Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 67
MINNINGAR 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
mig fyrir vin. Deilt með mér
gleði og sorg.
Ég mun aldrei gleyma því
hvernig þú tókst mér opnum
örmum þegar ég leitaði til þín,
vængbrotin. Þú leist í augun á
mér, glottir og sagðir svo eins
góðlátlega og bara þú kunnir:
„Mikið er gott að sjá að þú ert
ekki fullkomin. Ég var farin að
hafa áhyggjur!“
Ég fékk nýja vængi og gat
aftur flogið.
Ég mun aldrei gleyma bláu
augunum þínum sem sögðu
meira en öll orð.
Ég mun aldrei gleyma síða,
þykka hárinu, glettnu brosinu,
dillandi hlátrinum.
Ég mun aldrei, aldrei gleyma
okkar síðustu samverustundum,
aðeins nokkrum dögum áður en
þú fórst.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Þín vinkona,
Sigurbjörg.
Elsku Kata.
Hvernig þú lifðir þessu lífi er
til svo mikillar eftirbreytni. Þú
gerðir alltaf allt sem þurfti að
gera, sama hversu erfitt það
var, og þú gerðir allt svo vel.
Við vonum að okkur takist að
herma það eftir þér héðan af.
Við söknum þín og munum allt-
af sakna þín en á sama tíma
gleður það okkur óendanlega,
og mun alltaf gleðja okkur, að
hafa fengið að eiga þig að í öllu
sem fyrir kom í lífinu. Við fögn-
um því innilega að hafa fengið
að gráta með þér úr hlátri í
óteljandi skipti. Það er gott að
þú varst til, þú skilur eftir þig
mjúka birtu í veröldinni. Takk
fyrir að vera samferða og góða
ferð aftur til stjarnanna, elsku
vinkona okkar.
Elsku Inga, Óli, Kormákur
og Róbert, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Vilborg og Jónasína
Fanney.
Stórt skarð myndaðist í U-
bekkinn við þær sorgarfréttir
að bekkjarsystir okkar hún
Katrín Ólafsdóttir væri látin.
Kata upplifði margar sorgir og
erfiðleika á sinni stuttu ævi,
þurfti að kveðja bæði bróður
sinn og systur og lifa sjálf með
sama sjúkdóm og þau. Þrátt
fyrir þetta var það brosmildi
hennar, gleði og jákvæðni sem
einkenndi hana alla tíð.
Það voru mikil forréttindi að
fá að vera með Kötu í bekk í
gegnum menntaskólaárin. Kata
var öflugur námsmaður og sam-
viskusöm með eindæmum,
hjálpsöm, þolinmóð og vildi allt-
af öllum vel. Þetta nýttist okkur
bekkjarfélögunum vel, sérstak-
lega þegar kom að blessaðri
stærðfræðinni. Kata tók einnig
virkan þátt í félagslífinu og
fyrstu menntaskólaárin skipaði
leikfélagið stóran sess í lífi
hennar. Í fyrsta bekk tók hún
þátt í uppsetningu á Kabarett
og í öðrum bekk var hún orðin
gjaldkeri félagsins. Kata var
ótrúlega skapandi, gat bæði
teiknað og málað, og gerði sér
lítið fyrir og teiknaði afar frum-
lega og skemmtilega bekkjar-
mynd af okkur í Carminu-ár-
bókina.
Kata tókst á við öll verkefni
af jákvæðni, sama hversu stór
og erfið þau voru, og lét aldrei
neitt stoppa sig. Hún var algjör
nagli, kláraði læknisfræði og
eftir smá umhugsun fann hún
sérnám sem hentaði henni og
flutti til Svíþjóðar. Hún var ein-
stök móðir og sinnti því hlut-
verki af mikilli alúð og metnaði.
Það var dásamlegt að fylgjast
með sambandi hennar og Kor-
máks og öllu því skemmtilega
sem þau gerðu saman.
Kata var ótrúlega fallega
manneskja að innan sem utan.
Brosinu hennar munum við
aldrei gleyma, svo innilegt var
það. Hún brosti með augunum
og oft glitti í smá prakkarasvip,
enda alltaf stutt í grín og létta
stríðni. Hún myndaðist alltaf
vel og á öllum þeim ljósmynd-
um sem við eigum til af henni
brosir hún sínu fallega brosi. Þó
að sorgin sé sár og söknuðurinn
mikill lifir minningin um góða
vinkonu og allar þær einstöku
stundir sem við áttum saman.
Elsku Kormákur, Inga Lára
og Ólafur, missir ykkar er
óbærilegur og hugur okkar er
hjá ykkur á þessum erfiðu tím-
um. Við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Hvíl í friði, kæra vinkona.
Fyrir hönd bekkjarfélaga úr
4U, Menntaskólanum á Akur-
eyri,
Lilja Þorsteinsdóttir.
Föstudaginn 11. maí er ég
mætti til vinnu á meinafræði-
deild Landspítalans, bárust mér
þær hörmungarfréttir að Katr-
ín Ólafsdóttir læknir, sem við
alltaf kölluðum Kötu, væri látin.
Það þyrmdi yfir mig og minn-
ingar um hina glöðu og góðu
Kötu streymdu fram.
Ég kynntist Katrínu fyrst er
hún vann rannsóknarverkefni
sitt um vélindakrabbamein við
læknadeild Háskóla Íslands
undir aðalumsjón Agnesar
Smáradóttur krabbameinslækn-
is. Að verulegu leyti vann Kata
samt verkefnið með mér á
meinafræðideildinni. Ég sá þá
að hún var einstaklega elskuleg,
samviskusöm og með mikla
námshæfileika.
Síðar þegar hún óskaði eftir
starfi á meinafræðideildinni,
með áhuga á að leggja meina-
fræði fyrir sig sem sérgrein í
læknisfræðinni, var ég ekki í
vafa um að ég vildi ráða Kötu
til starfa hjá okkur á deildinni.
Kata vann hjá okkur í rúm tvö
ár áður en hún fór í frekara
framhaldsnám í meinafræði til
Svíþjóðar í janúar 2016. Hún
var nálægt því að ljúka fram-
haldsnámi í meinafræði þegar
kallið kom svo skyndilega og
svo sársaukafullt.
Í starfi sínu á meinafræði-
deildinni á Landspítalanum var
Kata einstaklega vel liðin. Hún
var samviskusöm, dugleg, ósér-
hlífin og vingjarnleg. Hún kom
vel fram við alla og fór aldrei í
manngreinarálit. Allir starfs-
menn voru vinir hennar og
mynduðust skemmtileg vina-
tengsl sérstaklega milli deild-
arlækna og lífeindafræðinga á
deildinni, en þetta smitaði gleði
út frá sér. Kata og hennar góði
vinur Rodrigo deildarlæknir
áttu mikinn þátt í því.
Síðan kom móðir Kötu, Inga
Lára, til starfa á sýnamót-
tökunni á deildinni og var þá af-
skaplega notalegt að hafa þær
mæðgur saman hjá okkur. Eftir
að Kata fór út til Svíþjóðar
fengum við reglulega fregnir af
henni um hvernig gengi frá
móður hennar, auk þess sem
Kata heimsótti deildina iðulega
ef hún var á landinu. Því fylgd-
umst við vel með Kötu og sam-
glöddumst henni með hversu
vel var að ganga með fram-
haldsnámið og að samræma það
fjölskyldumálunum.
Við á meinafræðideildinni
sáum að styttast tók í lokin á
framhaldsnámi Kötu og vorum
sannarlega farin að hlakka mik-
ið til að fá hana heim aftur og
að hún yrði öflugur fastur
starfsmaður. Það er þyngra en
tárum taki að vita að aldrei
verður af því.
Ég vil með þessum orðum
fyrir hönd okkar allra á meina-
fræðideild Landspítalans votta
minningu Katrínar Ólafsdóttur
virðingu og láta í ljós söknuð
okkar.
Við vottum Ingu Láru, Ólafi,
Kormáki syni Katrínar, og allri
fjölskyldu hennar okkar inni-
legustu og dýpstu samúð.
Með innilegri kveðju frá
meinafræðideild Landspítalans.
Jón Gunnlaugur Jónasson
yfirlæknir.
✝ Jens Sig-urjónsson
fæddist í Reykjavík
10. janúar 1964.
Hann varð bráð-
kvaddur 19. mars
2018. Foreldrar
hans eru Sigurjón
Árnason, f. 12. jan-
úar 1942 í Vopna-
firði, látinn 14. apríl
2016 og Edil Jens-
dóttir, fædd 5. febr-
úar 1945, í Viðareyði, Færeyjum.
Systkini Jens eru: a) Adda
Guðrún, f. 1962, b) Elísabet Ár-
dís, f. 1969, gift Jóni Kristjáni
Sigurðssyni c) Hanna, f. 1970,
sambýlismaður Karl Ingimars-
son d) Elín Sif, f. 1972, gift Elíasi
Wium Guðmundssyni.
Jens kvæntist Beverley Sig-
urjónsson frá St. Johns, Ný-
fundnalandi, 8. ágúst 2008. Son-
ur hennar úr fyrra
sambandi er Chri-
stopher Jerrett.
Sambýliskona hans
er Jennifer Sandra.
Börn: Dawson, De-
von, Chloe og Jay-
den.
Fyrrverandi sam-
býliskona Jens er
Alma Axfjörð, sam-
an eignuðust þau
Sigurjón Árna, f. 9.
febrúar 1993. Sambýliskona Sig-
urjóns er Kristín Ragnheiður Óð-
insdóttir. Sonur þeirra er Baldur
Vopni, f. 11. júní 2017.
Jens útskrifaðist frá Stýri-
mannaskólanum í Vest-
mannaeyjum 1987 og var alla
sína starfsævi sjómaður.
Útför hans fór fram frá
Church of the Ascension í St.
Johns 24. mars 2018.
Jenni mágur minn er fallinn frá,
langt um aldur fram. Síminn
hringdi um hánótt og tíðindi berast
um að Jenni hefði látist úti á sjó
fyrr um kvöldið. Þetta var erfitt að
meðtaka, maður á besta aldri, í
fullu fjöri og hrifsaður frá okkur á
einu augabragði.
Jenni hafði komið sér fyrir fjarri
heimahögunum, hann fann ástina í
Kanada, þar sem hann var ánægð-
ur, hamingjusamur og bjartsýnn á
framtíðina. Jenni hneigðist til sjó-
mennsku snemma og vinna á sjón-
um varð hans lífsstarf. Þar naut
hann sín fram í fingurgóma, við Ís-
landsstrendur framan af og síðar á
fjarlægari slóðum.
Þótt Jenni hafi verið búsettur í
Kanada var hann lengi á fiskiskip-
um í Noregi og kom því oft á heim-
ili okkar á ferð sinni milli Noregs
og Kanada. Þegar Jenni dvaldist
hjá okkur tókust með okkur sér-
lega góð vinabönd. Það var oft
gaman að setjast niður með honum
og ræða málin. Af kynnum mínum
af Jenna tók ég fljótlega eftir því
að í Jenna bjó hafsjór af fróðleik,
hann var í raun skarpgreindur á
mörgum sviðum og hafði frá
mörgu að segja.
Áhugasvið hans var breitt og
hann hafði skoðanir á flestu og lá
ekkert á þeim þegar svo bar undir.
Fyrir rúmlega áratug varð Jenni
fyrir alvarlegu slysi á sjónum og
var um tíma tvísýnt hvort hann
gæti gegnt sjómennskunni áfram.
Á meðan hann var að ná sér leit-
aði hugurinn annað, hann sótti í
trúna sér til styrkingar. Um tíma
hugleiddi Jenni að fara í guðfræð-
ina, af því varð ekki, hann náði það
góðum bata af meiðslunum að fyrr
en varði var hann kominn til fyrri
starfa á sjónum.
Þrátt fyrir áfallið stóð Jenni
ávallt teinréttur með bjartsýnina
að vopni. Hann horfði fram á góða
daga með Beverley eiginkonu
sinni. Þau voru nýflutt í nýtt hús í
St. John‘s og voru að koma sér vel
fyrir þegar Jenni féll skyndilega
frá. Við ætluðum að heimsækja
þau hjónin í sumar, tilhlökkunin
var mikil og Jenni hlakkaði mikið
til að fá okkur í heimsókn. Ég
minnist af hlýjum hug stundanna
sem við áttum þegar við grilluðum
góðan mat á pallinum heima. Þar
naut Jenni sín í hvívetna og sagði
frá skemmtilegum uppákomum
eins og honum var einum lagið.
Vísnagáfur Jenna voru einstakar
svo eftir var tekið. Við eigum eftir
að varðveita þær því þær munu um
ókomna framtíð gleðja okkar
hjarta.
Jenni, takk fyrir góðar sam-
verustundir. Þær voru ljúfar og
ógleymanlegar. Ég á alltaf eftir að
minnast göngutúranna með þér í
Grafarvoginum. Það bíður betri
tíma að við hittumst aftur, kæri
vinur, og eigum góða tíma saman.
Beverley Sigurjónsson, syni
hans, móður, systrum og öðrum
ástvinum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Elsku vinur, hvíl í friði.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Jón Kristján Sigurðsson.
Jens Sigurjónsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og
útfarar eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
VALSTEINS JÓNSSONAR,
Þórunnarstræti 117.
Alda Þórðardóttir
Jón Viðar Valsteinsson
Arnar Valsteinsson Kristín Rós Óladóttir
Alda Ólína, María, Auður
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ELSA BJARNADÓTTIR,
búsett að Norðurbakka 3a,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 14. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Við þökkum sýndan hlýhug og samúð.
Matthías Eyjólfsson
Dagmar Huld Matthíasdóttir Friðrik Kristjánsson
Matthías Hilmir Matthíasson
Bjarni Heiðar Matthíasson María Halldórsdóttir
Sylvía Hlín Matthíasdóttir Gísli Rúnar Gíslason
Rakel Hrund Matthíasdóttir Sigurður Þór Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KARL ÁSMUNDUR HÓLM
ÞORLÁKSSON
húsasmíðameistari,
lést á Grenilundi, Grenivík, sunnudaginn
20 maí. Útför hans fer fram frá
Grenivíkurkirkju laugardaginn 26. maí klukkan 14.
Hildigunnur Eyfjörð Jónsdóttir
Fanney Sólborg Ásmundsd.
Elísa Jóna Ásmundsdóttir Grétar Jón Pálmason
Kristinn Hólm Ásmundsson Erna Rún Friðriksdóttir
Kristján Þór Ásmundsson Hanna Björg Margrétardóttir
Andrés Þór Ásmundsson
Guðrún Þórlaug Ásmundsd. Hlynur Aðalsteinsson
Jóhanna Guðrún Gunnarsd. Trausti Hólmar Gunnarsson
afa- og langafabörn
Okkar ástkæri,
EINAR S. MÝRDAL JÓNSSON
skipasmiður, Akranesi,
lést á dvalarheimilinu Höfða Akranesi
mánudaginn 14. maí. Starfsfólki Höfða eru
færðar alúðarþakkir fyrir einstaka umönnun
og umhyggju.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hulda Haraldsdóttir
Rósa Mýrdal Guðm. Ottesen Valdimarsson
Rikka Mýrdal Kristinn Ellert Guðjónsson
Gunnar Mýrdal Ingibjörg Kristjánsdóttir
barnabörn og langafabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR J. JÓHANNESSONAR,
Hólabraut 25, Skagaströnd.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Sæborgar á Skagaströnd fyrir góða umönnun.
Lárus Ægir Guðmundsson
Helga J. Guðmundsdóttir Eðvarð Hallgrímsson
Guðmundur Guðmundsson Sigurlaug Magnúsdóttir
Ingibergur Guðmundsson Signý Ósk Richter
Karl Guðmundsson
Lára Guðmundsdóttir Gunnar Svanlaugsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær systir okkar, mágkona, frænka
og vinur,
ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR
ljósmyndari,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
laugardaginn 12. maí. Útförin fer fram frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 29. maí klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á góðgerðar- og náttúruverndarsamtök.
Eiríkur Jónsson Lena Jónsson Engström
Guðbjörg Björnsdóttir Rúnar Már Sverrisson
Gunnar Eiríksson
Berglind E. Jónsdóttir Gunnar Þórisson
Björn Þórður Jónsson
Birna Björg, Jón Þórir,
Úlfar Garpur, Anna Valdís,
Rebekka Hrönn og Natalía Rós
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
BIRNA HJALTESTED GEIRSDÓTTIR,
Skildinganesi 42,
Reykjavík,
lést á annan dag hvítasunnu, mánudaginn
21. maí 2018.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 31. maí
klukkan 15.
Garðar Halldórsson
Margrét Birna Garðarsdóttir
Helga María Garðarsdóttir Ingvar Vilhjálmsson
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Anna Fríða Ingvarsdóttir
Vilhjálmur Ingvarsson
Garðar Árni Garðarsson