Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
kominn í betra jafnvægi. Þ.e.a.s.
kauphlutinn af honum hér á höfuð-
borgarsvæðinu, þótt áfram séu mikl-
ar verðhækkanir í sveitarfélögunum
í kringum höfuðborgarsvæðið. En
húsnæðismálin verða enn þá mjög
mikið aðalmál. Við bjuggumst við að
markaðurinn kæmi inn með hag-
kvæmara húsnæði fyrir ungt fólk og
fyrstu kaupendur. Það hefur ekki
gengið eftir.“
– Hvers vegna? Nú hefur þetta
gerst á þinni vakt?
„Ég held að markaðurinn leysi
minna í húsnæðismálum heldur en
oft er talað um. Þess vegna höfum
við sett fram [áform um] að borgin
stígi inn í þetta [ástand] og leggi
lóðir með sérstökum kvöðum undir
uppbyggingu íbúða fyrir ungt fólk
og fyrstu kaupendur.“
Bjuggust við meira framboði
– Hvers vegna var þetta ekki gert
fyrir mörgum árum þegar Airbnb-
íbúðum var að fjölga?
„Við settum leigu- og búsetu-
réttaríbúðirnar í forgang en bjugg-
umst við því að markaðurinn –
vegna þess að þannig var talað –
myndi koma inn með meira af litlum
og meðalstórum íbúðum, ekki síst
fyrir ungt fólk. Við erum ekki ánægð
með þróunina á því sviði, þótt við
séum stolt af uppbyggingu leigu- og
búseturéttaríbúða. Þannig að núna
þurfum við að … leggja fram lóðir í
Skerjafirði, Gufunesi, Bryggju-
hverfi, á Veðurstofuhæð og Stýri-
mannaskólalóð til að þróa þennan
hluta húsnæðismarkaðarins.“
– Hefur markaðurinn þá
brugðist?
„Já. Markaðurinn hefur bæði ver-
ið býsna seinn í að minnka íbúðirnar
miðað við það sem við höfum, byggt
á greiningum okkar, bent á að væri
þörfin. Þess vegna þurftum við að
stíga inn varðandi leigu- og búsetu-
réttaríbúðirnar og þess vegna telj-
um við að núna sé rétt að stíga inn
varðandi hagkvæmt húsnæði fyrir
ungt fólk og fyrstu kaupendur,“ seg-
ir Dagur.
Nær engar íbúðir byggðar
Eyþór biður um orðið: „Dagur er
búinn að vera ráðandi í átta ár. Á
þessum tíma lofar hann 3.000 leigu-
íbúðum fyrir síðustu kosningar og
það var enginn sem túlkaði það
þannig að það ætti að gerast á þar-
næsta kjörtímabili. Bæði hafa nær
engar íbúðir verið byggðar á þessu
sviði og svo er það hitt að lóðum hef-
ur jafnvel verið skilað og þær
óbyggðar vegna þess að það eru
kvaðir á lóðunum, eins og Dagur er
sjálfur að nefna. Bjarg var að skila
lóð við Nauthólsvík, nálægt Háskól-
anum í Reykjavík, vegna þess að það
voru kvaðir þar á. Síðan er það hitt
að Reykjavík er að leggja bygg-
ingarréttargjald á þessi félög. Það
gerir það mjög erfitt fyrir þau að
framkvæma. Niðurstaðan er einföld.
Þetta hefur ekki gengið upp.“
– Dagur, þinn meirihluti hefur
lagt mikla áherslu á þéttingu
byggðar, sem er hluti af því að
endurhanna Reykjavík. Framboð
nýrra íbúða á þéttingarreitum er
töluvert minna en eftirspurn. Hvers
vegna ættu borgarbúar að treysta
þér fyrir húsnæðismálum?
„Þétting byggðar er rétta
stefnan,“ segir Dagur. „Það skerst í
odda í húsnæðismálunum [milli
meirihlutans og minnihlutans]. Því
þegar einkaaðilar komu inn á leigu-
markaðinn, eins og Gamma, Heima-
vellir og aðrir, sagði Sjálfstæðis-
flokkurinn í borgarstjórn að nú gæti
borgin farið að halda að sér höndum.
Markaðurinn myndi leysa þetta. Við
sögðum nei,“ segir Dagur.
„Þetta er misskilningur,“ segir
Eyþór en Dagur heldur áfram. „Við
teljum að borgin þurfi að vinna með
félögum sem eru ekki að byggja í
hagnaðarskyni. Þess vegna erum við
að vinna með Bjargi, sem er bygg-
ingarfélag verkalýðshreyfingar-
innar, stúdentum, félögum eldri
borgara, Búseta og auðvitað Fé-
lagsbústöðum, sem eru fyrirtæki
borgarinnar, vegna þess að hús-
næðismarkaðurinn er svo fjöl-
breyttur. Það er ekki bara eitthvað
eitt sem er fyrir alla. Allir þurfa
samt eitthvað við hæfi og það eru
einfaldlega stórir hópar sem klemm-
ast á húsnæðismarkaðnum. Þeir
geta illa keypt og eiga erfitt með að
ráða við markaðsleigu og þess vegna
höfum við litið á það sem okkar
stóra hlutverk í húsnæðismálunum
að vinna með þessum óhagn-
aðardrifnu félögum í að koma upp
leiguhúsnæði og húsnæði á viðráð-
anlegu verði fyrir venjulegt fólk,“
segir Dagur.
„Hvar eru íbúðirnar?“ spyr Eyþór
og snýr sér að borgarstjóra.
„Þetta er jafnaðarstefnan í hús-
næðismálum,“ svarar Dagur.
„Ef þetta er jafnaðarstefnan í
reynd þá er hún náttúrulega ekki
góð fyrir láglaunafólk,“ segir Eyþór.
„Því leigan hefur hækkað um 40-
50%. Ég spyr: Hvar eru þessar íbúð-
ir og hvert er hlutverk borgarinnar?
Þegar Dagur segir að borgin hafi
ekki getað beitt sér af því að sjálf-
stæðismenn hafi sagt að borgin ætti
ekki að gera neitt þá er það alrangt.
Því borgin á sem höfuðborg og lang-
fjölmennasta sveitarfélagið að út-
vega lóðir á hagstæðum stöðum. Það
hefur ekki verið gert. Það hefur
mest verið byggt upp á þéttingar-
svæðum á lóðum sem bankarnir
eiga. Það hefur leitt af sér að íbúðir
á þéttingarreitum eru að seljast á
upp undir milljón á fermetra. Og
nýtt Íslandsmet var sett á íbúð þeg-
ar hún var sett á sölu á 400 milljónir.
Og ef þetta er jafnaðarstefnan þá
bið ég Guð að hjálpa jafnaðar-
mönnum.“
Jafn margar og á Nesinu
Dagur tekur til máls. „Við settum
met í lóðaúthlutunum í fyrra.“
„Hvar eru íbúðirnar?“ spyr
Eyþór. Dagur fær aftur orðið:
„Og úthlutuðum lóðum fyrir 1.711
íbúðir. Svo fólk átti sig á því hvað
þetta er mikið er þetta jafn mikið og
allar íbúðirnar á Seltjarnarnesi.
Hvað fengu félög sem eru rekin án
hagnaðarsjónarmiða mikið af þess-
um lóðaúthlutunum? 1.440 [íbúðir].
Eitt þúsund fjögur hundruð og
fjörutíu. Þetta sýnir þessa forgangs-
röðun. Við erum að koma þarna inn
með borgarland í samvinnu við félög
án hagnaðarsjónarmiða til þess að
gera húsnæðismarkaðinn heilbrigð-
ari. Og þessar lóðir eru úti um alla
borg á þéttingarreitum, úti um alla
borg, ekki á einhverjum einum
stað.“
„Má ég tala?“ spyr Eyþór. „Takk
fyrir. Þessar lóðaúthlutanir fela í sér
að borgarland er tekið út úr kerfinu.
Ef það er ekki byggt á þessu landi er
það í raun tekið út úr kerfinu.
Vandamálið er að það hefur vantað
uppbyggingu á þessum reitum. Og
hluti af vandanum er sá að borgin er
að rukka há byggingarréttargjöld
og ætlar sér líka, og hefur hafið, að
innheimta innviðagjald. Þessi gjöld
gera öllum erfitt fyrir, ekki síst þeim
sem eru að reyna að búa til leigu-
félög,“ segir Eyþór.
Kallar eftir samstöðu
– Lokaspurning. Sjáið þið ein-
hvern samstarfsflöt í borgarstjórn?
Eru málefni þar sem þið teljið rétt
að setja ágreining til hliðar?
Eyþór: „Ég kalla eftir samstöðu
um úrbætur í þeim málum sem við
leggjum áherslu á; húsnæðismálum,
samgöngumálum og umhverfis-
málum. Þeir sem eru tilbúnir að
leggjast á árarnar með okkur og við-
urkenna þann vanda sem liggur
fyrir eru aðilar sem við viljum vinna
með.“
Dagur: „Ég held að þessi kosn-
ingabarátta hafi kristallað að það
eru tveir býsna skýrir valkostir í
kosningunum. Þ.e.a.s. sá að þróa
borgina áfram í átt að grænni,
þéttri, áhugaverðri, fjölbreyttri,
skemmtilegri borg. Við leggjum
áherslu á að þróa borg fyrir alla.
Með tækifærum fyrir alla. Og ég
vonast til þess að núverandi meiri-
hluti haldi áfram og kannski ein-
hverjir flokkar bætist þar við sem
hafa svipaða framtíðarsýn. Því að ég
held að það skipti mjög miklu máli
að Reykjavík haldi áfram að þróast á
þessari braut.“
– Er þá ekki samstarfsflötur?
„Mér finnst þetta hafa kristallast
sem tveir mjög ólíkir kostir. Þannig
að kjósendur hafi skýra valkosti í
kjörklefanum á laugardaginn.“
Reiðubúinn til samstarfs Eyþór kveðst opinn fyrir samstarfi við flokka sem vilja úrbætur á nokkrum lykilsviðum.
TIL LEIGU
Skipholt 31 – 105 Reykjavík
Skrifstofuhúsnæði
2. og 3. hæð hússins
Stærð samtals 1.200 fm.
Virðisaukaskattslaust.
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í
sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir
netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er
við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í
síma 824-6703. Laust strax.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Til leigu verslunar- og skrifstofuhúsnæði að Grandagarði 13, 101 Reykjavík, alls um 196,8 fm.
Laust í júní 2018. Í boði er langtíma leigusamningur. Húsnæðið býður upp á ýmsa möguleika fyrir
verslunar eða veitingastarfsemi. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á þessu sv ði á næstu árum.
Á jarðhæð er verslunarrými með góðum verslunargluggum út að götu. Bakatil er aðkoma og bílastæði.
Gengið er upp á 2. hæð um sameiginlegan sti agang þar sem eru sameiginlegar snyrtingar.
Á hæðinni r eldhús, tvær skrifstofur og opið vinnurými.
Neðri hæð er 80,3 fm., efri hæð 93,0 fm. og hlutdeild í sameign 23,5 fm.
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
TIL LEIGU
Grandagarður 13 – 101 Rvk
Gerð: Verslunar- og
skrifstofuhúsnæði
Stærð: 196,8 m2
Allar nánari upplýsingar veitir:
Bergsveinn Ólafsson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja-
og skipasali, löggiltur leigumiðlari
og rekstrarfræðingur
863 5868 | 534 1028
bergsveinn@jofur.is
- Eyþór, Sjálfstæðisflokkurinn vill efla strætó, hafa tíðari
ferðir, stytta ferðatíma og bæta leiðakerfið. Slíkar að-
gerðir til að auka hlut almenningssamgangna hafa ekki
borið tilætlaðan árangur. Hvernig ætlarðu að tryggja að
þær beri árangur og hvað mun þetta kosta borgarbúa?
„Ég tel að það sem hafi ekki gengið upp hjá strætó
séu gæðin. Hann hefur stundum verið of seinn og of
fljótur að fara. Það tekur langan tíma að komast út úr
hverfunum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla
bíla, hvort sem það er strætó eða fólksbílar, að gatna-
kerfið gangi upp. Hlutir eins og Sundabraut, eða úrbæt-
ur á ljósastýrðum gatnamótum, eru hagsmunamál fyrir
strætó ekkert síður en aðra. Ef gæðin eru ekki í lagi dug-
ar ekki að lækka verðið á [farmiðum í] strætó. Ef strætó
gengur ekki upp sem leiðakerfi þá notar fólk hann ekki.
Það kostar hundruð milljóna fyrir öll sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu að bæta kerfið. Ég vil skoða hvern-
ig framlagið skiptist milli sveitarfélaganna. Að það halli
ekki á Reykjavík.
Hugmyndin um borgarlínu er óljós og breytileg og al-
gjörlega ófjármögnuð. Fyrir ári var enn talað um lestar-
kerfi. Nú er talað um stóra vagna. Þetta er óþroskuð til-
laga og það er enginn nema Samfylkingin í Reykjavík
sem talar fyrir þessu af einhverjum þunga.“
- Dagur, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lögðu
strætó til 3,2 milljarða í fyrra. Hvers vegna er ekki fram-
lagið aukið verulega þannig að ferðirnar verði tíðari og
fleiri og árangurinn af því metinn áður en það er stigið
þetta stóra skref að fara í borgarlínuna?
„Við höfum bæði verið að bæta í og ríkið svolítið líka
og við erum búin að meta árangurinn. Það er sameig-
inleg niðurstaða allra sveitarfélaganna að það þurfi að
stórefla almenningssamgöngur með borgarlínu sem
verði öruggur, tíður, áreiðanlegur valkostur í sérrými.
Þess vegna leggjum við áherslu á borgarlínu.“
Borgarlínan óljós og ófjármögnuð tillaga
EYÞÓR VILL SKOÐA HVORT ÞAÐ HALLI Á BORGINA Í REKSTRI STRÆTÓ
Morgunblaðið/Valli