Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 65

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 65
MINNINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 ✝ Reynir Jónas-son fæddist í Reykjavík 8. janúar 1935. Hann lést á leið til Íslands 14. maí 2018. Foreldrar hans voru Guðmunda Sylvía Siggeirs- dóttir, f. 6. nóv- ember 1898, d. 5. júní 1984, og Jónas Sveinsson, héraðs- læknir á Hvammstanga og síðar læknir í Reykjavík, f. 7. júlí 1895, d. 26. júlí 1967. Þau skildu. Systkini Reynis eru: 1) Ingi- björg, d. maki Kristmundur Bjarnason, d. 2) Helga, maki Jó- hann Indriðason, d. 3) Haukur, d., fyrri maki Vilborg Katrín Þórðardóttir, d., seinni maki Þórunn Júlía Steinarsdóttir. Systkini samfeðra: 1) Ragnheið- ur Kristín, maki Bert Hanson, og 2) Þórarinn, maki Heiða Gísla- son. Reynir kvæntist Elínu Þórhallsdóttur, f. 4. október 1932 í Kaupmannhöfn, 2. apríl 1958. Foreldrar hennar voru Gunnhildur Árnadóttir og Ólaf- ur A. Guðmundsson. ár og lauk þaðan prófi árið 1956. Þá stundaði hann jafnframt enskunám við Kensington Scho- ol of Language árið 1956. Reynir fór ennfremur í gegnum starfs- nám hjá Deutsche Bank í Frank- furt, Wiesbaden og Hamborg ár- in 1977 til 1978 sem hluta af starfi sínu hjá Útvegsbanka Ís- lands. Reynir hóf störf hjá Út- vegsbankanum í byrjun árs 1956 og vann hjá bankanum allan sinn starfsferil og síðar hjá Íslands- banka hf. Reynir gegndi ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum innan Útvegsbankans og var ráðinn aðstoðarbankastjóri í júlí 1980. Fram að þeim tíma eða í 12 ár samtals gegndi Reynir starfi skrifstofustjóra í Útvegsbank- anum. Hann sat í stjórn Euroc- ard á Íslandi frá 1982 til 1987 og var formaður stjórnar árin 1985 til 1987. Þá var Reynir annar af tveimur útibússtjórum Íslands- banka í Lækjargötu árin 1990 til 1995 er hann lét af störfum og fór á eftirlaun. Reynir og Elín komu sér upp öðru heimili á Flórída þar sem þau eyddu gullnu árunum við golfiðkun. Reynir var virkur félagi í Oddfellowreglunni stúku nr. 11 Þorgeiri þar sem hann gegndi helstu trúnaðarstörfum m.a. sem yfirmeistari. Útför Reynis fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 24. maí 2018, klukkan 13. Reynir og Elín hófu búskap 2. apríl 1958, keyptu sína fyrstu íbúð í Holta- gerði, Kópavogi. Lengst af sínum bú- skap bjuggu þau í Hlíðarhvammi, Kópavogi, og frá 1992 í Birkihæð, Garðabæ. Börn þeirra eru: 1) Gunn- ar Ólafur Bjarna- son, f. 15. október 1953, fyrri maki Maríanna Jónasdóttir. Börn þeirra eru Soffía og Jónas Reynir. Seinni maki Gunnars er Sigrún Sigfúsdóttir. Dóttir Sig- rúnar og uppeldisdóttir Gunnars er Heiður Margrét Björnsdóttir. 2) Jónas, f. 23. apríl 1961, maki Hanna Lára Helgadóttir. Börn þeirra eru Ingibjörg og Reynir. 3) Þórhallur Haukur, f. 9. júní 1965, maki Kristín Jónasdóttir. Dætur þeirra eru Guðrún og El- ín Rós. Reynir ólst upp á Sólvallagötu og gekk í Miðbæjarskóla. Hann útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1954. Hann stundaði framhaldsnám við Gronische Handel- und Sprachschule í tvö Fyrir rétt tæpum 40 árum kom ung stúlka í Hlíðarhvamm- inn og var kynnt fyrir elskuleg- um manni sem átti eftir að verða tengdafaðir hennar. Var hún síð- an kvödd með faðmlagi og kossi. Faðmlögin urðu mörg enda var tengdafaðir minn Reynir einstak- lega blíður og tilfinningaríkur maður. Ólíkt mörgum af hans kynslóð átti hann auðvelt með að sýna tilfinningarnar og var lag- inn í mannlegum samskiptum. Hann sýndi fólki virðingu og um- hyggju. Kom það sér örugglega vel í hans starfi sem yfirmanns starfsmannahalds í Útvegsbank- anum og síðar sem stjórnanda bankans. Reynir var skilnaðarbarn. Fannst mér það hafa haft mikil áhrif á hann. Átti hann engu að síður góða æsku á Sólvallagöt- unni þar sem hans einstaka móðir Sylvía hlúði að þeim systkinunum fjórum. Þar sem Reynir var þeirra yngstur fékk hann mikla elsku hjá móður sinni sem var þjónustulunduð með eindæmum. Því kynntist ég sjálf þegar við Sylvía urðum nágrannar á Öldu- götunni. Þrátt fyrir særindi við skilnað þá heyrði Reynir móður sína aldrei hallmæla föður hans, Jónasi lækni. Bar Reynir ávallt ómælda virðingu fyrir honum og var honum afar hlýtt til hálf- systkina sinna sem hann kynntist betur síðar á lífsleiðinni. Sylvía sem starfaði sem píanóleikari við sýningar þöglu myndanna sá til þess að drengurinn fengi tónlist- aruppeldi og spilaði Reynir ágæt- lega á píanó. Það eru skemmti- legar endurminningar þegar Reynir og Sylvía sungu saman á góðkvöldum og annað spilaði undir, oftar en ekki lög Sigfúsar Halldórssonar. Þar fór ekki á milli mála kærleikur móður og sonar. Reynir var fagurkeri og snyrtimenni með eindæmum. Bíl- arnir urðu að vera stífbónaðir, buxurnar pressaðar og skórnir burstaðir. Allt sem þýskt var var það besta. Bílaáhugi mikill og varð Merzedes Benz oftast fyrir valinu. Reynir hafði starfað um tíma í Hamborg fyrir Deutsche Bank og talaði því þýsku. Þýskir frasar urðu því þekktir í fjöl- skyldunni þegar hann sló um sig. Reynir hitti mýsluna sína eins og hann kallaði Ellu sína í næstu götu. Hún var stelpan á Vestur- götunni sem átti hann Gunna. Gunni fylgdi með og varð hans sonur eins og Jónas og Haukur sem komu síðar. Reynir var stolt- ur af sínu fólki og var til staðar fyrir það. Þau Ella voru dugnað- arforkar og komu sér vel fyrir. Gátu þau því notið efri áranna eftir að þau létu af störfum. Það verður ekki annað sagt en Reynir hafi lifað lífinu þar til hann dó. Hann hafði unun af ferðalögum og ferðaðist mikið. Þrátt fyrir heilsubrest sl. ár þá gerði Reynir allt hvað hann gat til að halda þessu áhugamáli sínu áfram. Þau Ella nutu þess að eyða ævikvöldinu á Florida við golfiðkun þar sem þau höfðu komið sér upp öðru heimili. Var það á heimleið í háloftunum þann 14. maí sl. sem hann lést við hlið mýslunnar sinnar. Reynir lenti ekki í okkar heimkynnum heldur hefur haldið ferðalaginu áfram þar sem við hin lendum síðar. Megi minningin um góðan mann verða fjölskyldunni huggun í harmi. Hanna Lára Helgadóttir. Elsku afi, okkur systrum þykir vænt um allar þær yndislegu stundir sem við fengum að eiga með þér. Það eru ótal margar minningar sem við munum geyma. Í okkar minningum varstu ávallt góður, kátur, stutt í spaug og glens ásamt því að þú passaðir alltaf vel upp á okkur systurnar. Margar einstakar stundir átt- um við saman þegar þú galdraðir fram grillveislurnar fyrir okkur og fjölskylduna, þá kom aldrei til greina að neita okkur systrunum um ís með súkkulaðisósu í eftir- rétt. Leiðangrarnir okkar að leigja vídeóspólur verða okkur einnig ávallt minnisstæðir þegar þú sóttir okkur systur og tókst okkur með að ná í spólu og nammi og í framhaldi af því feng- um við að sjálfsögðu einstakt dekur hjá ykkur ömmu. Ekki má heldur gleyma þeim fjölmörgu stundum sem við átt- um saman í Sugar Mill. Það var ekkert jafn notalegt og að fá að vera með ykkur ömmu að brasa á Flórída en það voru ómetanleg ævintýri út af fyrir sig eins og þegar þú kenndir okkur að keyra golfbíl löngu fyrir löglegan aldur. Þá hafðir þú fulla trú á okkur og minnstu áhyggjur af ruslatunn- unum í hverfinu sem fengu að fjúka. Þessar og margar aðrar góðar minningar munu hlýja okk- ur um hjartarætur þegar við minnumst þín. Afi, þú varst með hjarta úr gulli, varst alltaf til staðar fyrir okkur og fjölskylduna og það eru forréttindi að hafa átt þig sem afa. Hvíldu í friði, elsku afi, við munum sakna þín sárt. Þínar afastelpur, Elínrós og Guðrún (Afa Lós og Gúa). Elsku afi, nú er víst komið að kveðjustund. Á þessari stundu minnist ég alls þess góða tíma sem við áttum saman en minningar úr Hlíðar- hvamminum og okkar óteljandi skíðaferðum eru mér efstar í huga og hvað kærastar. Þú varst einstakur maður, góðmennskan uppmáluð og ávallt ljúfur og létt- ur í lund. Ég veit að þú og amma áttuð gott líf saman og fyrir það er ég svo þakklát. Takk fyrir allt og allt, elsku afi. Guð geymi þig. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Þín Soffía (Sófus). Móðurbróðir minn Reynir Jónasson hefur kvatt okkur að sinni. Þessi skemmtilegi og lífs- glaði maður, hann var frændi með stóru ,,F“. Reynir var ungur þegar for- eldrar hans skildu og hafði það mikil áhrif á hann og fjölskyld- una. Systkinin voru 4, elst var Inga, svo Helga, Haukur og yngstur var Reynir. Samheldnin var mikil í hópnum og samband þeirra systkina ávallt mjög náið og gott. Farið var saman í úti- legur, á skíði í Kerlingarfjöllum svo eitthvað sé nefnt, gagnkvæm matarboð og jólaboðin, það var full vinna að mæta í þau öll um hver jól. Fyrstu minningar mínar um Reyni voru þegar hann var að henda mér upp í loftið, taka mig í kleinu, bóndabeygju eða annað sprell sem gladdi unga manninn. Ekki má gleyma ísbíltúrunum. Voru þeir bræður Haukur og Reynir mikið að stríða okkur og öðrum í fjölskyldunni. Reynir átti það til að hringja í mömmu sína og látast vera einhver annar. Einhverju sinni hringdi bakarinn á Bræðraborgarstígnum í ömmu og svaraði hún þá stutt ,,góði Reynir, láttu ekki svona“. Það var ávallt gott að leita til Reynis eftir ráðleggingum og leituðum við systkinin oft til hans og réð hann okkur ávallt heilt, t.d. við íbúðakaup og annað því tengt. Á þessum árum var ekki auðvelt að fá lán, annað en í dag, og gat hann ávallt leiðbeint okkur á réttar brautir í þeim efnum. Reynir átti í gegnum árin mik- ið af fínum og flottum bílum og flutti þá oft inn sjálfur, sem var ekki algengt á þeim árum. Hann var mikill snyrtipinni og voru bíl- arnir oftar en ekki þrifnir hátt og lágt þegar hann kom heim á kvöldin. Þegar maður settist inn í bíl hjá honum, hafði maður á til- finningunni að sá bíll hefði aldrei farið á götuna. Reynir kynntist ungur kon- unni sinni, henni Ellu, miklum skörungi og dugnaðarforki. Þau voru ávallt mjög samrýmd og höfðu alla tíð gaman af ferðalög- um. Var reglulega farið í skíða- ferðir eða borgarferðir, á milli þess sem þau dvöldu í húsi sínu á Flórída. Eftir að Reynir fór á eftirlaun dvöldu þau hjónin meira eða minna í húsi sínu á Flórída og nutu sólarinnar og spiluðu golf. Eðlilega hittumst við þá sjaldnar, en þó af og til á heimili foreldra minna og voru þá ávallt fagnaðar- fundir og mikið hlegið. Ég vil að lokum votta fjöl- skyldunni hans, henni Ellu, strákunum hans, Gunnari, Jónasi og Hauki og fjölskyldum þeirra, alla mína samúð. Missir ykkar er mikill. Blessuð sé minning Reynis Jónassonar. Indriði Jóhannsson (Indi). Fallinn er frá góður vinur, Reynir Jónasson. Leiðir okkar lágu snemma saman á lífsleiðinni, eða á sjötta áratug síðustu aldar. Við höfðum ungir ráðist til starfa hjá Útvegs- banka Íslands hf. Reynir var góð- ur bankamaður, sem ávann sér snemma traust stjórnenda bank- ans, byrjaði starfsferil sinn í hlaupareikningsdeild bankans. Dvaldi í Þýskalandi hjá Deutsche Bank við nám, varð síðar skrif- stofustjóri og vann þá að sjálf- sögðu náið með stjórnendum bankans, sem leiddi til þess að honum voru falin ennþá meiri ábyrgðarstörf og varð aðstoðar- bankastjóri. Síðar, við samein- ingu bankanna fjögurra, varð hann útibússtjóri í stærsta útibúi Íslandsbanka í Lækjargötu í Reykjavík, þar sem starfsævi hans endaði. Snemma tókst með okkur starfsfélögunum góð vinátta, en eins og gerist og gengur hjá ungu fólki snerist lífið um að koma sér upp heimili og ala upp börn, svo umgengni utan vinnustaðar var minni en síðar varð. Þegar börnin urðu stór og jafnvel flogin að heiman urðum við hjónin og þau Ella og Reynir ennþá nánari kunningjar og vinir. Við fundum það út að við ætt- um sameiginlegt áhugamál, sem sagt ferðalög, og samverustund- irnar urðu sífellt fleiri. Farið var á suðlægar slóðir til að byrja með. Einnig áttum við sameigin- lega vini, fimm hjón, sem við köll- uðum tíuna og ferðuðumst víða. Það fór þó ekki hjá því að með árunum styrktist vinátta okkar hjónanna og við áttum saman margar yndislegar utanlands- ferðirnar, þar sem minn maður sat undir stýri eins og herforingi. Ljúft er einnig að þakka fyrir allar góðu samverustundirnar hér heima og á Flórída. Þar sem þau hjónin tóku okkur opnum örmum og margt var sagt og gert saman, sem lifir í minningunni. Þegar líður á ævina er fátt dýr- mætara en að hafa eignast sanna góða vini eins og Ellu og Reyni. Að leiðarlokum þökkum við hjónin fyrir allar yndislegu samverustundirnar og sendum öllum í fjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu vinar okkar Reynis Jónassonar. Minn- ingarnar munu lifa með okkur til æviloka. Gyða og Haraldur Baldursson. Reynir Jónasson Fallinn er nú frá einn helsti lærifaðir minn í gegnum tíðina, Reynir Jónasson. Við þessa fregn rifjast upp gamlir tímar. Ég kynntist Reyni sem smástrákur, en hann og faðir minn voru góðir vinir. Leiðir okkur lágu fyrir al- vöru saman þegar ég fékk vinnu fyrir hans tilstilli hjá Útvegs- bankanum, þá aðeins 13 ára gam- all. Ég starfaði þar mörg sumur með námi og leitaði oft til Reynis eftir leiðsögn, sem hann var ávallt tilbúinn að veita. Til að byrja með var ég við sendilstörf, sem þróuðust með árunum yfir í störf hjá fleiri deildum bankans, en ég vann flest sumur með námi hjá bankanum. Á hverju sumri hvatti hann mig til að vinna í fleiri deildum innan bankans, sem stuðlaði að þekkingu minnar á bankastarf- semi. Reynir var vinsæll maður innan bankans og hvar sem hann kom var glatt á hjalla, útgeislun hans var mikil og jákvæð. Hann hafði víðtæka þekkingu á þjóð- félagsmálum, þekkti marga og var skemmtilegur sögumaður. Reynir naut góðs frama innan Útvegsbankans enda jafn góður bankamaður og hann vandfund- inn. Fáir menn hafa haft jafn mikil áhrif á lífshlaup mitt og Reynir og minnist ég hans með miklu þakklæti fyrir að hafa fengið að vinna og starfa með honum gegn- um tíðina. Elsku Ella, börn og barna- börn, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Friðrik S. Halldórsson. Reynir hóf störf hjá einum af forverum Íslandsbanka, Útvegs- bankanum, árið 1956. Hann tók að sér ýmis störf hjá bankanum en árið 1980 var hann skipaður aðstoðarbankastjóri. Við stofnun Íslandsbanka árið 1990 varð Reynir útibússtjóri við Lækjar- torg og síðar við Lækjargötu. Það var síðan árið 1994 sem hann lét af störfum eftir 38 farsæl ár í bankanum. Ég var svo heppin að fá að starfa með Reyni þegar hann var útibússtjóri í Lækjargötu. Hann var svo sannarlega bankamaður af gamla skólanum, herramaður og stórhuga. Fundirnir með hon- um voru alltaf skemmtilegir og það var létt yfir fólki í kringum hann en það var einmitt and- rúmsloftið sem honum tókst að skapa. Við erum þakklát fyrir árin hans í bankanum og hugsum hlýtt til fjölskyldu og vina. Kveðja frá Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir. Tökum við pöntunum fyrir Hólavallagarð, Gufuneskirkjugarð, Fossvogskirkjugarð, Sólland og Kópavogskirkjugarð. Upplýsingar alla virka daga frá kl. 9 - 16 í síma 585 2770 og 585 2770 Einnig er hægt að panta beint af vefnum www.kirkjugardar.is Blóm á grafreiti Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ODDNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Efstaleiti 67, Keflavík, sem lést fimmtudaginn 17. maí, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 25. maí klukkan 13. Þórhallur Steinar Steinarsson Hildur Þóra Stefánsdóttir Sigurður Björgvinsson Hulda Rósa Stefánsdóttir Guðni Lárusson Gunnar Hafsteinn Stefáns. Guðrún Freyja Agnarsdóttir Magnús Margeir Stefánsson Karítas Heimisdóttir Halldóra Stefánsdóttir Magnús Ingi Oddsson barnabörn, barnabarnabarn og systkini Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, KATRÍN ÞÓRODDSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin mánudaginn 28. maí frá Akureyrarkirkju klukkan 13.30. Sæmundur Þóroddsson Baldvin Þóroddsson Petra Verschüer Snjólaug Þóroddsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Kristín S. Þóroddsdóttir Guðjón S. Þóroddsson Kristín M. Magnadóttir og fjölskyldur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.