Morgunblaðið - 24.05.2018, Side 55
UMRÆÐAN 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
Um alla borgina eru
gulir stórir og þungir
strætisvagnar. Gula
línan. Einn svona
hlunkur slítur göt-
unum álíka mikið og
1.500 fólksbílar. Við
það bætist að þeir eru
alltaf að stoppa og taka
af stað, sem slítur göt-
unum meir og eykur
svifryk í viðbót við dís-
ilolíumengunina.
Vel sést að vagnarnir eru oftast
svo til tómir. Það kemur á óvart að
nýtingin sé ennþá 4%, eins og hún
hefur verið mörg undanfarin ár,
þrátt fyrir milljarða innspýtingu til
að bæta reksturinn.
Hjálmar segir að samgöngur séu
til þess að flytja fólk og vörur á milli
staða. Það er rétt, en hann lítur
framhjá því að fólk vill komast á sem
skemmstum tíma á milli staða.
Ástandið versnar með hverju árinu
sem líður og það er svo langt í að
borgarlína komi, ef hún kemur, að
allt tal um að hún sé að koma er
tímaskekkja. Fyrst, og það verður að
vera strax, þarf að koma ferðum
gulu línurnar í lag með minni vögn-
um og styttri biðtíma. Þá velur fólk
almenningsvagna án þvingana. Því
miður skilja þeir það ekki og eru
löngu búir að kaupa helmingi lengri
rafmagnsstrætóa frá Kína. Af-
greiðsla vagnanna hefur tafist því
það varð að styrkja grind þeirra.
Þeir þoldu ekki hossurnar og hindr-
anirnar sem borgin hefur eyðilagt
gatnakerfið með og valdið hafa
ómældu tjóni á ökutækjum al-
mennra borgara.
Vagnarnir bíða úti í Kína, en þeir
segja að það geri ekkert til því vextir
séu svo hagstæðir. Það þarf samt að
borga þá, eins og af öllum hinum lán-
unum. Kannski sýnir þetta taprekst-
ur borgarinnar í hnotskurn.
Hvernig ætla þeir, sem ekki geta
rekið gulu línuna, að reka borgar-
línu? Svarið við því kemur frá
danskri ráðgjafarstofu sem kennir
sig við verkfræði.
Þeirra ráðgjöf er að
þrengja svo að bílum að
ekki verði bílfært um
borgina því að þá hefur
fólk ekkert val annað en
borgarlínuna.
Til að ná markmiðinu
er bætt inn strætó-
stoppistöðvum með
þrengingum gatna
þannig að öll bílalestin
stöðvast þegar strætó
stoppar. Kannski er til-
gangurinn með Kínavögnunum að
skella þeim inn á gulu leiðina til að
tefja umferðina enn meir, t.d.
minnka flutningsgetu við umferð-
arljós og alveg stífla hringtorg. Í við-
bót við tafirnar leggja þeir sig alla
fram við að skemma og fækka bíla-
stæðum. Teikningar eru samþykktar
án nægilegra bílastæða og best
gengur að fá samþykktar viðbygg-
ingar og stækkanir ofan á bílastæði.
Nú þegar borgarbúar og nágrann-
ar hafa fengið upp fyrir haus af um-
ferðartöfum er borgarlína boðuð
sem allsherjarlausn. Fyrsti áfangi
hennar verður að setja bíla í stokk
undir Miklubrautina. Ein akrein í
hvora átt. Umferðin mun ekki hverfa
við fækkun akreina, eins og Hjálmar
hefur boðað. Hún myndi færast yfir
á Suðurlandsbraut og Bústaðaveg.
Þeir Dagur og Hjálmar hafa séð að
svo gæti farið. Til að fyrirbyggja það
breyta þeir Suðurlandsbraut í borg-
arlínu og skerða breikkun Bústaða-
vegar í 2+2-akreinar með nýbygg-
ingum.
Fyrst þarf að
koma ferðum
gulu línunnar í lag
Eftir Sigurð
Oddsson
Sigurður Oddsson
»Hjálmar segir að
samgöngur séu til
flutninga á milli staða
en lítur framhjá því
að fólk vill komast
á sem skemmstum
tíma á milli staða.
Höfundur er byggingar-
verkfræðingur.
Halldóra Björns-
dóttir, læknir og við-
skiptavinur Air Ice-
land Connect til
margra ára, ritaði
grein í Morgunblaðið
þann 23.5. um upplifun
sína af þjónustu fé-
lagsins. Það er okkur
hjá Air Iceland Con-
nect ákaflega mikil-
vægt að fá viðbrögð
við þeirri þjónustu sem við bjóðum
upp á. Við gerum okkur grein fyrir
mikilvægi þeirrar þjónustu sem við
veitum og leggjum okkur fram um að
viðskiptavinir fái þá þjónustu sem
þeir búast við og stundvísi er eitt af
lykilatriðum í okkar rekstri.
Stundvísi félagsins í innanlands-
flugi er að undanförnu, hvort sem lit-
ið er til alls ársins í fyrra eða til þess
tímabils sem liðið er á þessu ári, um
83%. Í þeirri tölu er tekið mið af al-
þjóðlegum staðli um frávik upp á 15
mínútur. Almennt séð þykir nokkuð
gott að ná 85% stundvísi í flugi en við
þær veðuraðstæður sem við búum
við hér á landi getur það verið mikil
áskorun, en um 7% allra uppsettra
flugferða eru að jafnaði felld niður
vegna veðurs. Í tilviki því sem Hall-
dóra ritar sérstaklega um á föstu-
daginn síðastliðinn voru hins vegar
veðuraðstæður góðar en
því miður náðist ekki að
fullmanna áhöfn sem
áætluð var á þetta flug
vegna veikinda og ekki
náðist að kalla til vara-
áhöfn. Er slíkt mjög
óvenjulegt og kemur
ákaflega sjaldan fyrir.
Með tilvísan í áður
nefnt mikilvægi þjón-
ustu okkar og metnað til
að gera vel voru allar
leiðir reyndar til þess að
koma farþegum á milli
staða og með stuttum fyrirvara tókst
að leigja inn vél til þess að fara þetta
flug fyrir okkur. Því miður náðist
ekki að framkvæma það á nákvæm-
lega sama tíma og lagt var upp með
og þykir okkur það miður. Upplýs-
ingagjöf er okkur að sama skapi
ákaflega mikilvæg, en um leið og
þessi breyting lá fyrir voru send
skilaboð á alla farþega, bæði með
textaskilaboðum í síma og með net-
pósti.
Verðlagning á innanlandsflugi
verður Halldóru líka að umtalsefni
og tekur t.d. mið af KLM/Air
France. Þó að ekki sé getið hvert
flogið var er áhugavert að skoða inn-
anlandsflug t.d. í Frakklandi og
verðlag á því einmitt hjá KLM/Air
France. Ef skoðaðar eru nokkrar
leiðir frá París til borga í Frakklandi
(Lyon, Nantes, Bordeaux) sem eru
um það bil í klukkustundar fjarlægð
frá París með KLM/Air France kem-
ur í ljós að fargjöld þar eru lægst í
kringum EUR 80 (um ISK 9.600) en
hæst er fargjaldið yfir EUR 300 (um
ISK 36.000). Ef þessi fargjöld eru
borin saman við þau fargjöld sem Air
Iceland Connect býður upp á eru þau
síst lægri en það sem hér er boðið
upp á. Flugfargjald á milli Egils-
staða og Reykjavíkur, sem er um
klukkustundar flug, eru lægst ISK
8.375 en hæst eru þau ISK 30.975.
Rétt er að hafa í huga að í Frakk-
landi eru íbúar um 67 milljónir, þar
er mjög öflugt lestarkerfi, hrað-
brautir og fleiri valkostir í flugi sem
gerir samkeppnisumhverfið þar ann-
að en hér, einnig er raungengi ís-
lensku krónunnar í sögulegu há-
marki. Þrátt fyrir allt þetta eru
fargjöld hér mjög sambærileg því
sem gerist í innanlandsflugi þar og
víða í Evrópu.
Um leið og ég bið Halldóru afsök-
unar á þeim seinkunum sem hún hef-
ur orðið fyrir að undanförnu vil ég
þakka henni fyrir greinina og við-
skiptin í gegnum árin og fullvissa
hana um að allt starfsfólk Air Iceland
Connect leggur metnað sinn í að gera
betur í dag en gær. Við bjóðum Hall-
dóru og landsmenn alla ávallt vel-
komna um borð.
Þjónusta Air Iceland Connect
Eftir Árna
Gunnarsson
Árni Gunnarsson
»Þrátt fyrir allt þetta
eru fargjöld hér mjög
sambærileg því sem ger-
ist í innanlandsflugi þar
og víða í Evrópu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Air Iceland Connect.
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur
og vökvamótora
Sala - varahlutir - viðgerðir