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta Reykjavíkurborgar 287,14 millj- arðar en skv. ársreikningi 2017 voru þær 297,3 milljarðar. Hvers vegna hafa skuldir að nafnvirði hækkað síðan 2014? „Skuldir í samstæðunni hafa verið að lækka að raunvirði, eins og þú þekkir. Það sem hefur hækkað er líf- eyrisskuldbindingar, sem tengjast stórum kjarasamningum og hækk- andi aldri þjóðarinnar. En skuldir Reykjavíkurborgar, samanborið við önnur sveitarfélög, sem hlutfall af tekjum, eru mjög bærilegar, 83%. Í raun hafa fá eða engin sveitarfélög jafn mikla fjárhagslega burði og borgin. Við skiluðum einum sterk- asta ársreikningi í manna minnum núna fyrir síðasta ár. Þetta tengist þessari miklu uppbyggingu sem er í borginni. Við erum að upplifa eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar. En þetta er líka af- rakstur þess að það hefur verið haldið fast á málum. Við þurftum að taka á honum stóra okkar til þess að snúa þröngri stöðu í betri, en tókst það um mitt kjörtímabilið. Og það þarf að halda áfram með ábyrgum hætti á fjármálunum og það ætlum við okkur sannarlega að gera.“ Lækka frekar gjaldskrár – Borgin hefur verið með hámarksútvar, 14,52%, frá 2014. Stendur til að lækka útsvarið á næsta kjörtímabili ef þú verður áfram borgarstjóri? „Við höfum lagt meira upp úr því að lækka gjaldskrár og álögur, þannig að fjölskyldurnar hafa haft meira úr að spila í Reykjavík heldur en í samanburðarsveitarfélögunum þegar allt er talið,“ segir Dagur. „Við höfum lækkað fasteignagjöld á íbúa, þannig að þau eru einna lægst á landinu. Við höfum verið að auka afslætti fyrir tekjulága eldri borgara og öryrkja af fasteigna- gjöldum. Þannig að með stefnu okk- ar hvað þetta varðar erum við að leggja áherslu á að létta undir með þeim sem eiga erfiðast með að láta enda ná saman.“ – Hvað með fasteignaskatta, Dagur? Nú eru þeir í hámarki í b- flokki (opinberar byggingar) og í c- flokki (atvinnuhúsnæði). Stendur til að lækka þessa skatta? „Við höfum horft til þess að Þjóð- skrá, sem gerir fasteignamatið fyrir fyrirtækin, hefur verið að breyta um aðferðafræði og tekjutengja hana. Við ætlum að sjá hvernig það gengur. Og hvort það leiðir ekki til réttlátari álagningar á atvinnufyrir- tæki.“ Endurmat skýrir hagnaðinn Eyþór biður um orðið: „Í fyrsta lagi hafa skuldir borgarsjóðs hækk- að mjög mikið á kjörtímabilinu, þrátt fyrir góðæri,“ segir Eyþór. „Sá hagnaður sem við höfum séð í bókunum er að miklu leyti til kom- inn vegna endurmats eigna. Mér finnst sérkennilegt að Félags- bústaðir, sem eiga leiguíbúðir í fé- lagslega kerfinu og ekki stendur til að selja miðað við núverandi stefnu, séu að innbyrða hagnað upp á tugi milljarða á kjörtímabilinu, vegna þess að þessar íbúðir eru endur- metnar. Þetta er ekki hagnaður sem skilar sér í peningum, enda er reyndin sú að handbært fé minnkaði um 10 milljarða milli ára og skuldir hafa vaxið í borgarsjóði. Lækkun skulda hjá Orkuveitunni er skamm- góður vermir því hann er eingöngu vegna þess að krónan hefur styrkst. Þetta eru erlendar skuldir á móti ís- lenskum krónum í tekjum. Þannig að skuldastaða Orkuveitunnar er varasöm. Nú eru blikur á lofti. Það er óumflýjanlegt að skuldir Orku- veitunnar munu vaxa hratt ef krón- an gefur eftir. Þetta er hvalreka- útkoma. Það er verið að fá hvalreka. Innleysa einskiptishagnað. Á móti kemur mikil gengisáhætta í Orku- veitunni. Ég er viss um að borgar- stjóri hefur áhyggjur af þessu.“ Tóku við 50 milljarða gati Dagur andmælir þessu. „Þegar við tókum við var 50 milljarða gat í rekstri Orkuveitunnar og fimm milljarða gat hjá borgarsjóði. Við höfum ráðið vel úr fjármálunum. Þau standa eftir miklu sterkari, í miklu betra jafnvægi og með miklu tryggari áhættuvarnir á öllum svið- um en áður. Þannig að ég legg fjár- málin alveg óhræddur í dóm allra,“ segir Dagur. Eyþór vísar þessu á bug. „Hér eru hæstu launaskattar, útsvar, á höfuðborgarsvæðinu. Fasteigna- skattar hafa hækkað um 50% á kjör- tímabilinu. Það er ljóst að vandi Reykjavíkur er ekki tekjuvandi. Hann er að forgangsraða fjár- munum betur.“ Laði fólk til borgarinnar – Þá hef ég spurningu fyrir þig, Eyþór, áður en ég spyr hvernig þið ætlið að fjármagna kosningalof- orðin. Skuldir og skuldbindingar borgarinnar eru rúmir 299 millj- arðar. Þið hyggist lækka útsvarið úr 14,52% í 13,98% í fjórum skrefum. Þú hefur sem borgarstjóraefni lagt áherslu á að lækka skuldir. Hvað mun lækkun útsvarsins kosta á kjörtímabilinu og hvernig á að lækka skuldir samhliða því að skerða tekjur? „Í fyrsta lagi þarf að efla sam- keppnisstöðu borgarinnar. Fólk er að flytja í önnur sveitarfélög. Þótt það kosti á fyrsta ári 600 milljónir að fara í þessa aðgerð mun hún stuðla að því að fleiri vilji búa í Reykjavík. Við ætlum að auka tekj- urnar á breiðum grundvelli með því að fjölga íbúum af meiri krafti en verið hefur. Þetta tvennt mun skila okkur stöðugum langtímatekjum, ekki skammtímatekjum, heldur út- svarstekjum til langs tíma. Þannig eflum við tekjurnar. Á sama tíma munum við skera niður í útgjöldum til yfirstjórnar og annarra þátta. Þannig að við ætlum að auka tekjur og skera niður. Þetta er eins og hjá fyrirtækjum. Við erum í samkeppni um fólk og við sjáum hvað lággjalda- fyrirtæki gera. Þau lækka kostnað og bjóða betra verð. Þetta tvennt munum við gera.“ Gerist hraðar en fólk heldur – Dagur, þið eruð með margvísleg kosningaloforð. Þið ætlið að setja Miklubraut í stokk. Þorsteinn Her- mannsson, samgöngustjóri borgar- innar, nefndi í vor að þetta gæti kostað 21 milljarð. Síðan boðuðuð þið að hefja framkvæmdir við borgarlínuna á næsta ári. Og bjóða 12-18 mánaða börnum leikskólapláss í fyrsta skipti. Hvernig ætlið þið að fjármagna aðgerðirnar, hvað kosta þær og munu skattar og álögur hækka eða lækka? „Miklubraut í stokk og borgar- línan eru samstarfsverkefni við ríkið. Þær viðræður eru ekki form- lega hafnar en samtölin eru sannar- lega hafin og verða á grundvelli fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar og stjórnarsáttmálans. Þannig að ég bind góðar vonir við að ná góðri og breiðri sátt um að flýta þeim verk- efnum. Raunar hef ég bent á að Reykjavíkurborg getur nýtt styrk sinn til að gera þetta hraðar en fólk kannski gerir ráð fyrir. Svipað eins og þegar einhver tekur að sér fram- kvæmd og greiðslur ríkisins, sem þurfa sannarlega að koma inn í verk- efnin, kæmu þá á lengri tíma. Leik- skólaáætlunin er stórhuga en hún á að rúmast innan fimm ára áætlunar borgarinnar miðað við áframhald- andi framkvæmdastig. Þannig að við erum fyrst og fremst að setja fram ábyrg loforð. Það sem hins vegar vekur athygli í þessari kosningabar- áttu er að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur baráttuna með mjög stórum orð- um um að fjárhagur borgarinnar sé mjög erfiður. Svo leggjum við fram ársreikning sem sýnir fram á annað. Þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn allt í einu í breyttri mynd og fer að lofa á hægri og vinstri. En það sem í raun vantar inn í myndina er að Eyþór segir hér að síðan ætli hann að fara að skera niður mjög víða. Ég held að fólk úti í skólunum og í velferðar- kerfinu og í þessum hlutum borgar- kerfisins sem taka til sín yfir 80% af fjármunum borgarinnar hljóti að gera þá kröfu til Eyþórs á loka- metrunum að hann sýni þá á spilin.“ Gott að fá hræðsluáróðurinn Eyþór lætur þessu ekki ósvarað. „Gott og vel, þá skal ég gera það,“ segir Eyþór og Dagur svarar á móti: „Ég held að við viljum vita hvernig hann ætlar að spara í skólunum og í velferðinni?“ spyr Dagur. „Það er ágætt að fá þennan hræðsluáróður fram beint á borðið,“ segir Eyþór. „Við ætlum ekki að skera niður hjá fólki í skólunum, eða sem er að sinna nauðsynlegri þjón- ustu gagnvart eldri borgurum og öðrum. Við munum þvert á móti bæta fjármagni inn í skólana og efla félagsstarf eldri borgara en skera niður í stjórnkerfinu. Það eru rekin hérna allavega tvö ráðhús, eitt við Tjörnina og annað við Borgartún. Það er gríðarlegur fjöldi af milli- lögum í þessu öllu saman fyrir utan verkefnin sem litlu skila eins og að byggja 500 milljóna króna múr við Miklubrautina sem síðan á að víkja. Við ætlum að forgangsraða þannig að þjónusta við íbúana sé í forgangi. Þetta gerði ég í Árborg og lækkaði skatta á sama tíma. Og þetta mun- um við gera.“ – En Dagur, hvað kosta loforðin og munu skattar og álögur hækka eða lækka á kjörtímabilinu? „Við höfum heldur verið að lækka álögur á þessu kjörtímabili, þrátt fyrir stór verkefni í fjármálum.“ „Hvaða álögur?“ spyr Eyþór. „Annars vegar leikskólagjöld og hins vegar fasteignaskatta,“ svarar Dagur. „Fasteignaskatta?“ spyr Eyþór. „Og við munum halda áfram sömu stefnu,“ segir Dagur. „Það er stefna sem einkennist af því að við erum að forgangsraða í þágu barnafjöl- skyldna. Forgangsraða í þágu eldri borgara. En forgangsraða líka í þágu menntunar, velferðar og borg- ar sem er fyrir alla.“ – Ég ítreka spurninguna, Dagur. Hvað kostar þessi pakki sem þið kynnið? Þið hyggist blása til sóknar? „Fjárfestingarhlutinn af leik- skólapakkanum kostar 3,7 milljarða. Það þarf að byggja 4-6 leikskóla. Við erum síðan að bæta við 30-40 stöðu- gildum á ári,“ segir Dagur. – Ég er að hugsa um heildartölu? „Þannig að þetta kemur inn í áföngum. Launakostnaðurinn þegar allt er komið er þá á annan milljarð króna. Þetta rúmast innan fimm ára áætlunar eins og við sjáum hana með forgangsröðun okkar. En það þýðir auðvitað að við erum að halda „Kjósendur hafa skýra valkosti“  Borgarstjóri segir valið skýrt milli meirihlutans og minnihlutans  Eyþór Arnalds segir nauðsynlegt að stokka upp og einfalda borgarkerfið Morgunblaðið/Arnþór Dagur og Eyþór Frambjóðendurnir voru tímabundnir þegar þeir komu í viðtal. Næsti fundur beið þeirra. 38 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.