Morgunblaðið - 24.05.2018, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 24.05.2018, Qupperneq 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Nú er einstakt tæki- færi, Reykvíkingar! Gríðarlega er nú mik- ilvægt að brjóta blað í stjórnmálasögu ís- lenska lýðveldisins og ljá rödd borgaralegra viðhorfa á þjóðlegum grunni til að heyrast í sjálfri höfuðborg Ís- lands. – Undanfari sömu tækifæra á landsvísu. En Frelsis- flokkurinn býður nú fram í fyrsta skiptið við borgarstjórnarkosning- arnar 26. maí. Skýr og afdráttarlaus stefna Gagnstætt öllum öðrum flokkum sem allir byggja stefnu sína meira og minna á vinstrisinnuðu miðju- moði (Sjálfstæðisflokkurinn þar ekki undanskilinn) allt til anarkisma leggur Frelsisflokkurinn ríka áherslu á þjóðleg borgaraleg viðhorf þar sem sjálf þjóðríkjahugsjónin er grunnstoðin. Á heimasíðu flokksins er að finna stefnu hans til helstu þjóðmála, utanríkismála og nú ekki síst stefnu hans til borgarmála, en heimasíða hans er www.frelsis- flokkurinn.is – Hvetjum við kjós- endur til að skoða heimasíðu flokks- ins og áherslur hans nú í aðdraganda kosninga. Kjósum rödd Frelsisflokksins Já, það er svo sann- arlega þörf á því að rödd Frelsisflokksins fái að heyrast nú í borg- arstjórnarkosning- unum. Ekki síst gegn hinum pólitíska rétt- trúnaði sem gegnsýrir þjóðfélag okkar í dag. Með tilheyrandi óstjórn og spillingu og andþjóðlegum við- horfum. Og þá alveg sérstaklega hér við stjórn borgarinnar undir stjórn vinstrimanna og aumlegrar stjórn- arandstöðu, gegnum árin og jafnvel áratugi. Borgarstjórn sem þver- skallast ætíð við að sníða okkar stakk eftir vexti. Rödd Frelsisflokksins þarf svo sannarlega að heyrast. Ný rödd. Kjósum því rödd Frelsisflokksins. X við Þ fyrir þig og þína. Og þjóð þína. Kjósum rödd Frelsisflokksins Eftir Guðm. Jónas Kristjánsson Guðm. Jónas Kristjánsson »Nú er einstakt tæki- færi, Reykvíkingar. Höfundur er bókhaldari og situr í flokksstjórn Frelsisflokksins. gjk@simnet.is Örplastsmengun er vaxandi vandamál en það finnst víða í nátt- úrunni. Umræða um örplast í snyrtivörum hefur verið talsvert áberandi en sannleik- urinn er sá að stór hluti örplastsagna á uppruna sinn annars staðar frá en að mestu koma agn- irnar frá dekkjum. Nauðsynlegt er að kortleggja uppruna örplasts og leiðir þess til sjávar og grípa til aðgerða til verndar umhverfinu. Í ráðuneyti um- hverfis- og auðlindamála er verið að undirbúa slíka úttekt. Engar íslenskar rannsóknir Norðurlöndin hafa gert áætlun um aðgerðir gegn plastmengun í nátt- úrunni og í tengslum við hafráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna sem var haldin í júní árið 2017 lýstu mörg ríki, Ísland þar á meðal, yfir vilja sínum til að stefna að því að banna örplast í snyrtivörum þar sem það er meðal mengunarefna sem geta haft nei- kvæð áhrif á lífríki hafsins. Á Íslandi hafa ekki verið gerðar rannsóknir á magni örplasts frá snyrtivörum í um- hverfinu en reikna má með að magn þess sé hlutfallslega það sama og annars staðar á Norðurlöndum. Í Danmörku hefur verið gerð skýrsla þar sem birt er yfirlit yfir helstu upp- sprettur örplasts í umhverfinu og skiptast þær sem hér segir: Dekk 60%, skófatnaður (sólar) 7,3%, skipa- málning 7,1%, vegamálning 5,1% og önnur málning 4,2%. Aðrar upp- sprettur eru um 17% og þar af koma 0,1% frá snyrtivörum. Rann- sóknir frá Noregi og Svíþjóð sýna svipaðar niðurstöður. Fyrirbyggjandi að- gerðir gegn plasti Eins og fram kemur er örplast sem berst út í umhverfið frá snyrti- vörum einungis brot af heildarmagni örplasts í umhverfinu. Í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnar Vinstri-grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er kveðið á um eflingu rannsóknarstarfs, stuðning við nýsköpun og varnir gegn plast- mengun í hafi. Kveðið er á um að ráð- ist verði í langtímaátak gegn einnota plasti með sérstakri áherslu á fyr- irbyggjandi aðgerðir og hreinsun plasts úr umhverfi lands og stranda. Gera þurfi átak í fráveitumálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga en veruleg þörf sé á uppbyggingu í þess- um málaflokki. Ljóst er að hér á landi er skortur á upplýsingum um örplast í fráveitum og því þörf á að rannsaka málið og kortleggja það. Þó hefur Ís- land tekið þátt í norrænu samstarfs- verkefni með Svíþjóð og Finnlandi. Meðal annars voru öragnir í fráveitu í Klettagörðum og Hafnarfirði skoð- aðar. Rannsakað var hvort skolp- hreinsistöðvar væru gátt fyrir öragn- ir út í umhverfið, magn öragna í viðtakanum (hafinu) metið við útfalls- rör og upplýsingum safnað saman svo að hægt væri að meta áhrif þeirra á lífverur. Helstu niðurstöður voru að gróf síun á skolpi fæli í sér takmarkaða hreinsun á örögnum og að enginn munur væri á fjölda öragna í inn- og útflæði í íslenskum sýnum. Fráveiturnar hreinsa ekki öragnir Þá lét Reykjavíkurborg taka sam- an minnisblað í nóvember árið 2016 um nokkur atriði sem varða örplast í skolpi á höfuðborgarsvæðinu, eink- um með tilliti til möguleika á hreins- un örplasts úr skolpinu. Jafnframt var metinn kostnaður við þær að- gerðir sem líklegar eru til að tryggja viðunandi hreinsun. Meginnið- urstöður eru þær að við núverandi aðstæður hreinsar fráveitukerfi höf- uðborgarsvæðisins lítið sem ekkert af örplasti úr skolpi. Fullkomnar hreinsistöðvar myndu ná að hreinsa úr skolpi langstærstan hluta þess ör- plasts sem þangað berst. Nú eru einkum tvær aðferðir notaðar til að hreinsa örplast úr skolpi; settjarnir eða síukerfi. Að þessu sögðu þá er ljóst að til- efni er til að gera enn betur í þessum málaflokki. Góður árangur næst með samstilltu átaki sveitarfélaga og rík- isvaldsins. Umhverfismálin eru mál framtíðarinnar. Ráðstafanir gegn örplastsmengun Eftir Silju Dögg Gunnarsdóttur » Örplastsmengun er vaxandi vandamál. Nauðsynlegt er að kort- leggja uppruna örplasts og grípa til aðgerða til verndar umhverfinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. siljadogg@althingi.is Fjárfestar vilja gjarnan fjarlægja eldri hús, fremur en að gera upp, til að fá sem flesta fermetra fyrir fæstar krónur. Það getur oft bitnað á gæðum. Ef við lítum á það sem tækifæri að vinna með eldri bygg- ingum til að virkja ímyndunaraflið getum við gert bæði eldri húsum/minjum og nýbyggingum hærra undir höfði og aukið verð- mæti þeirra síðarnefndu. Við ger- um þannig borgina okkar áhuga- verðari og fjölbreyttari. Berum til dæmis Reykjavík og Lissabon saman. Lissabon er einn vinsælasti viðkomustaður Evrópu. Þar er allt að gerast. Hvað veldur? Báðar liggja þessar borgir á fal- legum stað í nálægð við Atlants- hafið. Lissabon snýr að fljótinu og Reykjavík snýr að höfninni og sjón- um. Lissabon byggir á miklum menningararfi, einstaklega fal- legum byggingum og góðu borg- arskipulagi. Borgin hefur nokkra sérstöðu meðal evrópskra höf- uðborga og er í minna lagi með 550.000 íbúa og þá 600.000 sem sækja þangað vinnu daglega. Árið 1998 var heimssýningin notuð til þess að byggja upp gamalt iðn- aðarhafnarsvæði. Arkitektar eins og Santiago Calatrava og Alvaro Siza komu að verkinu með glæsi- brag. Þess má geta að Siza stýrði uppbyggingu eftir bruna Chiado- hverfisins 1988. Vasco da Gama- brúin var byggð til að beina umferð frá miðborginni. Hverfið og ný- byggingar hafa verið byggð af mikl- um fínleika í hlut- föllum við það sem fyrir var. Að- alskipulagið var endur- unnið undir stjórn arkitektsins Manuels Salgatos og alls staðar eru virðing og fínlegur karakter látin ráða ferðinni en hvergi var hræðsla við að takast á við verkefnið. Tíminn var látinn vinna með uppbyggingunni og lista- og tónlistarhá- tíðir voru nýttar til að hefja upp borgina. Uppskeran er frábær; falleg og lifandi borg með bæði flottasta gamla og nýja arki- tektúr sem völ er á. Aðferðin sem notast var við til að gera upp borg- ina líkist nálastunguaðferð, þar sem staðsetningar og aðferðir eru valdar af mikilli kostgæfni til að hrinda verkefnum af stað. Þótt erf- iðleikarnir séu einstaklega margir og mismunandi og unnið hafi verið með íbúum og fjárfestum er nið- urstaðan einstök að gæðum. Gömul hús, óreglulegar línur og mishæðir móta nýbyggingar á lóð- um þegar byggt er inni í mótaðri byggð. Þessir „constraints“ þvinga hönnuði til að leita flókinna lausna sem sumir eru ánægðir að vinna með en aðrir vilja eftir fremsta megni fjarlægja. Útsýni, áttir, veð- urfar, þarfir og umhverfi geta bæði fært verkefninu takmarkanir og tækifæri. Reykjavík er líka vinsæll ferða- mannastaður í dag en ekki alveg af sömu ástæðu. Þótt borgin okkar hafi upp á margt að bjóða og við eigum fallegar nýjar og gamlar byggingar verður að segjast eins og er að hún er eins konar umferð- armiðstöð áður en haldið er út í náttúruna. Við höfum líkt og Lissa- bon verið dugleg að skipuleggja menningarhátíðir en ekki jafn ötul við að gera gömlu borginni hátt undir höfði og láta hið gamla og nýja vinna saman. Og svo ég noti orð Jane Jacobs, sem er ansi vinsæl í umræðunni: „Borgir þurfa gamlar byggingar svo mjög að það er sennilega ómögulegt fyrir öflug stræti og hverfi að þróast án þeirra … Nýjar hugmyndir þurfa á gömlum byggingum að halda …“ og „Það er ekki hægt að gera nýjan heim án þess gamla“. Þetta þýðir alls ekki að nýjar byggingar eigi að vera í gamaldags stíl eða líta út fyr- ir að vera gamlar heldur að það eigi að vinna með því gamla og um- hverfinu okkar. Ég vil að passað verði upp á að skipulagsyfirvöld sjái til þess að mælikvarða sé viðhaldið, byggð- armynstur virt, strandlengjan sé vernduð og notkun hugsuð og ákveðin þegar byggt er nýtt og þvinganirnar nýttar á jákvæðan hátt til að gera einstakt og fjöl- breytt umhverfi. Að unnið sé í fullu samráði við íbúa að umhverfi sem þeir verða hreyknir af. Að tíma- skekkjan í borgarskipulagi sé leið- rétt og ekki verði byggð fleiri há- hýsi við sjávarsíðuna því bæði henta þau afar illa norðlægum slóð- um vegna skuggavarps og þau eru ekki í samhengi við eldri byggð, og í staðinn verði unnið með eldri byggð. Sátt við gamla byggðarmynstrið gerir Reykjavík fegurri Eftir Birgi Þröst Jóhannsson »Ekki fleiri háhýsi við sjávarsíðuna. Birgir Þröstur Jóhannsson Höfundur er arkitekt og á lista Pírata í Reykjavík fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. birgir@birgir.eu Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.