Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 56

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 Illuminate colour Illuminate colour línan er byggð á lífrænni Acai olíu og hörfræ olíu. Þessar nærandi olíur eru notaðar til að byggja upp mýkt og hjálpar við viðgerð á hárinu. Næringaríka olían er full af omega 3, omega 6 og öðrum fjölbreyttum vítamínum. Eins og t.d. B1,B2, B3 og Vítamín C+D. Ávinningur þessara efna bjóða upp á fullkomna blöndu af auknum gljáa og ljóma. Modus Hár og Snyrtistofa - Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki REF Stockholm er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Sjá nánar á harvorur.is Brandshúsa- bréfin Erfikenningin Hænir skýjaguðinn Loki Þekkingin BRANDSHÚSABRÉFIN Halldór Einarsson (1893-1977) tré- skurðarmeistari var ötull bréfritari, ekki síst þegar hann bjó í Chicago. Öll hans bréf eru glötuð en hann aftur á móti hélt til haga öllum bréfum sem honum bárust. Dory Í Brandshúsabréfunum eru þessi bréf nú birt í fyrsta sinn. Bréfin eru flokkuð eftir því hvort þau eru frá foreldrum hans eða systkinum. Í bókinni er einnig fjallað um sýninguna sem Dory setti upp með mununum sínum á Sel- fossi og hvernig hann og einn bróðir hans fóru ólíkar leiðir í lífi sínu. Ritstjóri verksins, Árni Blandon Einarsson, stiklar á stóru í nokkrum neðanmálsgreinum á atriðum er tengjast ævi Dóra. Útgefandi: BRÚ Dreifing: Forlagið Undanfarið og lengi hefur nokkuð verið rætt um framgang byggingarverkefna við Hringbraut, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir vilja að byggt verði þjóðarsjúkrahús sem sagt er uppfylla nú- tímakröfur sem gerðar eru til heilbrigðisþjón- ustu. Ég leyfi mér stór- lega að efast um það og fjölmargar fréttir og greinar hafa verið skrifaðar sem styðja þá skoð- un. Húsin eru mörg svo mygluð að óvíst er að hægt verði að gera við þau. Á árunum 2016-2017 var t.d. u.þ.b. 200 milljónum króna varið til viðgerða á myglu á deild 33C, sem tilheyrir geðsviði Landsspítalans. Nú einu ári síðar og tæplega þó er aftur farið að leka! Nefna má þunga- flutninga vinnuvéla í gegnum þröng- ar götur Reykjavíkur sem eru óboð- legir, næg er umferðin nú þegar. Mikið veikir sjúklingar hafa þurft að þola hávaða og hristing og læknar hafa jafnvel þurft að fresta aðgerð- um vegna sprenginga í grunni sjúkrahótelsins. Svo illa tókst til við þá byggingu að húsið var byrjað að skemmast áður en klæðningin var sett á. Þetta eru einungis nokkur dæmi um ástandið á Landspítala Íslands við Hringbraut. Fyrirsagnir um mál- ið segja sína sögu: Húsin draga úr heilsu starfsfólks! Milljarða króna mygluskemmdir! Skelfilegar afleið- ingar af klambri við Hringbraut! Hvernig eiga höfuðborgarbúar að komast með hraði á spítalann? Og hvað á að gera við alla sjúkl- ingana á meðan verið er að gera við? Stór hluti þjóðarinnar er löngu hætt- ur að skilja hvers vegna menn berja höfðinu við steininn og halda sig við ákvörðun sem er röng. Auðvitað á að bæta og laga við Hringbrautina þau hús sem eru ekki ónýt, en svo eigum við að hugsa lengra og byggja nýtt þjóðarsjúkrahús á nýj- um stað. Stað þar sem bæði starfsfólki og sjúklingum líður vel og aðgengi er gott. Slíkt þjóðarsjúkrahús yrði byggt með fullkomn- ustu tækni, hefði nægt rými og yrði búið fyrsta flokks tækjum. Þetta er sú framtíðarsýn sem ég held að flestir sjái fyrir sér að er skynsamleg. Anna Kolbrún Árnadóttir og þing- menn Miðflokksins hafa sett fram tillögu til þingsályktunar um óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Margir telja að niðurstaða slíkrar úttektar muni sýna að bútasaumurinn við Hring- braut er óhagkvæmari og dýrari framkvæmd en ef nýtt þjóðarsjúkra- hús yrði byggt á nýjum stað. Aug- ljóslega má sjá hve slíkt yrði heil- brigðara bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Ég hvet kjósendur til að merkja X við M vegna þess að Miðflokkurinn mun fylgja þessu máli eftir. Merkja Kópa- vogsbúar X við þjóðarsjúkrahús á nýjum stað? Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur Una María Óskarsdóttir » Auðvitað á að bæta og laga við Hring- brautina þau hús sem eru ekki ónýt, en svo eigum við að hugsa lengra og byggja nýtt þjóðarsjúkrahús á nýj- um stað. Höfundur er varaþingmaður og upp- eldis-, menntunar- og lýðheilsufræð- ingur. Hún skipar 4. sæti framboðs- lista Miðflokksins í Kópavogi og var verkefnisstjóri ráðherranefndar um lýðheilsu. Aðalstjórn Fim- leikafélags Hafnar- fjarðar hefur hafið at- hugun á að félagið byggi knatthús í Kaplakrika, en knatt- hús þetta verður þá þriðja knatthúsið sem félagið byggir. Athug- un þessi er sett af stað í kjölfar ályktunar fjölmenns fundar for- eldra barna og unglinga sem stunda knattspyrnu í félaginu. Ályktun fundarins var svohljóðandi: „Foreldrar á opnum fundi Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar FH skorar á bæjaryfirvöld í Hafn- arfirði og aðalstjórn fé- lagsins að bæta úr að- stöðu til knattspyrnuæfinga og -keppni í Kaplakrika nú þegar. Samkvæmt skýrslu íþróttafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar frá því í maí 2017 er að- staða til knatt- spyrnuæfinga í Kapla- krika löngu sprungin. Hafnarfjarðarbær hef- ur aftur á móti ekki gripið til neinna að- gerða til að bregðast við þeim vanda sem lýst er í skýrslunni. Foreldrar þeirra barna sem æfa knattspyrnu hjá FH greiða nú þegar með beinum hætti fyrir aðstöðu í Kaplakrika með fordæmalausum leigusamningi um afnot af knatthúsum í Kaplakrika, rúmar 25 milljónir króna á und- anförnum 3 árum. Foreldrar þeirra barna sem æfa knattspyrnu hjá FH hafa á undanförnum árum sýnt þol- inmæði og langlundargeð, enda haft væntingar um að úrbætur séu innan seilingar. Nú er þolinmæðin hins- vegar á þrotum og það er skýlaus krafa okkar að þau börn sem stunda knattspyrnu undir merkjum FH fái sömu möguleika og tækifæri til að æfa og keppa og börn í öðrum íþróttagreinum í Hafnarfirði.“ Eins og fram kemur í ofan- greindri ályktun er skorað bæði á Hafnarfjarðarbæ og aðalstjórn Fim- leikafélagsins að bæta úr aðstöðu þeirra barna og unglinga sem stunda fótbolta innan félagsins, skýr krafa á aðalstjórn FH og Hafnar- fjarðarbæ. Aðalstjórn FH hefur undanfarna mánuði og ár átt í við- ræðum við Hafnarfjarðarbæ til lausnar en enn sem komið er hafa aðalstjórn FH og Hafnarfjarðarbær ekki komist að niðurstöðu til lausnar. Allmörg ár eru síðan mikil fjölgun fótboltaiðkenda hjá Fimleikafélag- inu sprengdi núverandi æfinga- og keppnisaðstöðu utan af sér. Pláss- leysið hefur verið leyst tímabundið með leigu á tímum á gervigrasvöll- um í öðrum sveitarfélögum. Fjölgun knattspyrnuiðkenda á öllu höfuð- borgarsvæðinu hefur leitt til þess að æfingatímar hjá öðrum félögum eru einungis í boði seint á kvöldin, á tím- um sem henta ekki yngri iðkendum félagsins. Til lausnar hinum mikla aðstöðuvanda telur aðalstjórn FH að engan tíma megi missa varðandi athugun á mögulegum lausnum. Fé- lagið hefur þegar látið fullhanna slíkt hús fyrir eigin reikning og framkvæmdir ættu því, ef grund- völlur er fyrir, að geta hafist fljót- lega. Rekstrarform knatthússins verð- ur skoðað og fjármögnun bygging- arinnar en þar verða bæði skoðuð frjáls framlög félagsmanna, leigu- tekjur frá þriðja aðila og þá einnig umtalsverð hækkun á æfingagjöld- um iðkenda. Því miður er talið lík- legt að hækkun gjaldanna muni þýða að hluti iðkenda félagsins velji að leita annað og á tímum sem falli undir hefðbundinn útivistartíma við- komandi aldurshóps. Félagið stendur frammi fyrir tveimur slæmum kostum; annars vegar takmörkun á iðkendafjölda og að láta núverandi aðstöðu duga eða hins vegar fara í umtalsverða hækk- un æfingagjalda sem gangi til fjár- mögnunar byggingarinnar. Öflugt og árangursríkt uppeldisstarf fé- lagsins síðustu ár verður að engu ef FH-ingar geta ekki æft og keppt við sambærilegar aðstæður og önnur fé- lög. Knattspyrnudeild félagsins mun á næstu vikum kynna breytingarnar sem verða á starfi knattspyrnu- deildarinnar á komandi vetri en sumarstarf deildarinnar verður óbreytt. Foreldar og þjálfarar langþreyttir á aðstöðuleysi Eftir Viðar Halldórsson Viðar Halldórsson » Öflugt og árangurs- ríkt uppeldisstarf fé- lagsins síðustu ár verð- ur að engu ef FH-ingar geta ekki æft og keppt við sambærilegar að- stæður og önnur félög. Höfundur er formaður FH.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.