Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 44
BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Vegna langs ferðatíma til tengi- flugvalla og tímafrekrar biðar þar til að komast í gegnum öryggiseftirlit, ganga um borð í flugvél og bíða síðan eftir flugtak áður en ferðalagið frá flugvelli til áfangastaðar loks hefst sleppa margir því að brúka flug- samgöngur til styttri ferða. Í Bandaríkjunum er til dæmis áætlað að einungis tíu prósent 800 til 1.600 km ferðalaga fram og til baka séu farin í flugi. Og ferðalög undir 800 km í flugi eru nánast ekki til, því minna en hálft prósent þeirra á sér stað með flugvélum. Flug á styttri leiðum er hlutfalls- lega dýrara og um leið óskilvirkara en samgöngur á jörðu niðri, á bíl, rútu eða lest, þar sem minni þotur brenna miklu af dýru eldsneyti til flugtaks og aðflugs og lendingar. Annað á við um lengri flugferðir þar sem stærri hreyflar brúka minna eldsneyti í far- flugshæð. Þess vegna hafa flugvél- arnar stækkað og jafnvel landshluta- flugfélög bjóða nú upp á lengri ferðir á stærri þotum. Á níunda áratug ný- liðinnar aldar var meðaltalsflugvél landshlutafélaga 20 sæta en í dag eru þær að meðaltali 80 sæta. Á níunda áratugnum notuðu flug- félög 13.500 flugvelli um land allt til- tölulega mikið. Í dag fara hins vegar 96% flugumferðarinnar um aðeins eitt prósent vallanna. Ferðatími frá dyrum að heiman og heim með lands- hlutafélögum er nú lengri en fyrir 50 árum. Eftir því sem flug til fleiri og fleiri byggðarlaga leggst niður hefur það haft neikvæð áhrif á efnahags- og atvinnulíf viðkomandi svæða. Blása lífi í stuttar flugferðir Þessu hyggst bandaríski flugvéla- smiðurinn Zunum Aero breyta með tvinnþotum. Markmið fyrirtækisins er að stuttar flugferðir verði aftur eft- irsóknarverðar. Aflrásir slíkra flug- véla eru nú mögulegar með nýjustu þróun rafgeyma, kraftmikilla hreyfla og framvindu orku- og rafeinda- tækni. Flugvélasmiðurinn hóf þróunar- starf vegna smíði rafdrifinna flugvéla árið 2013 eða áður en nokkur annar aðili var farinn að hugleiða að brúka rafafl í atvinnuflugi. Slík rafrás var þá í mesta lagi möguleg í litlum og léttum flugvélum. Framvinda þróun- ar rafgeyma, hreyfla og rafeinda- tækni hefur verið mjög hröð að nú þykir allt stefna í að rafþotur geti orðið að veruleika í byrjun nýs ára- tugar, um og upp úr 2020. Breytingar á lögum hafa einnig stuðlað að þróun flugvéla sem knúnar eru rafmagni. Fyrirtækið Bye Aerospace í Colo- radoríki í Bandaríkjunum hefur smíðað tveggja sæta smáflugvél, Sun Flyer, sem gengur einungis fyrir raf- magni og hefur lofað góðu við flug- tilraunir. Reynslan af henni þykir staðfesta að ný tækni geri mönnum kleift að smíða farþegaflugvélar með drifrás sem notar rafmagn sem orku- gjafa. Zunum að smíða 12 sæta rafþotu Þar kemur 12 farþega tvinnflugvél Zunum til skjalanna. Þar sem þróun og smíði alveg nýrrar flugvélar er fimm ára eða jafnvel enn tímafrekara ferli hefur Zunum ráðist nú þegar í þróun flugvélar í stað þess að bíða eftir því að reynsla fáist á aflrásar- tæknina áður. Þetta kann að þykja áhættusamt í augum hugsanlegra fjárfesta í fyrir- tækinu þar sem tafir gætu orðið í þróun flugvélarinnar þar sem sá bún- aður sem þörf er fyrir er ekki fyrir hendi enn sem komið er. Zunum Aero finnst hins vegar ákvörðunin vera að skila ávinningi og hefur fyr- irtækið af þeim sökum birt hönn- unarmyndir fyrir tvinnflugvél með sætum fyrir 12 farþega, sem hafin er smíði á. Áætlað er að flugtilraunir með hana hefjist á næsta ári, 2019, og að fyrsta eintakið verði afhent kaup- anda árið 2022. Bæði lággjalda- félagið JetBlue og flugvélasmiðj- urnar Boeing styðja við bakið á Zunum Aero í þessu sambandi. Samkeppnisfærar í verði Zunum Aero telur að rekstrar- kostnaður flugvélar sinnar verði 40 til 80% minni en núverandi flugvéla landshlutaflugfélaga. Það muni skila sér í lægri fargjöldum. Hávaði frá henni verður og miklu minni en frá hefðbundnum flugvélum. Telur Zun- um að flugvélin geti hjálpað til við að hleypa nýju lífi í þúsundir vannýttra flugvalla í öllum landshlutum og stytt ferðatíma fólks. Heilmikil bjartsýni gæti það talist. Margir þessara flug- valla þyrftu á endurbótum að halda ef auka á umferð um þá. Flugfélögin yrðu beðin um að fjármagna það að hluta og hugsanlega yrðu lögð gjöld á hvern farmiða til að afla fjár til fram- kvæmda. Zunum Aero gerir einnig mikið úr vistvænum ávinningi af nýja knún- ingsaflinu sem muni losa 80% minna gróðurhúsaloft. Sér félagið fyrir sér að þoturnar verði hreinar rafþotur kringum árið 2030. Vegna umhverfis- áhrifa af framleiðslu og síðar úreld- ingu rafgeymanna skilur flugvélin áfram eftir sig mengunarspor, þótt hlutfallslega lítið verði. Flugvélasmiðurinn bendir á að þróun nýrra rafgeyma og aðrar tæknilausnir fyrir rafbíla og jafnvel báta megi að hluta yfirfæra á aflrásir flugvéla. Kostnaður við litíumjóna- rafgeyma hafi lækkað úr 1.000 doll- urum á kílóvattstund niður í innan við 250 dollara á nokkrum árum. Þró- un betri ofurþétta og straumbreyta hafi einnig tekið miklum framförum. Hvernig verður flugvélin knúin áfram? Litíumjóna-rafgeymum verður komið fyrir í vængjum flugvél- arinnar til að geyma þar viðbótarafl. Verður það fyrst og fremst brúkað í flugtaki. Í venjulegum flugvélum eru eldsneytisgeymar alla jafnan í vængj- unum. Rafgeymarnir eru hannaðir þann veg að hratt gangi að skipta um þá sé ekki nægur tími til að end- urhlaða þá í stoppi á jörðu niðri. Gastúrbína sem tengd er 500 kíló- vatta rafal aftast í flugvélinni mun framleiða og sjá flugvélinni fyrir afli í farflugshæð. Að öðru leyti mun hún ekki framleiða kný. Óbeint er því um rafþotu að ræða þótt drifrásin teljist tvíafls. Tveir lágþrýstings-hverfil- blásarar munu knýja hana áfram en hvor hreyflanna um sig er knúinn af 500 kílóvatta sísegulrafal. Við flugtak framleiða hreyflarnir mikinn kyrrukný og skilvirkni þeirra í farflugi er mikil. Þá eru þeir afar hljóðlátir, að hluta til vegna hlífðar- kápunnar. Talið er að hávaðinn verði allt að þriðjungi minni en frá hefð- bundnum þotuhreyflum og skrúfu- hverfilhreyflum. Getur flugvélin því þjónað flugvöllum við borgir án þess að valda íbúum ama. Lægra fargjald með rafþotum Far með 12 sæta rafþotu Zunum Aero ætti að verða lægra en með öðru flugi og ferðatími að styttast. Drægi flugvélarinnar er sagt verða 1.125 kílómetrar og með tilkomu hennar gæti eins til eins og hálfs dags ferð í bíl styst niður í nokkrar klukku- stundir. Leiðin frá Boston til Wash- ington DC er 640 km og tekur rúmar átta stundir að fara hana á bíl. Sé hún farin í áætlunarflugi í dag frá Logan alþjóðavellinum í Boston til Ronald Reagan-flugvallar við Washington styttist heildarferðin niður í 4:50 stundir. Áætlað er hins vegar að með því að brúka Zunum-flugvélina frá annars flokks flugvöllum verði heild- arferðatíminn aðeins tvær og hálf klukkustund. Samkvæmt hagkvæmnigreiningu fyrir Zunum, sem byggðist á flugi frá svæðisflugvöllunum Beverly, Hans- com og Norwood í Massachusetts til svæðisvallanna í Maryland og Virg- iníu, myndi fargjaldið aðra leiðina vera um 140 dollarar, eða þriðjungi lægri en meðaltalsfargjald með öðru áætlunarflugi. Víst er að Zunum Aero verði ekki eitt um hitunina og fái keppinauta í þróun og smíði rafknúinna flugvéla. Þegar hefur sprotafyrirtæki í Los Angeles í Kaliforníu að nafni Wright Electric hafið undirbúning að smíði rafdrifinnar farþegaflugvélar með um 500 km drægi. Fyrirtækið var stofnað 2016 og er nefnt eftir Wright- bræðrunum. Starfsmenn þess eru enn sem komið er aðeins 10, en félag- ið hefur tryggt sér fjárstuðning frá stórum fjárfestingasjóðum. Wright-bræður ganga aftur Margar hindranir þurfa rafþotu- smiðir að yfirstíga eða ryðja úr veg- inum áður en rafknúnar flugvélar til farþegaflutninga verða að veruleika. Flugvél Zunum Aero er t.a.m. enn sem komið er aðeins á tilraunastigi og þónokkur tími mun líða áður en hún getur hafið flugtilraunir en það er fyrst við þær sem kostir eða gallar hönnunarinnar koma í ljós. Hingað til hafa aðeins örsmáar rafmagnsflug- vélar verið smíðaðar, yfirleitt aðeins tveggja sæta. Hugmyndin um þögla flugferð og litla kolefnalosun flugvéla er rökrétt áframhald af þróun rafvæðingar í bílasamgöngum og síðar ferju- samgöngum. Helsti vandi rafþotu- smiða verður að finna hagkvæmt jafnvægi milli þyngdar, áreiðanleika og kostnaðar. Sem stendur þyrfti raf- flugvél að bera mikið af rafgeymum. Þeir eru ekki bara dýrir heldur myndu og ráða öllu um afkastagetu flugvélarinnar og drægi. Framfarir í rafgeymatækni á næstu árum gætu aukið á hagkvæmni þess að fjölda- framleiða rafþotur. Rafþotur gæði styttri leiðir nýju lífi  Bandaríski flugvélaframleiðandinn Zunum Aero áformar vél sem bæði gengi fyrir eldsneyti og rafmagni  Tæknin talin möguleg með nýjustu þróun rafgeyma og kraftmikilla þotuhreyfla Mynd/Zunum Aero Rafþotur Hugmyndaflugvélar Zunum Aero. Neðst er 12 sæta flugvél, sem hafin er smíði á, en henni er ætlað að hefja farþegaflug strax árið 2022. Hér er borgin Seattle í Bandaríkjunum höfð í bakgrunni. 44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Sérfræðingar í trúlofunar og giftingarhringum. Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.